Innlent

Lands­fundur, al­þjóða­mál og Efling á Sprengi­sandi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga.
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri þjóðmálaumræðu á Sprengisandi alla sunnudaga. Vísir/Magnús

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Fyrsti gestur dagsins erÁsta Fjeldsted forstjóri Festi. Hún ætlar að ræða nýjustu tíðindi úr atvinnulífinu. 

Því næst mæta Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og Ólafur Adolfson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í settið og ræða landsfund Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir. Nýr formaður flokksins verður kjörinn í dag. 

Að því loknu mæta Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og Jón Ólafsson prófessor við HÍ og ræða nýjustu vendingar í alþjóðamálum en sögulegur fundur Donald Trump og Volodimír Selenskí á föstudag hefur vakið heimsathygli. 

Loks mætir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræðir verkalýðsmál.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan og á Bylgjunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×