Palli eftir Eurovision úrslitin
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari var einn af þeim sem sá um að kynna Eurovision úrslitakeppnina í gærkvöldi þegar lagið Aftur heim eftir Sigurjón Brink og Þórunni Clausen eiginkonu hans sigraði. Í myndskeiðinu má sjá þegar spjallað var stuttlega við Palla á milli þess sem hann óskaði flytjendum sigurlagsins til hamingju með sigurinn.