Körfubolti

„Þetta er úr­slita­keppnin og hlutir gerast“

Runólfur Trausti Þórhallsson og Andri Már Eggertsson skrifa
Basile var sáttur að leik loknum.
Basile var sáttur að leik loknum. Vísir/Anton Brink

Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í ótrúlegum sigri Tindastóls á Álftanesi í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Bónus deild karla í körfubolta. 

Einvígi liðanna náði hámarki í kvöld. Undir lok leiks virtist sem Stólarnir væru svo gott sem búnir að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki. Álftanes kom til baka og því þurfti að framlengja. Þar reyndust heimamenn örlítið sterkari og unnu eins stigs sigur, lokatölur 105-104 á Króknum.

„Eins og ég sagði fyrir leik, Álftanes er með frábært lið og við vissum að þetta yrði bardagi eftir að tapa á þeirra heimavelli. Leikurinn fór niður vírinn, við klikkuðum á vítaskotum, ég klikkaði á vítaskotum í lokin til að klára leikinn. þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast. Er glaður að við mættum til leiks og náðum í sigurinn.“

Basile var spurður út í hvað gerðist undir lok venjulegs leiktíma.

„Þeir fóru á gott rönn. Settu nokkra þrista niður til að koma leiknum í framlengingu. Var erfitt fyrir andlegu hliðina. Eins og ég sagði, við vorum sterkir, stóðum saman og náðum sigrinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×