Íslenski boltinn

Harpa með fernu og Stjörnukonur með tólf stiga forskot - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir fagnar hér í kvöld.
Harpa Þorsteinsdóttir fagnar hér í kvöld. Mynd/Daníel
Stjarnan er komið með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 stórsigur á HK/Víkingi á Víkingsvellinum í kvöld. Jafntefli Vals og Þór/KA fyrr í kvöld og þessi góði útisigur sér til þess að Garðabæjarliðið er komið með tólf stiga forskot á toppi deildarinnar.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Víkingsvellinum í kvöld og það er hægt að sjá myndir hans hér fyrir ofan.

Stjarnan er búið að vinna alla þrettán deildarleiki sína á tímabilinu og alla leikina í sumar í deild og bikar sem Harpa Þorsteinsdóttir hefur spilað. Harpa skoraði fjögur mörk í leiknum í kvöld og er þar með kominn með tuttugu deildarmörk á tímabilinu.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta markið á 38. mínútu og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir bætti svo við öðru marki á 45. mínútu. Stjarnan var því 2-0 yfir í hálfleik.

Harpa skoraði svo þrennu í seinni hálfleiknum en mörkin hennar komu á 58., 76. og 88 mínútu. Harpa er nú með átta marka forskot í baráttunni um markadrottningartitilinn í Pepsi-deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×