„Ekki leika þennan leik“ Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2025 13:47 Óvænt hefur Kristinn Hrafnsson nú skorað á stelpurnar í íslenska landsliðinu í handbolta að spila ekki við ísraelska liðið. vísir/samsett Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið. Kristinn segir að honum sé illa við að rita þetta bréf en samviska hans leyfi honum ekki annað. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn.“ Kristinn rekur að þar sem almenn herskylda sé í Ísrael liggi fyrir að konurnar sem þær íslensku munu mæta hafi skartað herbúningi Ísraelshers og bera þar með ábyrgð á miskunnarlausum ódæðisverkum á Gaza. „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim.“ Kristinn biður handboltakonurnar íslensku um að sleppa því að mæta í leikinn. Hann viti að þetta sé stór bón en þær eigi að líta á þetta sem tækifæri, möguleika á að senda kröftug skilboð til heimsins alls. „Þið fórnið ef til vill stórmóti en vinnið í staðinn titilinn að vera kyndilberar samvisku þjóðanna. Þið getið brotið ísinn í þessu óheyrilega meðvirknisástandi sem leyfir að ógeðsleg ódæðisverk séu framin án þess að nokkur hreyfi legg eða lið.“ Pistill Kristins er lengri en hann má lesa í meðfylgjandi tengli: Kristinn lýkur svo pistli sínum, hinu opna bréfi, á að skora á íslensku handboltakonurnar: „Samviska þjóðanna er núna að steyta á flæðiskeri vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Vegna skefjalausra drápa í fordæmalausu morðæði. Verið hinar heppnu og gangið af velli. Áfram þið! Áfram Ísland! Ekki leika þennan leik.“ Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
Kristinn segir að honum sé illa við að rita þetta bréf en samviska hans leyfi honum ekki annað. „Á morgun er áformað að þið leikið landsleik við fulltrúa þjóðarmorðingja í Ísrael sem hafa framið - og eru enn að fremja - versta ódæðisverk okkar daga. Þið eruð að fara að leika við konur sem hafa það á sinni samvisku að hafa tekið þátt í þjóðarmorði. Tugþúsundir saklausra borgara hafa verið myrtir, meirihlutinn eru konur og börn.“ Kristinn rekur að þar sem almenn herskylda sé í Ísrael liggi fyrir að konurnar sem þær íslensku munu mæta hafi skartað herbúningi Ísraelshers og bera þar með ábyrgð á miskunnarlausum ódæðisverkum á Gaza. „Þær sem mæta ykkur á vellinum hafa ef til vill ekki tekið beinan þátt í skefjalausu morðæði en þær eru hluti af þeirri vél. Farið heldur ekki í grafgötur með að Ísraelsher og þjóðarmorðsstjórnin líta svo á að þeirra landslið sé að vinna að réttlætingu þjóðarmorðsins. Þær mæta inn á völlinn með blóð barna á höndunum og þaðan mun það blóð berast til ykkar þegar boltinn fer á milli – ef þið leikið á móti þeim.“ Kristinn biður handboltakonurnar íslensku um að sleppa því að mæta í leikinn. Hann viti að þetta sé stór bón en þær eigi að líta á þetta sem tækifæri, möguleika á að senda kröftug skilboð til heimsins alls. „Þið fórnið ef til vill stórmóti en vinnið í staðinn titilinn að vera kyndilberar samvisku þjóðanna. Þið getið brotið ísinn í þessu óheyrilega meðvirknisástandi sem leyfir að ógeðsleg ódæðisverk séu framin án þess að nokkur hreyfi legg eða lið.“ Pistill Kristins er lengri en hann má lesa í meðfylgjandi tengli: Kristinn lýkur svo pistli sínum, hinu opna bréfi, á að skora á íslensku handboltakonurnar: „Samviska þjóðanna er núna að steyta á flæðiskeri vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Vegna skefjalausra drápa í fordæmalausu morðæði. Verið hinar heppnu og gangið af velli. Áfram þið! Áfram Ísland! Ekki leika þennan leik.“
Handbolti Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira