Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2025 17:03 Hæstiréttur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Dómendur á öllum dómstigum hafa hafnað því að stefna hafi verið réttilega birt manni, sem staðfesti rafræna afhendingu stefnunnar með rafrænni undirritun. Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli Menntasjóði námsmanna á hendur manninum vegna frávísunarúrskurðar héraðsdóms í máli sjóðsins á hendur manninum til heimtu eftirstöðva skuldabréfs vegna námsláns. Frávísunarúrskurðurinn var staðfestur í Landsrétti. Vísað frá ex officio Í dómi Hæstaréttar segir að málið hafi snúist um hvort stefnu hafi verið komið á framfæri við manninn þannig að fullnægt hefði verið áskilnaði laga um meðferð einkamála um birtingu stefnu. Maðurinn hafi staðfest móttöku stefnunnar með rafrænni undirskrift. Málinu hafi verið vísað frá héraðsdómi þar sem stefnan hafi ekki verið talin hafa verið birt í samræmi við ákvæði laganna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að málinu hafi verið vísað frá án kröfu mannsins. Bæði í Landsrétti og Hæstarétti lét maðurinn málið ekki til sín taka og naut ekki fulltingis lögmanns. Undirritun lá fyrir Í dómi Hæstaréttar segir að í lögum um meðferð einkamála segi að birting stefnu sé lögmæt ef stefnuvottur eða lögbókandi staðfestir að hann hafi birt hana fyrir stefnda eða einhverjum sem er bær að taka við henni í hans stað eða eintak hennar er sent í ábyrgðarbréfi sem er borið út og póstmaður staðfestir að hann hafi afhent bréfið stefnda eða öðrum sem er bær um að taka við stefnu í hans stað. Það komi í stað stefnubirtingar og sé jafngilt henni að koma stefnu á framfæri eins og lýst er hér að framan með því að stefndi riti sjálfur undir yfirlýsingu á stefnu um að eintak hennar hafi verið afhent sér. „Fyrir liggur að niðurlag stefnu í málinu er eftirfarandi: „Samrit stefnunnar hefur verið afhent mér. Þetta er staðfest með rafrænni undirritun.“,“ segir í dóminum. Brigður verða ekki bornar á undirskriftina Í málinu hafi reynt á hvort þessi rafræna undirskrift, sem ekki verði bornar brigður á, standist áskilnað einkamálalaga. Í ákvæðinu sé sem fyrr segir mælt fyrir um að það komi í stað stefnubirtingar og sé jafngilt henni hafi stefnu verið komið á framfæri með því að stefndi hafi sjálfur ritað undir yfirlýsingu á hana um að eintak hennar hafi verið afhent honum. Menntasjóður hafi einkum byggt á því sem fram kemur reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum. Samkvæmt henni megi ekki hafna því að rafræn undirskrift öðlist réttaráhrif og sé viðurkennd sem sönnunargagn í málarekstri einungis af þeirri ástæðu að hún sé á rafrænu formi eða uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til fullgildra rafrænna undirskrifta sem og að fullgild rafræn undirskrift hafi sömu réttaráhrif og eiginhandarundirskrif. Meginregla að stefna sé á pappír Í dóminum segir að fjallað hafi verið um áskilnað og þýðingu forms skjala í réttarfarslöggjöf í dómum Hæstaréttar og megi til hliðsjónar vísa til tveggja dóma réttarins. Í síðargreinda dóminum, sem hafi varðað kröfulýsingu við slit fjármálafyrirtækis, hafi verið staðfestur úrskurður héraðsdóms þar sem fram kom að stefnur í einkamálum yrðu ekki birtar fyrir aðila máls eða lagðar fram á dómþingi nema á pappír. Væri um að ræða formkröfu á sviði réttarfars sem teldist meðal meginreglna á því réttarsviði. Þá hafi enn fremur í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti árið 2019 vikið að tengslum reglna frumvarpsins við formskilyrði réttarfarslaga. Þar hafi komið fram að það væri meginregla í íslensku einkamálaréttarfari að sönnunarmat dómara væri frjálst og aðilar máls hefðu forræði á sönnunarfærslu. Samningsfrelsi væri meginregla í samningarétti og aðilum frjálst að semja um form samnings. Jafnframt væri kveðið á um það í þágildandi lögum að rafrænir samningar teldust jafngildir skriflegum. Væri því að meginstefnu unnt að leggja fram rafræn skjöl sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum að því er varðar rafrænar undirskriftir, innsigli, tímastimpla, afhendingarþjónustu og skjöl. Þegar álitaefni væru um formskilyrði laga væri staðan hins vegar ekki eins skýr. Um það hafi sagt: Sett lög áskilja í ýmsum tilvikum að málsmeðferð sé skrifleg, að leggja skuli fram frumrit skjals eða að kröfuhafi sé handhafi skjals til að það fái tilætluð réttaráhrif. Í slíkum tilvikum kemur til álita hvort hinar mismunandi tegundir traustþjónustu geti gert aðilum máls kleift að uppfylla slíkan áskilnað. Æskilegt er að kveðið verði með skýrum hætti á um það í réttarfarslögum að rafræn skjöl uppfylli slíkan áskilnað að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Er það til þess fallið að greiða fyrir almennri útbreiðslu og notkun rafrænna skjala fyrir dómi, í fullnusturéttarfari og skuldaskilum. Ríkar formkröfur Þegar leyst er úr því hvort lög um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti hafi breytt formskilyrðum laga um meðferð einkamála að þessu leyti væri til þess að líta að ríkar formkröfur séu gerðar í réttarfarslögum. Reglur um birtingu stefnu og jafngildi hennar, svo sem með áritun á stefnu, séu þar á meðal enda séu þær grundvallarþáttur í því réttaröryggi sem að sé stefnt við meðferð dómsmáls. Með þeim sé leitast við að tryggja að stefnda sé kunnugt um málshöfðun á hendur sér og efni hennar auk þess sem með því er stuðlað að fyrirsjáanleika og festu þannig að ekki sé háð mati hverju sinni hvort stefna hafi verið birt með réttum hætti. Réttarfar átti að gera tæknilega hlutlaust Breytingarlögum árið 2024 hafi einkamálalögum verið breytt þannig að orðið „eintak“ kom í stað orðsins „samrit“ í ákvæði laganna um birtingu stefnu. Það hafi verið til samræmis við þann megintilgang breytingarlaganna að gera réttarfarslöggjöfina tæknilega hlutlausa um afhendingarmáta gagna og tilkynninga og heimila meðal annars í auknum mæli notkun rafrænna lausna í stað undirritana með eigin hendi og heimila stafræna birtingu ákæra og annarra skjala við rannsókn og meðferð sakamála sem krefðust tiltekins birtingarmáta. Í ákvæði laganna hafi þó verið gerður skýr áskilnaður um að gögn sem birta skyldi eftir fyrirmælum kafla laganna um stefnu og stefnubirtingu yrðu áfram birt á því formi og á þann hátt sem þar væri lýst. Með tilvísun til kaflans í heild í umræddri grein yrði ráðið að með fyrirmælum um birtingu gagna sé ekki aðeins átt við birtingarmáta stefnu heldur jafnframt þær aðrar aðferðir sem nefndar eru í ákvæðinu við að koma stefnu á framfæri og þar eru lagðar að jöfnu við stefnubirtingu. Samkvæmt þessu og með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar yrði ekki fallist á að breytingarlögunum hafi verið ætlað að heimila að rafræn staðfesting stefnda á móttöku stefnu jafngilti yfirlýsingu hans undirritaðri með eigin hendi um að eintak stefnu hafi verið afhent honum. Væri hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður var ekki dæmdur. Dómsmál Tækni Stafræn þróun Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli Menntasjóði námsmanna á hendur manninum vegna frávísunarúrskurðar héraðsdóms í máli sjóðsins á hendur manninum til heimtu eftirstöðva skuldabréfs vegna námsláns. Frávísunarúrskurðurinn var staðfestur í Landsrétti. Vísað frá ex officio Í dómi Hæstaréttar segir að málið hafi snúist um hvort stefnu hafi verið komið á framfæri við manninn þannig að fullnægt hefði verið áskilnaði laga um meðferð einkamála um birtingu stefnu. Maðurinn hafi staðfest móttöku stefnunnar með rafrænni undirskrift. Málinu hafi verið vísað frá héraðsdómi þar sem stefnan hafi ekki verið talin hafa verið birt í samræmi við ákvæði laganna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að málinu hafi verið vísað frá án kröfu mannsins. Bæði í Landsrétti og Hæstarétti lét maðurinn málið ekki til sín taka og naut ekki fulltingis lögmanns. Undirritun lá fyrir Í dómi Hæstaréttar segir að í lögum um meðferð einkamála segi að birting stefnu sé lögmæt ef stefnuvottur eða lögbókandi staðfestir að hann hafi birt hana fyrir stefnda eða einhverjum sem er bær að taka við henni í hans stað eða eintak hennar er sent í ábyrgðarbréfi sem er borið út og póstmaður staðfestir að hann hafi afhent bréfið stefnda eða öðrum sem er bær um að taka við stefnu í hans stað. Það komi í stað stefnubirtingar og sé jafngilt henni að koma stefnu á framfæri eins og lýst er hér að framan með því að stefndi riti sjálfur undir yfirlýsingu á stefnu um að eintak hennar hafi verið afhent sér. „Fyrir liggur að niðurlag stefnu í málinu er eftirfarandi: „Samrit stefnunnar hefur verið afhent mér. Þetta er staðfest með rafrænni undirritun.“,“ segir í dóminum. Brigður verða ekki bornar á undirskriftina Í málinu hafi reynt á hvort þessi rafræna undirskrift, sem ekki verði bornar brigður á, standist áskilnað einkamálalaga. Í ákvæðinu sé sem fyrr segir mælt fyrir um að það komi í stað stefnubirtingar og sé jafngilt henni hafi stefnu verið komið á framfæri með því að stefndi hafi sjálfur ritað undir yfirlýsingu á hana um að eintak hennar hafi verið afhent honum. Menntasjóður hafi einkum byggt á því sem fram kemur reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum. Samkvæmt henni megi ekki hafna því að rafræn undirskrift öðlist réttaráhrif og sé viðurkennd sem sönnunargagn í málarekstri einungis af þeirri ástæðu að hún sé á rafrænu formi eða uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til fullgildra rafrænna undirskrifta sem og að fullgild rafræn undirskrift hafi sömu réttaráhrif og eiginhandarundirskrif. Meginregla að stefna sé á pappír Í dóminum segir að fjallað hafi verið um áskilnað og þýðingu forms skjala í réttarfarslöggjöf í dómum Hæstaréttar og megi til hliðsjónar vísa til tveggja dóma réttarins. Í síðargreinda dóminum, sem hafi varðað kröfulýsingu við slit fjármálafyrirtækis, hafi verið staðfestur úrskurður héraðsdóms þar sem fram kom að stefnur í einkamálum yrðu ekki birtar fyrir aðila máls eða lagðar fram á dómþingi nema á pappír. Væri um að ræða formkröfu á sviði réttarfars sem teldist meðal meginreglna á því réttarsviði. Þá hafi enn fremur í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti árið 2019 vikið að tengslum reglna frumvarpsins við formskilyrði réttarfarslaga. Þar hafi komið fram að það væri meginregla í íslensku einkamálaréttarfari að sönnunarmat dómara væri frjálst og aðilar máls hefðu forræði á sönnunarfærslu. Samningsfrelsi væri meginregla í samningarétti og aðilum frjálst að semja um form samnings. Jafnframt væri kveðið á um það í þágildandi lögum að rafrænir samningar teldust jafngildir skriflegum. Væri því að meginstefnu unnt að leggja fram rafræn skjöl sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum að því er varðar rafrænar undirskriftir, innsigli, tímastimpla, afhendingarþjónustu og skjöl. Þegar álitaefni væru um formskilyrði laga væri staðan hins vegar ekki eins skýr. Um það hafi sagt: Sett lög áskilja í ýmsum tilvikum að málsmeðferð sé skrifleg, að leggja skuli fram frumrit skjals eða að kröfuhafi sé handhafi skjals til að það fái tilætluð réttaráhrif. Í slíkum tilvikum kemur til álita hvort hinar mismunandi tegundir traustþjónustu geti gert aðilum máls kleift að uppfylla slíkan áskilnað. Æskilegt er að kveðið verði með skýrum hætti á um það í réttarfarslögum að rafræn skjöl uppfylli slíkan áskilnað að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Er það til þess fallið að greiða fyrir almennri útbreiðslu og notkun rafrænna skjala fyrir dómi, í fullnusturéttarfari og skuldaskilum. Ríkar formkröfur Þegar leyst er úr því hvort lög um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti hafi breytt formskilyrðum laga um meðferð einkamála að þessu leyti væri til þess að líta að ríkar formkröfur séu gerðar í réttarfarslögum. Reglur um birtingu stefnu og jafngildi hennar, svo sem með áritun á stefnu, séu þar á meðal enda séu þær grundvallarþáttur í því réttaröryggi sem að sé stefnt við meðferð dómsmáls. Með þeim sé leitast við að tryggja að stefnda sé kunnugt um málshöfðun á hendur sér og efni hennar auk þess sem með því er stuðlað að fyrirsjáanleika og festu þannig að ekki sé háð mati hverju sinni hvort stefna hafi verið birt með réttum hætti. Réttarfar átti að gera tæknilega hlutlaust Breytingarlögum árið 2024 hafi einkamálalögum verið breytt þannig að orðið „eintak“ kom í stað orðsins „samrit“ í ákvæði laganna um birtingu stefnu. Það hafi verið til samræmis við þann megintilgang breytingarlaganna að gera réttarfarslöggjöfina tæknilega hlutlausa um afhendingarmáta gagna og tilkynninga og heimila meðal annars í auknum mæli notkun rafrænna lausna í stað undirritana með eigin hendi og heimila stafræna birtingu ákæra og annarra skjala við rannsókn og meðferð sakamála sem krefðust tiltekins birtingarmáta. Í ákvæði laganna hafi þó verið gerður skýr áskilnaður um að gögn sem birta skyldi eftir fyrirmælum kafla laganna um stefnu og stefnubirtingu yrðu áfram birt á því formi og á þann hátt sem þar væri lýst. Með tilvísun til kaflans í heild í umræddri grein yrði ráðið að með fyrirmælum um birtingu gagna sé ekki aðeins átt við birtingarmáta stefnu heldur jafnframt þær aðrar aðferðir sem nefndar eru í ákvæðinu við að koma stefnu á framfæri og þar eru lagðar að jöfnu við stefnubirtingu. Samkvæmt þessu og með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar yrði ekki fallist á að breytingarlögunum hafi verið ætlað að heimila að rafræn staðfesting stefnda á móttöku stefnu jafngilti yfirlýsingu hans undirritaðri með eigin hendi um að eintak stefnu hafi verið afhent honum. Væri hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður var ekki dæmdur.
Sett lög áskilja í ýmsum tilvikum að málsmeðferð sé skrifleg, að leggja skuli fram frumrit skjals eða að kröfuhafi sé handhafi skjals til að það fái tilætluð réttaráhrif. Í slíkum tilvikum kemur til álita hvort hinar mismunandi tegundir traustþjónustu geti gert aðilum máls kleift að uppfylla slíkan áskilnað. Æskilegt er að kveðið verði með skýrum hætti á um það í réttarfarslögum að rafræn skjöl uppfylli slíkan áskilnað að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Er það til þess fallið að greiða fyrir almennri útbreiðslu og notkun rafrænna skjala fyrir dómi, í fullnusturéttarfari og skuldaskilum.
Dómsmál Tækni Stafræn þróun Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira