Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Desibeladurgur

Jólasveinar koma til byggða um helgina. Svona opinberlega. Óopinberlega eru þeir búnir að vera á stjái

Bakþankar
Fréttamynd

Jólagleði eða jólakvíði?

Það er dásamlegt að geta hlakkað til, að þora að hlakka til, því tilhlökkun fylgir alltaf áhættan á vonbrigðum. Það er sjálf hugmyndin með lífinu að

Bakþankar
Fréttamynd

Arðrænandi launþegar

„Bankageirinn er eins og lifrin,“ sagði ungur, prúðbúinn maður sem stóð við hliðina á mér við barinn á samkundu í Lundúnum nýverið. Þrátt fyrir litla þekkingu á bæði bankastarfsemi og líffræði – og enn minni áhuga – gat ég ekki látið hjá líða að krefja manninn skýringar á óvenjulegri samlíkingunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Jólafríið fyrir jól

Jólin koma eftir átján daga. Aðfangadag ber upp á föstudag þetta árið svo þau verða stutt, ekki nema rétt helgin. Einhverjir hafa haft orð á því að allt umstangið í aðdraganda jólanna fari hálfpartinn fyrir lítið, þetta verði ekki neitt neitt.

Bakþankar
Fréttamynd

Við erum dauðadæmd

Vísindamenn Nasa hafa fundið áður óþekkta örveru og halda vart vatni yfir uppgötvuninni, enda um nýtt líf að ræða.

Bakþankar
Fréttamynd

Stafkarl

Í glænýrri bók setur útlitsráðgjafinn Karl Berndsen fram bókstafina V, A, X og I til að sýna konum hvernig þær eiga að klæða sig. Samkvæmt Karli eru konur með vaxtarlag í anda V-sins,

Bakþankar
Fréttamynd

Skólinn kennir á lífið

Nú heldur áfram umræðan um tillögugerð mannréttindaráðs borgarinnar varðandi samstarf kirkju og skóla og það hefur mikið að segja að jákvæður farvegur finnist í þessu máli.

Skoðun
Fréttamynd

El clásico

Ég virðist ekkert hafa lært eftir allar þessar bandarísku bíómyndir sem ég hef séð í gegnum tíðina. Mér var þetta ljóst síðasta mánudagskvöld þegar ég var að horfa á El clasico með arabískum félögum mínum á krá nokkurri í bænum Priego de Córdoba á suður Spáni.

Bakþankar
Fréttamynd

Snú, snú

Snýrðu aftur eða fram? Snýrðu baki og bossa í framtíðina? Fólk, sem hefur lent í lífsháska eða upplifað eitthvað sérstakt, nær stundum ekki að sleppa og halda lífinu áfram. Það er klossfast í fortíð og ferðafélagar þess eru bakþankar, eftirsjá og líka kvíði. Ætlum við að ganga afturábak inn í framtíðina eða í manndómi okkar að snúa okkur og opna fyrir nýja möguleika?

Bakþankar
Fréttamynd

Sama draugasagan

Níundi áratugurinn, sumarbústaður á Norðurlandi, fimm manna fjölskylda og undarlegt lesefni í boði stéttarfélagsins. Ein bók þar á meðal sem var legið yfir langt fram eftir nóttu. Edgar Cayce og dálestrar hans um fyrri líf.

Bakþankar
Fréttamynd

Træbalismi eða jafnrétti

Mér finnst eins og það sé dálítið á reiki um hvað er verið að kjósa í dag. Jú, það er verið að velja einstaklinga á stjórnlagaþing, samkomu sem á að gera drög að nýrri stjórnarskrá undir handleiðslu sérfræðinga á því sviði, samkvæmt niðurstöðum þjóðfundar í von um að Alþingi samþykki hana. Já, þetta er svona einfalt. Stjórnlagaþing er í raun nefnd sem nýtur leiðsagnar við

Bakþankar
Fréttamynd

Annað herbergi í sama húsi

Um helgina horfði ég á son minn spila fótbolta í Keflavík. Að mótinu loknu þurftum við að endasendast í Vesturbæinn. Ferðin tók 42 mínútur á löglegum hámarkshraða. Í kjölfarið fór ég að hugsa: til hvers í ósköpunum erum við með flugvöll í Reykjavík þegar það er annar flugvöllur í 40 mínútna fjarlægð?

Bakþankar
Fréttamynd

Ef Jón Gnarr væri kona

Stundum er sem kona megi vart hripa skoðun sína niður á blað án þess að vera sökuð um að vera skrækróma. Fjölmiðlagúrúinn Óli Tynes afskrifaði gagnrýnendur Gillzenegger, meðhöfundar símaskrárinnar, af einstakri rökfestu á dögunum með því að kalla þá skræka dólgfemínista.

Bakþankar
Fréttamynd

Málfarsfasisminn

Það er fátt í þessum heimi sem fer meira í taugarnar á mér en vitlaus stafsetning og rangt málfar. Ég geri mér grein fyrir því að með því að játa þetta opna ég í fyrsta lagi fyrir það að fólk eins og ég muni grandskoða þennan pistil í leit að villum og í öðru lagi að ég hljóma alveg hreint ótrúlega leiðinleg í eyrum þeirra sem ekki falla í umræddan hóp.

Bakþankar
Fréttamynd

Gjafmildi

Gjafmildi hlýtur að vera eitt fallegasta orð í íslenskri tungu og við Íslendingar getum svo sannarlega verið gjafmildir. Við seilumst ofan í vasa okkar þegar seldir eru björgunarsveitarkallar eða SÁÁ-álfar.

Bakþankar
Fréttamynd

Tíminn líður hraðar

Hérna er verðugt verkefni fyrir stjarneðlisfræðinga, eða annað fólk sem er gáfaðara en ég: Notið menntun, útsjónarsemi og hæfileika ykkar í flóknum útreikningum til að sanna að tíminn líður hraðar í dag en áður. Í alvöru talað, þetta er hætt að vera fyndið.

Bakþankar
Fréttamynd

Leikskólinn okkar

Þegar við stóðum frammi fyrir því fjölskyldan að sækja um leikskóla í fyrsta sinn ákváðum við að gera könnun á ánægju foreldra með leikskóla almennt. Fyrr en varði stóð ég í stórum hópi foreldra sem ræddu leikskóla barnanna sinna fram og aftur og töldu upp kosti og galla hvers skóla fyrir sig. Gallarnir voru reyndar hverfandi og í raun voru þetta hálfgerðar söluræður þar sem foreldrin reyndu hvert um annað þvert að sannfæra mig um að mínu barni væri best borgið á leikskólanum þar sem þeirra börn voru.

Bakþankar
Fréttamynd

Nú bara verðum við!

Ég hitti góða vinkonu á kaffihúsi um daginn sem ég hafði ekki séð mánuðum saman. Þrátt fyrir að við búum báðar hér í borg höfðu samskipti okkar undanfarna mánuði einskorðast við stutt skilaboð á Fésbókinni, yfirleitt á þá leið að þetta gengi nú ekki lengur, nú bara yrðum við að fara að hittast. Næsta sunnudag, eitthvert kvöldið í vikunni, eftir vinnu á föstudaginn!

Bakþankar
Fréttamynd

Hnútarnir hans Jóns Gnarr

Hvert sem komið er liggur krafan í loftinu um að menn hegði sér nákvæmlega eins og náunginn. Sífellt færri hafa svo sterka hnjáliði að þeir kikni ekki undan þessari kröfu.

Bakþankar
Fréttamynd

Skilja strax?

Ég vil skilja – sem fyrst“ hljómar í símanum. „Hvenær fæ ég tíma?“ Svo kemur parið á prestsskrifstofuna til að ræða samskipti og sáttahorfur. Ef ágreiningur er mikill og bæði vilja skilja er talað um hagsmuni barna parsins, umgengni, samskiptahætti, eignaskipti og fjölda atriða til að allt verði skýrt. Þegar skilnaðarasi er mikill og andúð kyndir undir fer oftar en ekki illa. Skemmtilegir skilnaðir eru fátíðir. Oftast eru þeir dapurlegir og í einstaka tilvikum hræðilegir. En áfall og kreppu má nýta til góðs. Skilnaðir geta bætt líf heimilismanna þegar mál eru unnin með hagsmuni allra að leiðarljósi. Þetta eru gæðaskilnaðir.

Bakþankar
Fréttamynd

Hljóðlátur aumur api

Aumar skemmtanir halda gjarnan fyrir mér vöku. Í þeim gírnum eigra ég til að mynda um Barnaland, les þar hvernig mála megi bolla, skoða myndir af hundi sem fannst í Norðlingaholti, hvernig beygja eigi nafnið Hervör og fer yfir leiðbeiningar um lifrarpylsusuðu. Það finnst mér gaman.

Bakþankar
Fréttamynd

Gestaleikari í aðalhlutverki

Úr háborg tískunnar: Tískuhús koma og hverfa stundum eins og dögg fyrir sólu. Önnur lifa sína gullöld en hverfa svo smám saman af yfirborði jarðar. En í tískuheiminum þekkist það sömuleiðis að eiga sér glæsilega endurkomu og annað líf.

Bakþankar
Fréttamynd

Gnarrzenegger

Eitt af öndvegisverkum kvikmyndasögunnar komst óvænt í Kastljósið á mánudagskvöld, þegar Jón Gnarr líkti sér við óvættinn úr kvikmyndinni Pretador. Della, sagði Brynja Þorgeirsdóttir, en dokum við – þegar betur er að gáð reynist þessi líking hafa heilmikið kjöt á beinunum. Fyrir utan það að borgarstjórinn misskilur hlutverk sitt innan hennar.

Bakþankar
Fréttamynd

N1 bjargar jólunum

Þegar forstjóri olíurisans N1 lýsti því yfir á dögunum að íslenski bókamarkaðurinn væri staðnaður fór um okkur sem gutlum við fagið skjálfti svo ryklagið á herðunum þyrlaðist upp og köngulóarvefirnir í handarkrikunum gengu í bylgjum.

Bakþankar
Fréttamynd

Gildin okkar

Það er afskaplega auðvelt að hæðast að fyrirbærum eins og þjóðfundi, þar sem 1000 manns koma saman og niðurstaðan verður afskaplega almenn.

Bakþankar
Fréttamynd

Barnabækur fyrir bókabörn

Fyrir ári heyrði ég einn stjórnenda menningarþáttarins Víðsjár á Rás 1 hafa á orði að það væri erfitt að gagnrýna barnabækur því þær væru fyrir svo „afmarkaðan hóp“. Barnabækur eru merkilegt nokk ekki gagnrýndar í Víðsjá en þó eru barnaleikrit tekin þar fyrir eins og ekkert sé – svona eins og barnaleikrit séu fyrir óafmarkaðri hóp en barnabækur. Þetta þýðir að leikritið um Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur var gagnrýnt í Víðsjá en ekki bækurnar um þetta vinsæla stelpuskott.

Bakþankar