Ísland í dag - Hvernig þú verður ástfangnari eftir fríið!

Hvernig getum við komið heim eftir sumarfrí ástfangnari af makanum? Guðbjörg Gissurardóttir athafna og fjölmiðlakona veit allt um það. En hún og maður hennar Jón Árnason fóru í brúðkaupsferð um landið á forláta gömlum húsbíl og Guðbjörg segir okkur frá nokkrum trixum sem hægt er að nota á ferðalögum í sumar til að verða hamingjusamari eftir ferðina. Vala Matt fór og hitti Guðbjörgu í þessum einstaka fimmtíu ára gamla húsbíl sem meðal annars er með veggfóðri að innan. Og einnig segir Guðbjörg okkur frá því hvar bestu staðirnir úti á landi eru til að heimsækja í sumar. En hún er ásamt manni sínum með fyrirtækið Í boði náttúrunnar og hefur meðal annars gefið út tímaritið Lifum betur og kortin Hand Picked þar sem hægt er að finna upplýsingar um mat og afþreyingu og fleira og svo eru þau einnig með gríðarlega vinsæla heimasíðu.

4934
13:13

Vinsælt í flokknum Ísland í dag