Drepur snjallsíminn íslenskuna?
Númi og Jökull eru 9 og 10 ára íslenskir drengir, áhugamenn um tölvuleiki sem aldrei hafa búið í enskumælandi löndum. Þeir tala að miklu leyti saman á ensku. Brestateymið fylgdist þeim félögum og fleirum af æsku landsins sem nota ensku mikið í daglegum samskiptum. Þegar Lóa Pind fór að rýna svo betur í stöðu tungunnar kom í ljós að ýmsir telja að íslenskan geti verið í háska eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Þannig segir hópur um 200 evrópskra sérfræðinga, sem greint hafa stöðu 30 Evrópumála: Íslenska er í næstmestri útrýmingarhættu í stafrænum heimi, á eftir maltnesku. Því talandi tæki, og tækni sem greinir tal, eru þegar orðin hluti af veruleika okkar. En tækin skilja fæst íslensku, og Youtube skilur ekki einu sinni ensku með íslenskum hreim. Eins og kemur berlega í ljós í myndskeiðinu með fréttinni.