Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. desember 2021 07:00 Tengiltvinnbílum (e. Plug-in-Hybrid) var spáð miklum vinsældum á Norðurlöndum. Þeir nýtast þar sem lengra er á milli hleðslustöðva. vísir/epa Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. Eftir áramót lækka VSK-ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla um helming, úr 960 þúsund krónum í 480 þúsund krónur. Þær verða svo endanlega afmáðar þegar 15 þúsund tengiltvinnbílar eru komnir á götuna, sem líklega verður á fyrri hluta næsta árs. Þeir voru 13.226 þann 7. desember. Áfram verða í gildi ívilnanir fyrir hreina rafbíla og byggir sú nálgun meðal annars á reynslu Norðmanna þegar kemur að innleiðingu orkuskipta í samgöngum. Hreinir rafbílar hafa einungis notið ívilnana í Noregi og hefur þeim gengið best allra þjóða við rafvæðingu bílaflotans. Fjármála- og efnahagsráðuneytið féllst ekki á sameiginlegar tillögur Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins. Samtökin sendu sameiginlega umsögn Þá segir í minnisblaðinu að „Með því að ívilna einungis hreinum rafmagnsbílum verða þeir mun hagkvæmari kostur fyrir þá sem vilja fara í orkuskipti. Samhljómur er um það meðal framleiðanda og annarra fagaðila að hreinorkubílar séu varanleg lausn og tengiltvinnbílar séu tímabundin lausn. Á heimsvísu eru tvöfalt fleiri nýir rafmagnsbílar að koma á markað en tengiltvinnbílar og áhersla bílaframleiðenda er á rafmagnsbíla. Gera má ráð fyrir að rafmagnsbílar verði æ samkeppnishæfari í úrvali og verði og VSK-ívilnunin mun styðja það enn frekar að hreinn rafmagnsbíll verði fyrir valinu. Tækni bílaframleiðanda, framboð, úrval og verð vistvænna bíla og viðhorf almennings eru allt þættir sem hafa breyst hratt á sl. tveimur árum.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla eru áætlaðar 3,5 milljarðar króna í ár. Tekjutap ríkisins vegna ívilnananna er samkvæmt minnisblaðinu „ígildi fórnaðra möguleika á að veita framlög til annarra aðgerða að sama markmiði, svo sem til hleðsluinnviða, rafvæðingar hafna eða annars.“ „Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að framlenging á VSK-ívilnun tengiltvinnbíla yrði ekki kostnaðarskilvirk aðgerð í loftslagsmálum. Í hið minnsta ætti ekki að gera slíka lagabreytingu án fullnægjandi endurmats á stöðunni, valkostum, árangri og kostnaði,“ segir enn frekar í minnisblaðinu. Hæst er hlutfall rafmagns- og tengiltvinnbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi eða um 16% á meðan á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 11% og á landsbyggðinni 5%. Skattar og tollar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Eftir áramót lækka VSK-ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla um helming, úr 960 þúsund krónum í 480 þúsund krónur. Þær verða svo endanlega afmáðar þegar 15 þúsund tengiltvinnbílar eru komnir á götuna, sem líklega verður á fyrri hluta næsta árs. Þeir voru 13.226 þann 7. desember. Áfram verða í gildi ívilnanir fyrir hreina rafbíla og byggir sú nálgun meðal annars á reynslu Norðmanna þegar kemur að innleiðingu orkuskipta í samgöngum. Hreinir rafbílar hafa einungis notið ívilnana í Noregi og hefur þeim gengið best allra þjóða við rafvæðingu bílaflotans. Fjármála- og efnahagsráðuneytið féllst ekki á sameiginlegar tillögur Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins. Samtökin sendu sameiginlega umsögn Þá segir í minnisblaðinu að „Með því að ívilna einungis hreinum rafmagnsbílum verða þeir mun hagkvæmari kostur fyrir þá sem vilja fara í orkuskipti. Samhljómur er um það meðal framleiðanda og annarra fagaðila að hreinorkubílar séu varanleg lausn og tengiltvinnbílar séu tímabundin lausn. Á heimsvísu eru tvöfalt fleiri nýir rafmagnsbílar að koma á markað en tengiltvinnbílar og áhersla bílaframleiðenda er á rafmagnsbíla. Gera má ráð fyrir að rafmagnsbílar verði æ samkeppnishæfari í úrvali og verði og VSK-ívilnunin mun styðja það enn frekar að hreinn rafmagnsbíll verði fyrir valinu. Tækni bílaframleiðanda, framboð, úrval og verð vistvænna bíla og viðhorf almennings eru allt þættir sem hafa breyst hratt á sl. tveimur árum.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla eru áætlaðar 3,5 milljarðar króna í ár. Tekjutap ríkisins vegna ívilnananna er samkvæmt minnisblaðinu „ígildi fórnaðra möguleika á að veita framlög til annarra aðgerða að sama markmiði, svo sem til hleðsluinnviða, rafvæðingar hafna eða annars.“ „Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að framlenging á VSK-ívilnun tengiltvinnbíla yrði ekki kostnaðarskilvirk aðgerð í loftslagsmálum. Í hið minnsta ætti ekki að gera slíka lagabreytingu án fullnægjandi endurmats á stöðunni, valkostum, árangri og kostnaði,“ segir enn frekar í minnisblaðinu. Hæst er hlutfall rafmagns- og tengiltvinnbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi eða um 16% á meðan á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 11% og á landsbyggðinni 5%.
Skattar og tollar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent