Íslenski boltinn

Skorar bara með langskotum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigrún Inga Ólafsdóttir.
Sigrún Inga Ólafsdóttir. Mynd/Heimasíða KR
Sigrún Inga Ólafsdóttir, leikmaður kvennaliðs KR í knattspyrnu, skoraði eitt marka Vesturbæjarliðsins í 8-0 útisigri á Keflavík í 10. umferð 1. deildar kvenna á dögunum.

Sigrún Inga hefur skorað tíu mörk í 58 leikjum með meistaraflokki gegn KR. Ótrúleg er sú staðreynd að öll mörk Sigrúnar hafa komið með skotum fyrir utan vítateig.

Á heimasíðu KR-inga hefur verið tekin saman listi yfir mörkin sem Sigrún Inga hefur skorað með KR eftir vistaskiptin frá Breiðabliki árið 2011.

1. Þróttur - KR, 31. maí 2011, í Pepsi-deildinni. Skot úr frísparki af miðjum vallarhelmingi Þróttar.

2. KR - Þróttur, 4. ágúst 2011, í Pepsi-deildinni. Skot úr frísparki af miðjum vallarhelmingi Þróttar.

3. Fram - KR, 14. febrúar 2013, á Reykjavíkurmótinu. Langskot af um 25 metra færi.

4. Afturelding - KR, 14. apríl 2013, í Lengjubikarnum. Skot úr frísparki af um 25 metra færi.

5. KR - HK/Víkingur, 20. apríl 2013, í Lengjubikarnum. Skot úr frísparki við vítateiginn.

6. KR - Sindri, 8. júní 2013, í 1. deild. Skot úr frísparki við vítateiginn.

7. KR - Sindri, 8. júní 2013, í 1. deild. Langskot af rúmlega 20 metra færi.

8. Fjarðabyggð - KR, 22. júní 2013, í 1. deild. Langskot af rúmlega 20 metra færi.

9. KR - Völsungur, 19. júlí 2013, í 1. deild. Langskot af um 25 metra færi í slá og inn.

10. Keflavík - KR, 31. júlí 2013, í 1. deild. Langskot af um 35 metra færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×