Vinsældir Kia aukast enn í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. janúar 2022 07:00 Kia EV6, rafbíllinn frá Kia. Kia náði hæstu markaðshlutdeild sinni í Evrópu á síðasta ári eða 4,3%. Kia bætti þar með enn árangur sinn á evrópskum mörkuðum frá árinu áður en bílaframleiðandinn var með 3,5% markaðshlutdeild í Evrópu árið 2020. Kia seldi alls 502.677 nýja bíla í Evrópu á síðasta ári sem er aukning um 20,6% frá árinu áður. Þá segir enn fremur í fréttatilkynningu frá Öskju að Kia hafi selt alls 502.677 nýja bíla í Evrópu á síðasta ári sem er aukning um 20,6% frá árinu áður. Kia var mest selda bílamerkið í flokki fólksbíla árið 2021 á Íslandi samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Kia var með 1.826 nýskráða fólksbíla hér á landi á síðasta ári og með 14,3% hlutdeild. „Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir og sýnir að Kia er áfram í mikilli sókn á mörkuðum i Evrópu. Við hjá Öskju erum afar ánægð og stolt af þeim góða árangri sem Kia hefur náð hér á landi. Kia hefur komið með marga vel hannaða og góða bíla á síðustu misserum sem hafa náð miklum vinsældum. Það eru spennandi tímar framundan og ný módel að koma til okkar sem við höfum mikla trú á að verði vinsæl. Kia er einn af fremstu bílaframleiðendum í heimi þegar að kemur að úrvali rafmagns og tengiltvinnbíla og markaðurinn kallar mjög eftir þeim bílum í dag. Svo framtíðin er björt hjá Kia,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. „Þótt markaðurinn hafi ekki jafnað sig á faraldrinum hefur núverandi vandamál ekkert með skort á eftirspurn að gera, heldur skort á framboði,“ samkvæmt Felipe Munoz, greinandi hjá Jato Dynamics. „Þessi töf gæti haft tvær megin afleiðingar, í fyrsta lagi gætum við séð mikla uppsveiglu í nýskráningum á næsta ári, ef flöguskorturinn er ekki lengur vandamál. Í öðru lagi viðskiptavinir breyti kauphegðun sinni og velji að eiga bíla sína lengur,“ bætti Felipe Munoz við í samtali við Autocar. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Þá segir enn fremur í fréttatilkynningu frá Öskju að Kia hafi selt alls 502.677 nýja bíla í Evrópu á síðasta ári sem er aukning um 20,6% frá árinu áður. Kia var mest selda bílamerkið í flokki fólksbíla árið 2021 á Íslandi samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Kia var með 1.826 nýskráða fólksbíla hér á landi á síðasta ári og með 14,3% hlutdeild. „Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir og sýnir að Kia er áfram í mikilli sókn á mörkuðum i Evrópu. Við hjá Öskju erum afar ánægð og stolt af þeim góða árangri sem Kia hefur náð hér á landi. Kia hefur komið með marga vel hannaða og góða bíla á síðustu misserum sem hafa náð miklum vinsældum. Það eru spennandi tímar framundan og ný módel að koma til okkar sem við höfum mikla trú á að verði vinsæl. Kia er einn af fremstu bílaframleiðendum í heimi þegar að kemur að úrvali rafmagns og tengiltvinnbíla og markaðurinn kallar mjög eftir þeim bílum í dag. Svo framtíðin er björt hjá Kia,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. „Þótt markaðurinn hafi ekki jafnað sig á faraldrinum hefur núverandi vandamál ekkert með skort á eftirspurn að gera, heldur skort á framboði,“ samkvæmt Felipe Munoz, greinandi hjá Jato Dynamics. „Þessi töf gæti haft tvær megin afleiðingar, í fyrsta lagi gætum við séð mikla uppsveiglu í nýskráningum á næsta ári, ef flöguskorturinn er ekki lengur vandamál. Í öðru lagi viðskiptavinir breyti kauphegðun sinni og velji að eiga bíla sína lengur,“ bætti Felipe Munoz við í samtali við Autocar.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent