Innlent

Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Odds­sonar seld á eina og hálfa milljón

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Umræddur samóvar.
Umræddur samóvar. Aðsend/Viktor

Gjöf frá fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna var seldur á eina og hálfa milljón krónur á uppboði. Samband ungra sjálfstæðismanna stóð að uppboðinu.

Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkurborgar, fékk samóvarinn að gjöf frá Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna þegar síðarnefndi átti fund með Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, í Höfða árið 1986.

Um er að ræða sovéskan samóvar sem notaður er til að hita og sjóða vatn.

„Ég hélt uppboð á landsfundi fyrir tveimur árum og þá fékk ég muni frá öllum ráðherrunum. Núna kom landsfundur og við þurftum að finna leið til þess að fjármagna starfið og þar sem við eigum enga ráðherra núna þurftum við að hugsa út fyrir kassann,“ segir Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Hann hafi ákveðið að hafa samband við þekkt fólk úr flokknum, svo sem Geir Haarde, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins og Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. 

Geir lét af hendi gleraugun sín og Kjartan slaufu til sölu á uppboðinu.

Viktor Pétur veit þó ekki hver keypti vasann en tveir kollegar hans úr sambandinu voru úti í um þúsund manna sal með posa. Má þá leiða í ljós að viðkomandi hafi staðgreitt vasann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×