Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 94-67 Eirikur Stefán Ásgeirsson í Röstinni skrifar 29. mars 2012 11:06 Mynd/Stefán Grindavík tók 1-0 forystu í einvígi sínu gegn Njarðvík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með öruggum sigri í Röstinni í kvöld. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var lítil spenna í leiknum og fátt sem bendir til þess að Njarðvíkingar muni reynast mikil hindrun fyrir deildarmeistara Grindavíkur. Heimamenn voru einfaldlega nokkrum númerum of stórir fyrir ungt og efnilegt lið Njarðvíkur, sem má vera ánægt með að hafa komist í úrslitakeppnina. Njarðvíkingar eru baráttuglaðir og gáfu allt sitt í leikinn. En eftir því sem leið á hann varð ljóst að þeir áttu ekki mikið í ógnarsterkt lið Grindavíkur. Varnarleikur Grindavíkur var gríðarlega öflugur í kvöld. Leikmenn liðsins eru stærri og sterkari en andstæðingarnir og voru grimmari í öllum aðgerðum. Grindavík náði tólf sóknarfráköstum í fyrri hálfleik sem segir sína sögu. Í sókninni munaði miklu á skotnýtingu liðanna enda fengu heimamenn mun auðveldari skot. J'Nathan Bullock átti mjög góðan leik sem og Sigurður Þorsteinsson. Aðrir leikmenn spiluðu líka vel og var sterk liðsheild stærsti kostur Grindavíkur í þessum leik. Elvar Már Friðriksson spilaði á köflum vel fyrir Njarðvík og Travis Holmes átti sína spretti. Cameron Echols náði sér ekki á strik. En Njarðvíkingar áttu almennt erfitt uppdráttar í kvöld og áttu fá svör við sterkri vörn þeirra gulklæddu í kvöld. Seinni hálfleikur var aldrei spennandi sem sást best á því að hvorugt lið tók leikhlé allan seinni hálfleikinn. Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar með sigri í leik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna neðst í fréttinni.Grindavík-Njarðvík 94-67 (29-19, 17-13, 27-20, 21-15)Grindavík: J'Nathan Bullock 19/10 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 13/4 fráköst, Ryan Pettinella 10, Giordan Watson 9/12 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 9/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4, Ólafur Ólafsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Njarðvík: Travis Holmes 20/5 fráköst, Cameron Echols 18/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 9, Páll Kristinsson 8/7 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2, Maciej Stanislav Baginski 2, Oddur Birnir Pétursson 2/5 fráköst. Helgi Jónas: Varnarleikurinn skilaði sigrinumMynd/Stefán„Við gerðum það sem lagt var upp með og spiluðum mjög vel í kvöld, sérstaklega í vörninni. Við eigum að vera með sterkara lið - staðan í deildinni sýnir það. En menn verða mæta tilbúnir til leiks í úrslitakeppninni og gera það sem fyrir þá er lagt. Það gerðum við í kvöld," sagði Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur. Hann segist vera ánægður með bætt hugarfar sinna manna. „Þetta er allt á uppleið. Við vorum með hausinn í rassgatinu í nokkrum leikjum á síðustu vikum en þetta er allt á réttri leið hjá okkur. Nú er næsti leikur á sunnudaginn og það er ljóst að ef við spilum eins þá og við gerðum í kvöld förum við langt með að klára þetta einvígi. En þó er ekkert unnið fyrirfram." „Varnarleikurinn skilaði okkur þessum sigri í kvöld. Grindavíkurliðið hefur stundum verið þekkt fyrir að vera með þriggja stiga skotsýningar en það var ekkert slíkt upp á teningnum í kvöld. Það er bara varnarleikurinn sem mestu máli skiptir og ekkert annað." Friðrik: Ekki nógu hungraðirMynd/ValliFriðrik Ragnarsson, annar þjálfari Njarðvíkur, sagði ljóst að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í Grindavík í kvöld. „Eins og þessi leikur spilaðist liggur það alveg ljóst fyrir. Við vorum ekki nógu hungraðir og baráttuglaðir í kvöld," sagði hann. „Við þurfum að vera duglegri að trufla taktinn í þeirra leik og vera grimmari við þá. Við fengum aðeins eina villu á okkur í fyrsta leikhluta sem segir sitt. Á móti svona liði þarf miklu meiri baráttu og grimmari varnarleik." „Þeir eru stærri en sterkari en við og óneitanlega betri körfuboltamenn eins og staðan er í dag. Það vitum við vel. En þá verður að vinna upp muninn með öðrum hætti, eins og með baráttu og sigurvilja. Það þurfum við að sýna í næsta leik." „Við munum gefa allt okkar í þetta á sunnudaginn enda fáum við ekki annað tækifæri ef hann tapast." Páll Axel: Menn voru tilbúnirMynd/Stefán„Við lögðum upp með ákveðna hluti og við gerðum þá vel. Þetta var góður sigur," sagði Páll Axel Vilbergsson eftir leikinn í kvöld. „Heilt yfir spiluðum við góðan varnarleik og ég var sáttur við hann." Hann var ánægður með hugarfarið hjá sínum mönnum. „Ég fann það strax þegar ég kom inn í klefa fyrir leik - menn voru tilbúnir fyrir þennan leik og kláruðu sitt mjög fagmannlega í kvöld." „Næsti leikur er á sunnudaginn og stefnum við á að vinna hann eins og alla leikinn. En það verður verðugt verkefni að ætla að ná í sigur í Njarðvík. Við fáum ekkert gefins þar og stefnum við á að mæta einnig tilbúnir í þann leik."Mynd/StefánLeiklýsing Vísis:Leik lokið, 94-67: Öruggur sigur Grindavíkur í höfn. Næsti leikur er á sunnudagskvöldið í Njarðvík.36. mín, 81-54: Tvö stig til þessa hjá Njarðvík í fjórða leikhluta. Minni spámenn fá að spreyta sig og er eingöngu verið að bíða eftir að þessum leik ljúki.3. leikhluta lokið, 73-52: Grindavík komst mest 25 stigum yfir og væru örugglega með meiri forystu hefðu heimamenn hitt betur síðustu mínúturnar. Hraður leikur og mikið skotið en sem fyrr eru heimamenn við stjórnvölinn.26. mín, 63-42: Þetta mallar áfram hjá Grindvíkingum, hægt og rólega. Það er löngu ljóst í hvað stefnir. Hinn stórefnilegi Elvar Már Friðriksson Ragnarssonar er þó að gera sitt til að halda leiknum á lífi.22. mín, 51-32: Seinni hálfleikur byrjaður og Bullock strax búinn að bjóða upp á veggspjaldatroðslu. Rosalegt.Hálfleikur, 46-32: Grindvíkingar sterkari í fyrri hálfleik og eru verðskuldað yfir. Þeir eru stærri, sterkari og grimmari. Ná dýrmætum sóknarfráköstum og skjóta ágætlega, þó svo að það hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel síðustu mínúturnar. 2ja stiga nýtingin er nánast tvöfölt betri hjá Grindavík og Njarðvíkingar hafa ekki enn sett niður þriggja stiga körfu.16. mín: 37-27: Aðeins meira líf í Njarðvíkingum síðustu mínúturnar. Grindavík að láta dómgæsluna fara í taugarnar á sér og Helgi Jónas tekur leikhlé til að róa sína menn niður.14. mín, 33-21: Njarðvíkingar voru að komast á blað í öðrum leikhluta, eftir tæpar fjórar mínútur. Það gengur illa gegn sterkri vörn Grindavíkur.1. leikhluta lokið, 29-19: Það er hjarta í Njarðvíkingum - um það deilir enginn. En þeir eru einfaldlega númeri of litlir fyrir Grindavík þegar þeir gulu spila af eðlilegri getu. Cameron Echols hefur ekki verið að finna sig í liði Njarðvíkur og munar um minna.9. mín, 25-15: Hér var Ryan Pettinella að setja niður bæði (!) vítaskotin sín. Heimamenn voru ánægðir með það. Bullock líka, hann tróð í næstu sókn.7. mín, 20-13: Njarðvík tekur fyrsta leikhléið. Grindavík eru meira á tánum, frákastað betur síðustu mínúturnar og komist inn í sendingar. Fyrir utan nokkur klaufaleg mistök er varnarleikur heimamanna nokkuð öflugur.6. mín, 20-13: Nokkuð fjörleg byrjun og baráttuglaðir Njarðvíkingar, með þá Elvar og Holmes í farabroddi, gefa ekkert eftir. En Grindvíkingar eru sterkari og ætla sér að sigla fram úr, hægt og rólega.1. leikhluti: Leikurinn hafinn hér í Grindavík og þar með er úrslitakeppnin hafin!Fyrir leik: Annar þjálfara Njarðvíkur, Friðrik Ragnarsson, þjálfaði Grindavík með góðum árangri fyrir ekki svo löngu síðan. Hann er því á sínum gamla heimavelli í kvöld.Fyrir leik: Grindvíkingar urðu deildarmeistarar með talsverðum yfirburðum og eru með gríðarlega vel skipað lið - bæði íslenska leikmenn og erlenda. Njarðvíkingar eru með ungt og efnilegt lið og gerðu vel með því að komast í úrslitakeppnina.Fyrir leik: Hér er allt til reiðu í Röstinni í Grindavík. Njarðvíkingar freista þess nú að velta deildarmeisturunum af stalli en það yrðu sjálfsagt óvæntustu tíðindin í úrslitakeppninni. En annað eins hefur gerst. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Grindavík tók 1-0 forystu í einvígi sínu gegn Njarðvík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með öruggum sigri í Röstinni í kvöld. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var lítil spenna í leiknum og fátt sem bendir til þess að Njarðvíkingar muni reynast mikil hindrun fyrir deildarmeistara Grindavíkur. Heimamenn voru einfaldlega nokkrum númerum of stórir fyrir ungt og efnilegt lið Njarðvíkur, sem má vera ánægt með að hafa komist í úrslitakeppnina. Njarðvíkingar eru baráttuglaðir og gáfu allt sitt í leikinn. En eftir því sem leið á hann varð ljóst að þeir áttu ekki mikið í ógnarsterkt lið Grindavíkur. Varnarleikur Grindavíkur var gríðarlega öflugur í kvöld. Leikmenn liðsins eru stærri og sterkari en andstæðingarnir og voru grimmari í öllum aðgerðum. Grindavík náði tólf sóknarfráköstum í fyrri hálfleik sem segir sína sögu. Í sókninni munaði miklu á skotnýtingu liðanna enda fengu heimamenn mun auðveldari skot. J'Nathan Bullock átti mjög góðan leik sem og Sigurður Þorsteinsson. Aðrir leikmenn spiluðu líka vel og var sterk liðsheild stærsti kostur Grindavíkur í þessum leik. Elvar Már Friðriksson spilaði á köflum vel fyrir Njarðvík og Travis Holmes átti sína spretti. Cameron Echols náði sér ekki á strik. En Njarðvíkingar áttu almennt erfitt uppdráttar í kvöld og áttu fá svör við sterkri vörn þeirra gulklæddu í kvöld. Seinni hálfleikur var aldrei spennandi sem sást best á því að hvorugt lið tók leikhlé allan seinni hálfleikinn. Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar með sigri í leik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna neðst í fréttinni.Grindavík-Njarðvík 94-67 (29-19, 17-13, 27-20, 21-15)Grindavík: J'Nathan Bullock 19/10 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 13/4 fráköst, Ryan Pettinella 10, Giordan Watson 9/12 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 9/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 7/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4, Ólafur Ólafsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Njarðvík: Travis Holmes 20/5 fráköst, Cameron Echols 18/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 9, Páll Kristinsson 8/7 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2, Maciej Stanislav Baginski 2, Oddur Birnir Pétursson 2/5 fráköst. Helgi Jónas: Varnarleikurinn skilaði sigrinumMynd/Stefán„Við gerðum það sem lagt var upp með og spiluðum mjög vel í kvöld, sérstaklega í vörninni. Við eigum að vera með sterkara lið - staðan í deildinni sýnir það. En menn verða mæta tilbúnir til leiks í úrslitakeppninni og gera það sem fyrir þá er lagt. Það gerðum við í kvöld," sagði Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur. Hann segist vera ánægður með bætt hugarfar sinna manna. „Þetta er allt á uppleið. Við vorum með hausinn í rassgatinu í nokkrum leikjum á síðustu vikum en þetta er allt á réttri leið hjá okkur. Nú er næsti leikur á sunnudaginn og það er ljóst að ef við spilum eins þá og við gerðum í kvöld förum við langt með að klára þetta einvígi. En þó er ekkert unnið fyrirfram." „Varnarleikurinn skilaði okkur þessum sigri í kvöld. Grindavíkurliðið hefur stundum verið þekkt fyrir að vera með þriggja stiga skotsýningar en það var ekkert slíkt upp á teningnum í kvöld. Það er bara varnarleikurinn sem mestu máli skiptir og ekkert annað." Friðrik: Ekki nógu hungraðirMynd/ValliFriðrik Ragnarsson, annar þjálfari Njarðvíkur, sagði ljóst að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í Grindavík í kvöld. „Eins og þessi leikur spilaðist liggur það alveg ljóst fyrir. Við vorum ekki nógu hungraðir og baráttuglaðir í kvöld," sagði hann. „Við þurfum að vera duglegri að trufla taktinn í þeirra leik og vera grimmari við þá. Við fengum aðeins eina villu á okkur í fyrsta leikhluta sem segir sitt. Á móti svona liði þarf miklu meiri baráttu og grimmari varnarleik." „Þeir eru stærri en sterkari en við og óneitanlega betri körfuboltamenn eins og staðan er í dag. Það vitum við vel. En þá verður að vinna upp muninn með öðrum hætti, eins og með baráttu og sigurvilja. Það þurfum við að sýna í næsta leik." „Við munum gefa allt okkar í þetta á sunnudaginn enda fáum við ekki annað tækifæri ef hann tapast." Páll Axel: Menn voru tilbúnirMynd/Stefán„Við lögðum upp með ákveðna hluti og við gerðum þá vel. Þetta var góður sigur," sagði Páll Axel Vilbergsson eftir leikinn í kvöld. „Heilt yfir spiluðum við góðan varnarleik og ég var sáttur við hann." Hann var ánægður með hugarfarið hjá sínum mönnum. „Ég fann það strax þegar ég kom inn í klefa fyrir leik - menn voru tilbúnir fyrir þennan leik og kláruðu sitt mjög fagmannlega í kvöld." „Næsti leikur er á sunnudaginn og stefnum við á að vinna hann eins og alla leikinn. En það verður verðugt verkefni að ætla að ná í sigur í Njarðvík. Við fáum ekkert gefins þar og stefnum við á að mæta einnig tilbúnir í þann leik."Mynd/StefánLeiklýsing Vísis:Leik lokið, 94-67: Öruggur sigur Grindavíkur í höfn. Næsti leikur er á sunnudagskvöldið í Njarðvík.36. mín, 81-54: Tvö stig til þessa hjá Njarðvík í fjórða leikhluta. Minni spámenn fá að spreyta sig og er eingöngu verið að bíða eftir að þessum leik ljúki.3. leikhluta lokið, 73-52: Grindavík komst mest 25 stigum yfir og væru örugglega með meiri forystu hefðu heimamenn hitt betur síðustu mínúturnar. Hraður leikur og mikið skotið en sem fyrr eru heimamenn við stjórnvölinn.26. mín, 63-42: Þetta mallar áfram hjá Grindvíkingum, hægt og rólega. Það er löngu ljóst í hvað stefnir. Hinn stórefnilegi Elvar Már Friðriksson Ragnarssonar er þó að gera sitt til að halda leiknum á lífi.22. mín, 51-32: Seinni hálfleikur byrjaður og Bullock strax búinn að bjóða upp á veggspjaldatroðslu. Rosalegt.Hálfleikur, 46-32: Grindvíkingar sterkari í fyrri hálfleik og eru verðskuldað yfir. Þeir eru stærri, sterkari og grimmari. Ná dýrmætum sóknarfráköstum og skjóta ágætlega, þó svo að það hafi ekki gengið neitt sérstaklega vel síðustu mínúturnar. 2ja stiga nýtingin er nánast tvöfölt betri hjá Grindavík og Njarðvíkingar hafa ekki enn sett niður þriggja stiga körfu.16. mín: 37-27: Aðeins meira líf í Njarðvíkingum síðustu mínúturnar. Grindavík að láta dómgæsluna fara í taugarnar á sér og Helgi Jónas tekur leikhlé til að róa sína menn niður.14. mín, 33-21: Njarðvíkingar voru að komast á blað í öðrum leikhluta, eftir tæpar fjórar mínútur. Það gengur illa gegn sterkri vörn Grindavíkur.1. leikhluta lokið, 29-19: Það er hjarta í Njarðvíkingum - um það deilir enginn. En þeir eru einfaldlega númeri of litlir fyrir Grindavík þegar þeir gulu spila af eðlilegri getu. Cameron Echols hefur ekki verið að finna sig í liði Njarðvíkur og munar um minna.9. mín, 25-15: Hér var Ryan Pettinella að setja niður bæði (!) vítaskotin sín. Heimamenn voru ánægðir með það. Bullock líka, hann tróð í næstu sókn.7. mín, 20-13: Njarðvík tekur fyrsta leikhléið. Grindavík eru meira á tánum, frákastað betur síðustu mínúturnar og komist inn í sendingar. Fyrir utan nokkur klaufaleg mistök er varnarleikur heimamanna nokkuð öflugur.6. mín, 20-13: Nokkuð fjörleg byrjun og baráttuglaðir Njarðvíkingar, með þá Elvar og Holmes í farabroddi, gefa ekkert eftir. En Grindvíkingar eru sterkari og ætla sér að sigla fram úr, hægt og rólega.1. leikhluti: Leikurinn hafinn hér í Grindavík og þar með er úrslitakeppnin hafin!Fyrir leik: Annar þjálfara Njarðvíkur, Friðrik Ragnarsson, þjálfaði Grindavík með góðum árangri fyrir ekki svo löngu síðan. Hann er því á sínum gamla heimavelli í kvöld.Fyrir leik: Grindvíkingar urðu deildarmeistarar með talsverðum yfirburðum og eru með gríðarlega vel skipað lið - bæði íslenska leikmenn og erlenda. Njarðvíkingar eru með ungt og efnilegt lið og gerðu vel með því að komast í úrslitakeppnina.Fyrir leik: Hér er allt til reiðu í Röstinni í Grindavík. Njarðvíkingar freista þess nú að velta deildarmeisturunum af stalli en það yrðu sjálfsagt óvæntustu tíðindin í úrslitakeppninni. En annað eins hefur gerst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira