Fótbolti

Sönderjyske vann Íslendingaslaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Leó Grétarsson og félagar héldu hreinu í góðum útisigri í dag.
Daníel Leó Grétarsson og félagar héldu hreinu í góðum útisigri í dag. Getty/Alex Nicodim

Daníel Leó Grétarsson, Kristall Máni Ingason og félagar í Sönderjyske fögnuðu mikilvægum sigri í dag í Íslendingaslag í fallbaráttuhluta dönsku úrvalsdeildarinnar.

Sönderjyske vann þá 2-0 útsigur á Lyngby. Sönderjyske er með 26 stig eða sjö stigum meira en Lyngby sem situr í fallsæti.

Daníel Leó var í byrjunarliðinu en Kristall Máni kom inn á sem varamaður strax á 22. mínútu.

Kristall kom þá inn fyrir Mads Agger sem hafði sjö mínútum áður komið Sönderjyske í 1-0.

Seinna mark Sönderjyske skoraði Lirim Qamili úr vítaspyrnu á 84. mínútu.

Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby en fór af velli á 81. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×