Körfubolti

Stjörnumenn gefa ekkert eftir í baráttunni um 2. sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Freyr Helgason.
Fannar Freyr Helgason.
Stjörnumenn gefa ekkert eftir í baráttunni um 2. sætiðStjarnan vann átta stiga sigur á Fjölni, 82-74, í 21. umferð Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og ætla ekki gefa neitt eftir í baráttunni um annað sæti deildarinnar. Stjarnan hefur tapað mörgum heimaleikjum í vetur en landaði tveimur mikilvægum stigum í kvöld.

Fjölnir á enn smá von um að komast í úrslitakeppnina en verða að treysta á það að Njarðvík og ÍR vinni ekki þá tvo leiki sem liðið á eftir auk þess að vinna sinn lokaleik.

Stjarnan var 24-23 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með sjö stiga forskot í hálfleik, 44-37. Fjölnir náði að minnka muninn í þriðja leikhlutanum en Garðbæingar voru sterkari í lokaleikhlutanum og unnu nokkuð öruggan sigur.

Keith Cothran skoraði 16 stig fyrir Stjörnuna og fyrirliðinn Fannar Freyr Helgason var með 13 stig. Marvin Valdimarsson og Renato Lindmets skoruðu báðir 12 stig. Justin Shouse lét sér nægja að skora 7 stig en var með 10 stoðsendingar og 8 fráköst.

Nathan Walkup skoraði 27 stig fyrir Fjölni og Calvin O'Neal var með 16 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×