Körfubolti

Snæfellingar farnir að vinna jöfnu leikina - unnu Stólana í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marquis Sheldon Hall skoraði 32 stig.
Marquis Sheldon Hall skoraði 32 stig. Mynd/Stefán
Snæfell vann níu stiga sigur á Tindastól, 89-80, í 21. umferð Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Snæfell náði Keflavík að stigum í 5. sætinu með þessum þriðja sigri liðsins í röð en Hólmarar eru áfram í 6. sætinu vegna lakari árangurs í innbyrðisleikjum.  Tindastóll er öruggt í úrslitakeppnina þrátt fyrir tapið þar sem að Fjölnir vann ekki sinn leik.

Snæfell var með forystu nær allan leikinn en góður sprettur Stólanna kom þeim fimm stigum yfir, 67-72, um miðjan lokaleikhlutann. Snæfell átti hinsvegar frábæran endasprett, vann síðustu fimm mínúturnar 22-8 og leikinn þar með níu stigum. Snæfell hefur oft átt erfitt með að klára jöfnu leikina en Ingi Þór Steinþórsson er greinilega með sína menn á réttri leið.

Snæfell var 20-17 yfir eftir fyrsta leikhluta og með sex stiga forskot í hálfleik, 45-39. Marquis Sheldon Hall var sjóðheitur í kvöld en hann skoraði 32 stig og hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Jón Ólafur Jónsson (20 stig/11 fráköst) og Quincy Hankins-Cole (15 stig /14 fráköst) áttu báðir líka góðan leik. Curtis Allen skoraði 28 stig fyrir Tindastól.

Tindastóll átti möguleika á að tryggja sér endanlega sæti í úrslitakeppninni með sigri en þar sem að Fjölnir tapaði sínum leik í kvöld er ljóst að Tindastóll verður með í úrslitakeppninni í ár.



Snæfell-Tindastóll 89-80 (20-17, 25-22, 16-22, 28-19)

Snæfell: Marquis Sheldon Hall 32, Jón Ólafur Jónsson 20/11 fráköst, Quincy Hankins-Cole 15/14 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Sveinn Arnar Davidsson 7/7 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 2, Ólafur Torfason 1/4 fráköst.

Tindastóll: Curtis Allen 28/7 fráköst/7 stolnir, Maurice Miller 20, Helgi Freyr Margeirsson 7, Hreinn Gunnar Birgisson 6/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 6/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Igor Tratnik 4/9 fráköst, Friðrik Hreinsson 3.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×