Meistaradeildin - Skeiðgreinar - Fall er fararheill

Úrslit urðu óvænt í móti í skeiðgreinum í Meistaradeildinni í hestaíþróttum sem fram fór í Víðidalnum um liðna helgi. Þegar íslandsmeistarinn í 150 m skeiði, Teitur Árnason, ætlaði að leggja allt undir í síðari spretti, rann hestur hans, Tumi frá Borgarhóli, í startbásnum og datt. Var draumurinn um gull í greininni þar með úti, því Sigurbjörn Bárðarson á Fróða frá Laugabóli hafði þá þegar farið 150 metrana á 14,70 sekúndum sem reyndist vera besti tíminn. Hér má sjá spretti knapanna sem voru í þremur efstu sætum í 150 m skeiði og gæðingaskeiði, og byltuna afdrifaríku.

3142
06:52

Vinsælt í flokknum Hestar