Samantekt - „Tók sjálfan mig í gegn“ - fjórgangur

Sérlega glæsilegar sýningar og gríðarlega öfluga hesta mátti sjá í fjórgangskeppninni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum sem markaði upphafið að keppnistímabilinu 2014. Allir hestarnir í B-úrslitunum hefðu á venjulegum degi verið fullboðlegir í A-úrslitum. Það var mál manna að gríðarlega sterkir hestar hefðu mætt til leiks, knaparnir vel undirbúnir og fagmennskan í fyrirrúmi. A-úrslitin voru spennandi, en nokkuð ljóst frá upphafi að baráttan yrði milli Ólafs Ásgeirssonar á Hugleiki frá Galtanesi, Olil Amble á Fálmari frá Ketilsstöðum og sigurvegara fjórgangsins frá því í fyrra Eyjólfs Þorsteinssonar á Hlekki frá Þingnesi. Ólafur Ásgeirsson og Hugleikur frá Galtanesi áttu hug áhorfenda og dómara og fóru með sigur af hólmi í fjórgangi eftir spennandi keppni. „Ég tók sjálfan mig í gegn, konan sendi mig í ræktina,“ sagði Ólafur eftir að úrslitin lágu fyrir. Meðfylgjandi er samantekt og spjall í myndveri við tvo efstu knapana.

3067
36:23

Vinsælt í flokknum Hestar