Fótbolti

Bæjarar töpuðu stigum í Ber­lín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedict Hollerbach fagnar jöfnunarmarki sínu í dag.
Benedict Hollerbach fagnar jöfnunarmarki sínu í dag. AFP/Tobias SCHWARZ

Bayern München gaf Bayer Leverkusen tækifæri á því að minnka forskot sitt á toppnum þegar liðið tapaði stigum á útivelli á móti Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Union Berlin og Bayern München gerðu þá 1-1 jafntefli þar sem bði mörkin komu á síðustu fimmtán mínútum leiksins.

Bæjarar komust yfir á 75. mínútu með marki varamannsins Leroy Sané og það stefndi því í sigur toppliðsins og þar með ellefu stig forystu á toppnum.

Benedict Hollerbach jafnaði hins vegar metin fyrir Berlínarliðið á 83. mínútu og þar með getur Bayern Leverkusen minnkað forskotið í sex stig vinni liðið sinn leik í umferðinni.

Bayern var með yfirburði í leiknum en tókst ekki að nýta sér það til að ná inn fleiri mörkum.

Bayern Leverkusen spilar við Stuttgart á útivelli á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×