Ísland í dag - „Lærði það fljótt að maður hefur bara eitt orðspor“

Í Ísland í dag í kvöld ræðir Júlíana við knattspyrnumanninn Rúrik Gíslason sem segist ungur hafa lært það að halda fast í orðspor sitt. „Maður á bara eitt orðspor og það þarf að passa upp á það,“ segir Rúrik sem vill nýta reynslu sína og miðla til yngri kynslóðarinnar. Hann fór ungur út í atvinnumennsku sem kenndi honum mikið og meðal annars það að maður þarf að leggja mikið á sig til að ná árangri. Júlíana ræddi við hann um ferilinn og hvað væri framundan.

5137
12:44

Vinsælt í flokknum Ísland í dag