Fótbolti

Messi var ó­á­nægður hjá PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel Messi naut ekki lífsins hjá Paris Saint-Germain.
Lionel Messi naut ekki lífsins hjá Paris Saint-Germain. afp/Anne-Christine POUJOULAT

Lionel Messi segir að hann hafi ekki notið áranna tveggja sem hann lék með Paris Saint-Germain.

Eftir að hafa verið hjá Barcelona í 21 ár gekk Messi í raðir PSG 2021. Hann lék 76 leiki fyrir liðið á tveimur árum og skoraði 32 mörk og gaf 35 stoðsendingar. Messi fór svo vestur um haf og gekk til liðs við Inter Miami fyrir tveimur árum.

Messi segir að hann hafi ekki verið hamingjusamur hjá PSG.

„Að koma til Inter Miami var tækifæri og það hvernig hlutirnir þróuðust síðasta árin mín í París, þrátt fyrir að ég hafi þurft að fara frá Barcelona, þannig að ég naut mín ekki,“ sagði Messi.

„Ég var ekki ánægður dags daglega, með æfingarnar, leikina. Ég átti erfitt með að aðlagast.“

Messi varð franskur meistari bæði árin sín hjá PSG en liðinu tókst ekki að vinna Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa Messi, Neymar og Kylian Mbappé innan sinna raða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×