Meistaradeildin - Slaktaumatölt og flugskeið

Samantekt frá lokakvöldi Meistaradeildar í hestaíþróttum. Árni Björn Pálsson afreksknapi fór með sigur af hólmi í Meistaradeild í hestaíþróttum 2015. Hann var jafnframt kjörinn fagmannlegasti knapinn. Stigahæst í liðakeppninni varð lið Lýsis/Oddhóls/Þjóðolfshaga sem átti snarpan lokasprett, m.a. annars landaði Lena Zielinski sigri í keppni í slaktaumatölti á glæsihryssunni Melkorku frá Hárlaugsstöðum. Lið Auðsholtshjáleigu var valið skemmtilegasta liðið og brostu liðsmenn sínu breiðasta á lokamótinu, ekki síst Bjarni Bjarnason sem var fljótastur í flugskeiðinu á hinni hraðskreiðu Heru frá Þóroddsstöðum.

3388
19:14

Vinsælt í flokknum Hestar