Körfubolti

Lokaumferð IE-deildar karla | Hvaða lið mætast í úrslitakeppninni?

Hreggviður og félagar í KR tóku annað sætið í deildinni.
Hreggviður og félagar í KR tóku annað sætið í deildinni.
Það var gríðarleg spenna er lokaumferð Iceland Express-deildar karla fór fram. Barist var um lokasætin í úrslitakeppninni sem og efstu sætin í deildinni.

Grindavík var búið að vinna deildarmeistaratitilinn og KR hélt öðru sætinu með naumum sigri á ÍR en KR lenti átta stigum undir í lokaleikhlutanum. Þeir komu þó til baka og eyðilögðu kveðjuleik Eiríks Önundarsonar með ÍR en treyjan hans var hengd upp í Seljaskólanum í kvöld.

Nýliðar Þórs gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér þriðja sætið. Magnaður árangur. Vinirnir og fyrrum þjálfarar KR - Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson - munu því mætast í úrslitakeppninni.

Njarðvík tapaði í háspennuleik á Króknum en getur þakkað nágrönnum sínum í Keflavík fyrir að þeir komust í úrslitakeppnina því Keflavík lagði Fjölni eftir framlengdan leik.

Úrslit kvöldsins:

Haukar-Þór Þorlákshöfn 79-85 (17-23, 24-25, 23-20, 15-17)

Haukar: Christopher Smith 20/7 fráköst/8 varin skot, Alik Joseph-Pauline 16/5 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Steinar Aronsson 13, Haukur Óskarsson 12, Helgi Björn Einarsson 10, Emil Barja 8/9 fráköst/5 stoðsendingar, Örn Sigurðarson 0, Andri Freysson 0, Davíð Páll Hermannsson 0/4 fráköst, Guðmundur Kári Sævarsson 0, Alex Óli Ívarsson 0.

Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 26/11 fráköst/10 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 20/7 fráköst/7 stolnir, Guðmundur  Jónsson 18, Blagoj Janev 14/11 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 3/9 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Emil Karel Einarsson 0, Bjarki Gylfason 0.

Valur-Snæfell 68-80 (12-21, 19-19, 19-22, 18-18)

Valur: Marvin Andrew Jackson 25/12 fráköst, Hamid Dicko 13/8 fráköst, Alexander Dungal 7, Birgir Björn Pétursson 6/6 fráköst/3 varin skot, Ragnar Gylfason 5, Kristinn Ólafsson 4/7 fráköst/5 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 4, Bergur Ástráðsson 2, Sigurður Skúli Sigurgeirsson 2, Ágúst Hilmar Dearborn 0, Hlynur Logi Víkingsson 0.

Snæfell: Ólafur Torfason 15/10 fráköst, Marquis Sheldon Hall 14/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 13/11 fráköst/3 varin skot, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 11/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 9/6 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 6/5 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5, Quincy Hankins-Cole 4/5 fráköst, Magnús Ingi Hjálmarsson 2, Óskar Hjartarson 1, Snjólfur Björnsson 0.

Tindastóll-Njarðvík 81-79 (29-16, 14-22, 15-26, 23-15)

Tindastóll: Maurice Miller 31/6 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Curtis Allen 18/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Helgi Rafn Viggósson 7/6 fráköst/5 stolnir, Friðrik Hreinsson 7, Svavar Atli Birgisson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 0, Friðrik Þór Stefánsson 0, Pálmi Geir Jónsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Páll Bárðason 0.

Njarðvík: Cameron Echols 26/12 fráköst, Elvar Már Friðriksson 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Travis Holmes 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 7, Maciej Stanislav Baginski 5, Styrmir Gauti Fjeldsted 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Páll Kristinsson 2/7 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0/5 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 0.

Grindavík-Stjarnan 89-80 (22-26, 18-15, 24-20, 25-19)

Grindavík: Giordan Watson 24/8 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/7 fráköst, J'Nathan Bullock 9/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8, Jóhann Árni Ólafsson 8/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 7, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 6, Ryan Pettinella 6, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Ármann Vilbergsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0.

Stjarnan: Renato Lindmets 24/9 fráköst, Justin Shouse 21/4 fráköst/7 stoðsendingar, Keith Cothran 14/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 7, Jovan Zdravevski 6, Sigurjón Örn Lárusson 3, Dagur Kár Jónsson 3, Marvin Valdimarsson 2/6 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Aron Kárason 0.

Fjölnir-Keflavík 98-99 (30-23, 19-22, 24-20, 13-21, 12-13)

Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 17/4 fráköst, Calvin O'Neal 16/8 fráköst, Nathan Walkup 16/12 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 8/4 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Daði Berg Grétarsson 2, Gunnar Ólafsson 2, Haukur Sverrisson 2, Tómas Daði Bessason 0, Halldór Steingrímsson 0.

Keflavík: Jarryd Cole 37/19 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 28/5 stolnir, Charles Michael Parker 14/5 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnar H. Stefánsson 6, Halldór Örn Halldórsson 5/4 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 4, Valur Orri Valsson 3/8 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 2, Andri Daníelsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Sigurður Friðrik Gunnarsson 0.

ÍR-KR 82-88 (20-30, 17-16, 22-15, 23-27)

ÍR: Robert Jarvis 25/6 fráköst, Rodney Alexander 23/10 fráköst, Nemanja  Sovic 16, Kristinn Jónasson 6, Eiríkur Önundarson 4, Níels Dungal 4/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 4, Ragnar Bragason 0, Friðrik Hjálmarsson 0, Þorvaldur Hauksson 0, Ellert Arnarson 0/5 stoðsendingar.

KR: Finnur Atli Magnusson 24/11 fráköst, Joshua Brown 18/6 fráköst, Robert Lavon Ferguson 17/11 fráköst, Dejan Sencanski 15/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 6/6 stoðsendingar, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Jón Orri Kristjánsson 2, Martin Hermannsson 2, Páll Fannar Helgason 0, Kristófer Acox 0, Egill Vignisson 0, Björn Kristjánsson 0.

Lokastaða - stig:

Grindavík - 38

KR - 30

Þór Þ. - 30

Stjarnan - 28

Keflavík - 28

Snæfell - 26

Tindastóll - 22

Njarðvík - 18

ÍR - 16

Fjölnir - 16

Haukar - 12

Valur - 0

Þessi lið mætast í úrslitakeppninni:

Grindavík - Njarðvík

KR - Tindastóll

Þór Þ. - Snæfell

Stjarnan - Keflavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×