Fótbolti

Bellingham í tveggja leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Jude Bellingham reyndi að tala sínu máli við José Luis Munuera Montero dómara en það var til einskis.
 Jude Bellingham reyndi að tala sínu máli við José Luis Munuera Montero dómara en það var til einskis. Getty/Juan Manuel Serrano Arce

Aganefnd spænska knattspyrnusambandsins hefur úrskurðað um mál Jude Bellingham eftir að hann fékk rauða spjaldið fyrir mótmæli í síðasta deildarleik Real Madrid.

Bellingham er dæmdur í tveggja leikja bann sem þýðir að hann missir af leikjum á móti Girona og Real Betis.

Real Madrid hefur áfrýjað dómnum en félagið var mjög ósátt með það að enski miðjumaðurinn var rekinn í sturtu.

Dómarinn José Luis Munuera Montero sýndi honum rauða spjaldið á 39. mínútu fyrir að segja við sig „f... you“.

Bellingham hélt því fram að hann hafi aðeins verið að leggja áherslu á orð sín og hafi bætt við „f... off“ í lokin.

Osasuna jafnaði metin manni fleiri og Real Madrid missti í kjölfarið toppsætið til Barcelona.

Umræddur dómari er kominn í leyfi á meðan spænska sambandið rannsakar betur tengsl fyrirtækis hans við félög og fólk innan spænska fótboltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×