FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. Viðskipti innlent 20. nóvember 2021 14:45
Askja frumsýnir Kia EV6 og EQS frá Mercedes-EQ Bílaumboðið Askja stendur fyrir sérstakri þriggja daga frumsýningu. Frumsýningin byrjaði með miðnæturopnun í gærkvöldi. Kynntir verða tveir spennandi 100% rafbílar sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu, Kia EV6 og EQS frá Mercedes-EQ. Bílar 19. nóvember 2021 07:01
Polestar kemur til Íslands Bílaumboðið Brimborg er orðinn opinber umboðsaðili fyrir Polestar rafbíla á Íslandi. Polestar sýningarsalurinn mun opna 25. nóvember í Reykjavík. Bílar 17. nóvember 2021 07:00
Solterra frumraun Subaru í rafbílaframleiðslu Subaru kynnti í vikunni rafjepplinginn Solterra, bíllinn er ávöxtur samstarfs Subaru og Toyota. Rétt eins og þegar Subaru og og Toyota framleiddu eins bíla í BRZ og GT86 þá eru þessir bílar, Solterra og Toyota bZ4X nánast alveg eins. Bílar 15. nóvember 2021 07:01
Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt. Bílar 13. nóvember 2021 07:00
Kia EV9 rafbíll væntanlegur Kia kynnti í gær fyrstu myndirnar af nýjum hugmyndabíl sem ber heitið Kia EV9. Um er að ræða hreinan rafbíl sem kemur í kjölfarið á frumsýningu á Kia EV6. Bílar 12. nóvember 2021 07:00
Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt. Viðskipti erlent 10. nóvember 2021 12:52
Myndband: Goodyear þróar loftlaus dekk fyrir rafbíla Goodyear hefur verið að þróa loftlaus dekk fyrir rafbíla. Markmiðið er að koma á markað loftlausum dekkjum úr 100% vistvænum efnum. Dekkjunum er ætlað að vera viðhaldslausum og koma á markað fyrir árið 2030. Bílar 10. nóvember 2021 07:00
Kaffi og grobbsögur það besta við Himnaríki Það er allur gangur á því hvenær og auðvitað hvort menn komast til himnaríkis, ef þeir á annað borð trúa á slíkt fyrirbæri. En á Siglufirði er að finna Himnaríki, sem er óneitanlega raunverulegt og það er opið hverjum þeim sem vill kíkja við í kaffi, laga bílinn sinn eða hreinlega spjalla um þjóðmálin. Lífið 9. nóvember 2021 07:00
Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. Bílar 8. nóvember 2021 07:00
BL frumsýnir MG Marvel R Electric MG Motor hefur kynnt nýtt flaggskip í flota sínum, hinn rúmgóða og framúrstefnulega rafjeppling MG Marvel R Electric, sem frumsýndur verður hjá BL við Sævarhöfða í dag laugardag, 6. nóvember, milli kl. 12 og 16. MG Marvel R Electric verður til að byrja með fáanlegur í tveimur útfærslum; Luxury 2WD sem hefur rúmlega 400 km drægni, og Performance 4WD sem hefur um 370 km drægni. Bílar 6. nóvember 2021 07:00
Hyundai með flestar nýskráningar í október Alls voru 122 Hyundai bifreiðar nýskráðar, það voru flestar nýskráningar allra framleiðenda. Toyota var í öðru sæti með 84 eintök nýskráð og Volvo í þriðja sæti með 71 eintak. Alls voru nýskráð 1020 ökutæki í október, þar af 788 fólksbifreiðar, samkvæmt opinberum tölum á vef Samgöngustofu. Bílar 5. nóvember 2021 07:00
Aldrei meiri umferð um Hringveginn Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í októbermánuði og jókst umferðin um nærri 32 prósent frá sama tíma í fyrra. Mesta aukningin var á Mýrdalssandi þar sem umferðin reyndist 251 prósent meiri en í fyrra. Innlent 4. nóvember 2021 08:31
Bílabúð Benna setur upp öflugastu bílahleðslustöð landsins Bílabúð Benna hefur sett upp öflugustu bílahleðslustöð landsins við gatnamót suðurlandsvegar og vesturlandsvegar að Krókhálsi 9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, vígði hleðslustöðina á föstudag. Bílar 3. nóvember 2021 07:01
Ford Mustang Mach-E fær fimm stjörnur hjá Euro NCAP Fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Ford, Ford Mustang Mach-E fékk hæstu einkunn eða fimm stjörnur í óháðu árekstrarprófunum, Euro NCAP og hann fékk hæstu einkunn í umhverfisprófunum, Green NCAP. Bílar 1. nóvember 2021 07:01
Kia EV6 Bíll ársins í Þýskalandi Hinn nýi rafbíll Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins 2022 í Premium flokki í Þýskalandi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum. Kia EV6 hafði betur í baráttu við Volkswagen ID4, Audi Q4 e-tron, Skoda Enyaq og Hyundai Ioniq 5 í Úrvalsflokknum. Bílar 30. október 2021 07:02
Telja blekkjandi að tala um tengitvinnbíla sem „nýorkubíla“ Íslensk stjórnvöld ættu að hætta að nota hugtakið nýorkubíla þar sem undir það falla bílar sem brenna bensíni- og olíu. Náttúruverndarsamtök Íslands telja hugtakið blekkjandi og að það hjálpi ekki til við orkuskipti. Innlent 29. október 2021 10:21
Rafjepplingurinn BMW iX frumsýndur BMW á Íslandi frumsýnir á morgun laugardag, milli kl. 12 og 16, nýtt flaggskip rafbíla þýska framleiðandans BMW Group þegar hulunni verður svipt af hinum fjórhjóladrifna og rúmgóða BMW iX, sem óhætt er að fullyrða að setji ný viðmið í flokki rafknúinna í jepplingaflokki (SUV). Bílar 29. október 2021 07:01
Ofurhleðslustöðvar Tesla ná allan hringinn Tesla hefur nú tryggt að hringvegurinn er fær þeim sem vilja notast við ofurhleðslustöðvar Tesla. Tesla opnaði nýlega stöðvar á Höfn og á Akureyri sem þýðir að Hringvegurinn er orðinn greiðfær, aldrei meira en 300 km. á milli ofurhleðslustöðva. Bílar 27. október 2021 07:00
Leitar réttar síns eftir að NS tók stöðu gegn Hróa hetti Forsvarsmaður Sparibíls fordæmir niðurstöðu Neytendastofu (NS) í máli bílasölunnar og sakar stofnunina um að ganga erinda samkeppnisaðilans. Stjórnendur hyggjast leita réttar síns og kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. Viðskipti innlent 26. október 2021 19:50
Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. Neytendur 26. október 2021 07:01
Audi bannaði Heklu að nota hugtökin „afsláttur“ eða „tilboð“ Hekla braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar bílaumboðið veitti villandi upplýsingar um verð á heimasíðu félagsins. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en málið varðar notkun á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi e-tron 50 og 55 bifreiðum. Viðskipti innlent 25. október 2021 23:24
Jamie Chadwick meistari í W Series í annað sinn Hin breska Jamie Chadwick vann W Series mótaröðina í annað sinn á COTA brautinni í Texas um helgina. Chadwick er þá orðin tvöfaldur meistari í mótaröð sem hefur bara farið fram tvisvar. Stóru liðin í Formúlu 1 hljóta að fara að veita henni meiri athygli. Bílar 25. október 2021 07:01
Úrslitin í W Series ráðast í Texas um helgina Ríkjandi meistari, Jamie Chadwick og Alice Powell eru líklegastar til að tryggja sér titilinn í W Series í Austin, Texas í Bandaríkjunum um helgina. Síðasta keppni tímabilsins er á dagskrá í kvöld. Bílar 24. október 2021 07:00
Rafael Nadal hvetur fólk til að eiga rafbíla Tennisleikarinn heimsþekkti Rafael Nadal hvetur fólk til að eignast rafbíla og keyra um á umhverfismildari hátt. Nadal fékk afhentan nýjan Kia EV6 rafbíl við hátíðlega athöfn í heimabæ tenniskappans í Manacor á Mallorca. Nadal mun nota bílinn á ferðalögum sínum og tenniskeppnum víða í Evrópu. Bílar 22. október 2021 07:00
Skortur á magnesíum mun líklegast hafa mikil áhrif á framleiðslu bíla Þegar þú sest upp í bílinn þinn að morgni til þá hugsar þú sennilega ekki um öll hráefnin sem notuð eru við framleiðslu bílsins. Þá sérstaklega málminn sem notuð er í undirvagn og byggingu bílsins. Mikill magnesíum skortur mun hugsanlega þvinga allar bílaverksmiðjur til að hætta framleiðslu fyrir lok árs, samkvæmt sérfræðingum. Bílar 20. október 2021 07:01
Rivian R1T er kominn í hendur kaupenda Framleiðsla á Rivian R1T, rafpallbílnum hófst í september, fyrstu bíalrnir rúlluðu út af færbandinu þann 14. september. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo bíla sem líklega eru á leið til viðskiptavina í Oklahoma. Bílar 18. október 2021 07:00
Formúlu 1 ökumaðurinn Daniel Ricciardo prófar NASCAR Daniel Ricciardo er frægur fyrir afrek sín á kappakstursbrautum í Formúlu 1 bíl og að gleyma aldrei góða skapinu heima. Hann gerir alla jafna veðmál við stjórnendur þeirra liða sem hann ekur fyrir. Nú er veðmálið um að fá að prófa NASCAR bíl sem Dale Earnhardt ók á sínum tíma. Hann er mikil hetja Ricciardo og ástæða þess að hann valdi sér keppnisnúmerið þrír. Bílar 17. október 2021 07:00
Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. Neytendur 15. október 2021 08:00
Mercedes-AMG One er loksins staðfestur á næsta ári Loksins hefur Mercedes-AMG staðfest að One, bíllinn er væntanlegur á næsta ári. Komu bílsins hefur ítrekað verið frestað en nú er hann stað. One er innblásinn af Formúlu 1 bíl Mercedes AMG liðsins, sem er eitt það sigursælasta í sögu Formúlu 1. Bílar 15. október 2021 07:00