Skólinn kennir á lífið Bjarni Karlsson skrifar 2. desember 2010 00:01 Nú heldur áfram umræðan um tillögugerð mannréttindaráðs borgarinnar varðandi samstarf kirkju og skóla og það hefur mikið að segja að jákvæður farvegur finnist í þessu máli. Við viljum öll að leik- og grunnskóli sé öruggur og uppbyggilegur vettvangur sem miðli því helsta og besta sem samfélagið hefur að færa börnum á hverjum tíma. Þar viljum við að góðum siðgildum sé haldið á lofti og að börnin þjálfist í almennri lífsleikni um leið og vitsmunaleg og tæknileg færni þeirra fær ákjósanleg vaxtarskilyrði. Þá er mikilvægt fyrir hvern skóla og foreldrasamfélag að eiga trausta bandamenn í nærumhverfi sínu, því hér gildir hið fornkveðna að það þarf þorp til þess að ala upp barn. Fjölbreytt þekking og félagsleg kunnátta vex af kynnum við margt fólk og okkur ber að tryggja að skólinn sé slíkt mannlífstorg sem miðli breiðri þekkingu. Við viljum glæða forvitni hinna ungu en kenna þeim varkárni. Við viljum að þau séu markviss í eigin lífi en taki jafnframt tilliti til annarra. Og við viljum að þau verði sjálfstæðar siðverur og kunni fótum sínum forráð í fjölbreyttum heimi þar sem allt virðist falt og flest hægt. Af þessum ástæðum þykir foreldrum og kennurum almennt mikilvægt að börn njóti þjónustu stofnana og félagasamtaka sem bjóða upp á fjölbreytta þroskamöguleika í tómstundum. Listnám, íþróttir, útivist, kirkjustarf, skátar o.m.fl. kemur þar við sögu en forsenda samstarfsins er þó ætíð ein; trúnaður. Foreldra- og skólasamfélagið verður að sjá verðugan bandamann í félagi sem býður barni upp á tómstundaiðkun og það verður að mega treysta því að þar fari ekkert fram sem ögri heill barnsins. Því er jákvætt að mannréttindaráð borgarinnar setji rammaviðmið um samskipti félaga og stofnana við skólasamfélagið, en það þarf að gæta þess að þeir rammar séu raunhæfir og beri ekki með sér neitt annað en umhyggju fyrir uppeldisaðstæðum barna. Ósættið sem nú ríkir um tillögur mannréttindaráðs er til komið vegna þess að margir þykjast greina þar andúð á milli lína. Mörgum finnst stafa þótti gagnvart kirkju og trú af tillögunum. Ég tek undir þá skoðun og álít ekki gott að yfirvöld noti andúð eða beiti þótta. Nú ríður á að við byggjum upp gagnsætt og merkingarbært samfélag þar sem eining ríkir í fjölbreytileikanum. Við þurfum að þróa með okkur þjóðfélag sem er siðferðislega vakandi, sveigjanlegt og stefnufast í senn. Við þurfum að rifja upp og rækta þau siðgildi sem við viljum hafa í heiðri og til þess notum við almannarýmið. Siður samfélagsins er ekki einkamál heimilisins heldur vex hann fram í gagnvirkum tengslum heimilis, skóla og allra annarra stofnana. Sjálfur er ég sóknarprestur og sit jafnframt í velferðarráði Reykjavíkur fyrir hönd Samfylkingarinnar, svo að málið er mér skyldara en ella. Og þar sem ég hef lýst mig vanhæfan til að fjalla um þetta mál í velferðarráði, því ég vil ekki að umsögn þess verði skýrð með veru minni, þá ætla ég hér að hvetja samherja mína í mannréttindaráði til að endurskoða tillögur sínar í anda jafnræðis og snúa þeim jafnt að öllum félögum og stofnunum sem víkja vilja góðu að börnum og unglingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú heldur áfram umræðan um tillögugerð mannréttindaráðs borgarinnar varðandi samstarf kirkju og skóla og það hefur mikið að segja að jákvæður farvegur finnist í þessu máli. Við viljum öll að leik- og grunnskóli sé öruggur og uppbyggilegur vettvangur sem miðli því helsta og besta sem samfélagið hefur að færa börnum á hverjum tíma. Þar viljum við að góðum siðgildum sé haldið á lofti og að börnin þjálfist í almennri lífsleikni um leið og vitsmunaleg og tæknileg færni þeirra fær ákjósanleg vaxtarskilyrði. Þá er mikilvægt fyrir hvern skóla og foreldrasamfélag að eiga trausta bandamenn í nærumhverfi sínu, því hér gildir hið fornkveðna að það þarf þorp til þess að ala upp barn. Fjölbreytt þekking og félagsleg kunnátta vex af kynnum við margt fólk og okkur ber að tryggja að skólinn sé slíkt mannlífstorg sem miðli breiðri þekkingu. Við viljum glæða forvitni hinna ungu en kenna þeim varkárni. Við viljum að þau séu markviss í eigin lífi en taki jafnframt tilliti til annarra. Og við viljum að þau verði sjálfstæðar siðverur og kunni fótum sínum forráð í fjölbreyttum heimi þar sem allt virðist falt og flest hægt. Af þessum ástæðum þykir foreldrum og kennurum almennt mikilvægt að börn njóti þjónustu stofnana og félagasamtaka sem bjóða upp á fjölbreytta þroskamöguleika í tómstundum. Listnám, íþróttir, útivist, kirkjustarf, skátar o.m.fl. kemur þar við sögu en forsenda samstarfsins er þó ætíð ein; trúnaður. Foreldra- og skólasamfélagið verður að sjá verðugan bandamann í félagi sem býður barni upp á tómstundaiðkun og það verður að mega treysta því að þar fari ekkert fram sem ögri heill barnsins. Því er jákvætt að mannréttindaráð borgarinnar setji rammaviðmið um samskipti félaga og stofnana við skólasamfélagið, en það þarf að gæta þess að þeir rammar séu raunhæfir og beri ekki með sér neitt annað en umhyggju fyrir uppeldisaðstæðum barna. Ósættið sem nú ríkir um tillögur mannréttindaráðs er til komið vegna þess að margir þykjast greina þar andúð á milli lína. Mörgum finnst stafa þótti gagnvart kirkju og trú af tillögunum. Ég tek undir þá skoðun og álít ekki gott að yfirvöld noti andúð eða beiti þótta. Nú ríður á að við byggjum upp gagnsætt og merkingarbært samfélag þar sem eining ríkir í fjölbreytileikanum. Við þurfum að þróa með okkur þjóðfélag sem er siðferðislega vakandi, sveigjanlegt og stefnufast í senn. Við þurfum að rifja upp og rækta þau siðgildi sem við viljum hafa í heiðri og til þess notum við almannarýmið. Siður samfélagsins er ekki einkamál heimilisins heldur vex hann fram í gagnvirkum tengslum heimilis, skóla og allra annarra stofnana. Sjálfur er ég sóknarprestur og sit jafnframt í velferðarráði Reykjavíkur fyrir hönd Samfylkingarinnar, svo að málið er mér skyldara en ella. Og þar sem ég hef lýst mig vanhæfan til að fjalla um þetta mál í velferðarráði, því ég vil ekki að umsögn þess verði skýrð með veru minni, þá ætla ég hér að hvetja samherja mína í mannréttindaráði til að endurskoða tillögur sínar í anda jafnræðis og snúa þeim jafnt að öllum félögum og stofnunum sem víkja vilja góðu að börnum og unglingum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun