Erlent

Telur að Selenskí geti sam­þykkt að gefa eftir Krím­skaga

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti á lóð Hvíta hússins í bandarísku höfuðborginni Washington í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti á lóð Hvíta hússins í bandarísku höfuðborginni Washington í gær. AP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Volodómír Selenskí Úkraínuforseti geti fallist á að Rússar haldi Krímskaga eftir að friður kemst á í Úkraínu.

Þetta sagði Trump við blaðamenn í New Jersey í gærkvöldi, einum degi eftir að hann hitti Selenskí í Páfagarði þar sem þeir voru við útför Frans páfa.

Þessi ummæli koma nokkuð á óvart enda hefur Selenskí ítrekað lýst því yfir í gegnum árin að það komi ekki til greina að viðurkenna yfirráðarétt Rússa yfir Krím sem þeir hertóku árið 2014 og innlimuðu í Rússland. Síðast gerði hann það á föstudaginn var og sagði þá að Krímskagi sé eign úkraínsku þjóðarinnar.

Trump segist hinsvegar telja að Selenskí sé reiðubúinn til að gefa Krím upp á bátinn ef marka má svör hans við fyrirspurnum blaðamanna í gær.

Hinar svokölluðu friðartillögur Bandaríkjamanna, sem Reuters fréttaveitan birti á föstudaginn, gera þannig ráð fyrir því að Rússar haldi því landsvæði sem þeir hafa á valdi sínu í dag og er Krímskagi þar með talinn.

Úkraínumenn voru snöggir til að hafna þeim tillögum og það hafa þjóðarleiðtogar í Evrópu einnig gert.


Tengdar fréttir

Segir Pútin ekki vilja enda stríðið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum

Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×