Falskur fugl - sýnishorn

Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Falskur fugl. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar en Jón Atli Jónasson skrifar handritið. Falskur fugl fjallar um 16 ára ólíkindatól, Arnald, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn ungi Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið en í myndinni leika margir ungir leikarar. Einnig Davíð Guðbrandsson, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Damon Younger, Þorsteinn Bachmann og fleiri. Leikstjóri myndarinnar er Þór Ómar Jónsson og kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen. Myndin verður frumsýnd 22. febrúar 2013.

16717
00:34

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir