Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    FH burstaði ÍBV aftur - Guðrún Jóna byrjar vel

    FH vann óvæntan 3-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld þegar liðin mættust í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna. ÍBV var tveimur sætum og átta stigum á undan FH fyrir leikinn en það hentar greinilega FH-stelpum vel að mæta Eyjaliðinu því FH vann fyrri leikinn 4-1.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Harpa tryggði Stjörnunni mikilvægan sigur

    Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Íslandsmeisturum Stjörnunnar þrjú mikilvæg stig í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna í kvöld þegar hún skoraði sigurmarkið á móti Fylki átta mínútum fyrir leikslok. Stjarnan vann leikinn 3-2 og er því eins og Breiðablik fimm stigum á eftir toppliði Þór/KA.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Garðar Gunnlaugsson: Gulur og graður

    Stuðningsmannafélag ÍA hefur vakið athygli fyrir skemmtileg myndbönd þar sem núverandi og fyrrverandi leikmenn liðsins eru teknir tali. Í nýjasta þættinum af Návígi bregður Garðar Gunnlaugsson, framherji Skagamanna, á leik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Björn Kristinn: Stressið í síðari hálfleik varð of mikið

    "Við skoruðum vissulega í blálokin en áttum níu dauðafæri í fyrri hálfleik, fjórum sinnum einn á móti markverði. Þær áttu eina sókn í fyrri hálfleik, komust einu sinni fram yfir miðju," sagði Björn Kristinn Björnsson þjálfari Selfyssinga að loknu 1-1 jafntefli liðsins gegn KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Katrín Ýr tryggði Selfyssingum stig

    KR-ingar voru sekúndum frá því að landa sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild kvenna er liðið fékk Selfoss í heimsókn í kvöld. Katrín Ýr Friðgeirsdóttir jafnaði metin fyrir gestina í viðbótartíma.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Árni: Ég harma það að missa Helenu

    Helena Ólafsdóttir hætti með FH þrátt fyrir ósk FH-inga um að hún héldi áfram starfi sínu hjá félaginu. Þetta staðfesti Árni Guðmundsson, formaður rekstrarstjórnar meistaraflokks kvenna hjá FH, í samtali við Vísi í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Helena Ólafsdóttir hætt hjá FH

    Helena Ólafsdóttir er hætt þjálfun meistaraflokksliðs kvenna í knattspyrnu hjá FH. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu hennar og meistaraflokksráðs Fimleikafélagsins sem birt var á heimasíðu félagsins í dag.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hlynur: Það þorir ekkert lið að spila fótbolta gegn okkur

    "Við erum svekkt með að vera dottinn út úr þessari skemmtilegu keppni en ég held að við höfum gefið Stjörnunni frábæran leik. Við göngum þannig séð sátt frá þessum leik. Við spiluðum virkilega vel og erum ofan á allan leikinn. Við gleymum okkur í tvö skipti í fyrri hálfleik þar sem Stjarnan refsar okkur vel og það eru góð lið sem þurfa ekki fleiri færi en þetta til að klára leiki. Markið sem þær skora í seinni hálfleik er einstakt,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Stjörnunni í Borgunarbikarnum í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-3 | Valur og KR líka áfram

    Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunar bikarsins með góðum 3-1 sigri á Breiðabliki á útivelli í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta markið en Stjarnan var mun beinskeyttari í leik sínum og eftir að liðið skoraði tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi.

    Íslenski boltinn