Eintak af Tesla Cybertruck hefur verið smíðað Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. janúar 2022 07:01 Skjáskot úr myndbandinu, þar sem sjá má rúðuþurrkublaðið. Tesla hefur smíðað Cybertruck og allar efasemdaraddir þurfa því að draga í land um það að Cybertruck yrði aldrei smíðaður. Myndband af bílnum var birt á Youtube-rás Cybertruck eigendaklúbbsins. Drónamyndband frá því í desember sýnir einkar langt rúðuþurrkublað á því sem á að vera frumgerðareintak á myndbandinu. Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla hefur sagt að langa þurrkublaðið sé ekki eins og hann vilji hafa það og að hann vilji leita leiða til að geyma það í fram-skottinu (frunk-inu) þannig það sjáist ekki þegar það er ekki í notkun. Myndbandið frá Cybertruck eigendaklúbbnum má finna hér að neðan. Skýrt er tekið fram að ekki er endilega um endanlega útfærslu að ræða. Svo virðist sem lausn hafi ekki fundist sem gat virkað, það væri óheppilegt ef hólf fyrir þurrkublaðið í frunk-inu myndi frjósa fast eða bila og gera bílinn ónothæfan. Felgunum hefur verið breytt, þær eru ólíkar þeim sem voru á frumgerðinni, sem hafði stóra plasthjólkoppa. Þessar felgur virðast vera af Model 3 eða Model Y. Þá virðist sem Cybertruck hafi enga hurðarhandföng. Hann er hins vegar með hliðarspegla sem er breyting frá frumgerðinni. Þar koma reglugerðir til sögunnar sem gera kröfu um spegla. Hvort þeir þurfi að vera svona stórir er eitthvað sem verður ekki svarað hér. Cybertruck átti að skila sér til fyrstu kaupenda á þessu ári en hefur nú verið frestað til upphafs árs 2023. Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent
Drónamyndband frá því í desember sýnir einkar langt rúðuþurrkublað á því sem á að vera frumgerðareintak á myndbandinu. Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla hefur sagt að langa þurrkublaðið sé ekki eins og hann vilji hafa það og að hann vilji leita leiða til að geyma það í fram-skottinu (frunk-inu) þannig það sjáist ekki þegar það er ekki í notkun. Myndbandið frá Cybertruck eigendaklúbbnum má finna hér að neðan. Skýrt er tekið fram að ekki er endilega um endanlega útfærslu að ræða. Svo virðist sem lausn hafi ekki fundist sem gat virkað, það væri óheppilegt ef hólf fyrir þurrkublaðið í frunk-inu myndi frjósa fast eða bila og gera bílinn ónothæfan. Felgunum hefur verið breytt, þær eru ólíkar þeim sem voru á frumgerðinni, sem hafði stóra plasthjólkoppa. Þessar felgur virðast vera af Model 3 eða Model Y. Þá virðist sem Cybertruck hafi enga hurðarhandföng. Hann er hins vegar með hliðarspegla sem er breyting frá frumgerðinni. Þar koma reglugerðir til sögunnar sem gera kröfu um spegla. Hvort þeir þurfi að vera svona stórir er eitthvað sem verður ekki svarað hér. Cybertruck átti að skila sér til fyrstu kaupenda á þessu ári en hefur nú verið frestað til upphafs árs 2023.
Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent