Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2025 10:00 Hákon Atli Bjarkason hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi og segir þetta vera með því skemmtilegra sem hann gerir. Vísir/Ívar Fannar Tvö íþróttafélög brjóta blað í íslenskri íþróttasögu þegar þau opna fyrir æfingar í hjólastólakörfubolta um helgina. Verkefnið verður kynnt með pompi og prakt í Kringlunni í dag. Verkefnið „Allir með“ gengur út á það að virkja börn með fötlun til að stunda íþróttir en aðeins fjögur prósent barna undir sextán ára aldri með fötlun æfa skipulagða íþrótt. Í dag klukkan tvö í Kringlunni Í dag klukkan tvö fer fram í Kringlunni sérstök kynning á hjólastólakörfubolta sem ÍR og Fjölnir munu bjóða upp á fyrir börn. Búið er að fjárfesta miklu fjármunum í verkefnið, enda eiga öll börn að fá að tilheyra. Stefán Árni Pálsson kannaði málið betur fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2. „Við erum að horfa á börn sjö til fjórtán ára sem ætla að byrja með æfingar. Byrja á sunnudaginn. Við ætlum að vera á morgun [í dag] klukkan tvö upp í Kringlu þar sem við ætlum að kynna verkefnið Allir með og kynna sérstaklega hjólastólakörfuboltann,“ sagði Valdimar Smári Gunnarsson en hann er verkefnisstjóri verkefnisins Allir með, sem snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Spila körfu á Blómatorginu í Kringlunni „Við ætlum að gera það með því að spila körfu á Blómatorginu. Síðan ætlum við að leyfa gestum og gangandi að prófa íþróttastólana. Þetta eru sérstakir íþróttastólar sem við höfum keypt og flutt inn,“ sagði Valdimar. „Þetta er mjög dýr búnaður og við höfum því verið að reyna að finna leiðir til að nota þá á fleiri en einum stað. Við höfum keypt kerru sem við höfum látið útbúa með ákveðnu kerfi. Við getum verið með tólf stóla í henni og flakkað svo á milli. Við getum því verið á fleiri en einum stað og farið jafnvel út á land með stólana,“ sagði Valdimar. Hentar fyrir svo ótrúlega marga „Tvær stærstu hópíþróttir fyrir hjólastóla í heiminum eru rugby og körfubolti. Körfubolti er fremri en rugbýið. Hann hentar fyrir svo ótrúlega marga bæði fyrir þá sem eru í hjólastól, eiga erfitt með gang eða eru einfættir: Bara fullkomin grein fyrir alla sem eru hreyfihamlaðir,“ sagði körfuboltamaðurinn Hákon Atli Bjarkason, sem hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi. „Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og við spiluðum þetta frá 2012 til 2019. Svo dó þetta einhvern veginn út en þetta er með því skemmtilegra sem ég geri,“ sagði Hákon. „Ég lenti í slysi á sínum tíma en spilaði fótbolta sem krakki. Ég fann aftur keppnisskapið og þessa liðsíþrótt sem kemur í þessu sporti,“ sagði Hákon. Það má sjá alla fréttina hér fyrir ofan. Körfubolti Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Verkefnið „Allir með“ gengur út á það að virkja börn með fötlun til að stunda íþróttir en aðeins fjögur prósent barna undir sextán ára aldri með fötlun æfa skipulagða íþrótt. Í dag klukkan tvö í Kringlunni Í dag klukkan tvö fer fram í Kringlunni sérstök kynning á hjólastólakörfubolta sem ÍR og Fjölnir munu bjóða upp á fyrir börn. Búið er að fjárfesta miklu fjármunum í verkefnið, enda eiga öll börn að fá að tilheyra. Stefán Árni Pálsson kannaði málið betur fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2. „Við erum að horfa á börn sjö til fjórtán ára sem ætla að byrja með æfingar. Byrja á sunnudaginn. Við ætlum að vera á morgun [í dag] klukkan tvö upp í Kringlu þar sem við ætlum að kynna verkefnið Allir með og kynna sérstaklega hjólastólakörfuboltann,“ sagði Valdimar Smári Gunnarsson en hann er verkefnisstjóri verkefnisins Allir með, sem snýr að því að hvetja fleiri fatlaða til að æfa íþróttir. Spila körfu á Blómatorginu í Kringlunni „Við ætlum að gera það með því að spila körfu á Blómatorginu. Síðan ætlum við að leyfa gestum og gangandi að prófa íþróttastólana. Þetta eru sérstakir íþróttastólar sem við höfum keypt og flutt inn,“ sagði Valdimar. „Þetta er mjög dýr búnaður og við höfum því verið að reyna að finna leiðir til að nota þá á fleiri en einum stað. Við höfum keypt kerru sem við höfum látið útbúa með ákveðnu kerfi. Við getum verið með tólf stóla í henni og flakkað svo á milli. Við getum því verið á fleiri en einum stað og farið jafnvel út á land með stólana,“ sagði Valdimar. Hentar fyrir svo ótrúlega marga „Tvær stærstu hópíþróttir fyrir hjólastóla í heiminum eru rugby og körfubolti. Körfubolti er fremri en rugbýið. Hann hentar fyrir svo ótrúlega marga bæði fyrir þá sem eru í hjólastól, eiga erfitt með gang eða eru einfættir: Bara fullkomin grein fyrir alla sem eru hreyfihamlaðir,“ sagði körfuboltamaðurinn Hákon Atli Bjarkason, sem hefur áður stundað hjólastólakörfubolta hér á landi. „Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og við spiluðum þetta frá 2012 til 2019. Svo dó þetta einhvern veginn út en þetta er með því skemmtilegra sem ég geri,“ sagði Hákon. „Ég lenti í slysi á sínum tíma en spilaði fótbolta sem krakki. Ég fann aftur keppnisskapið og þessa liðsíþrótt sem kemur í þessu sporti,“ sagði Hákon. Það má sjá alla fréttina hér fyrir ofan.
Körfubolti Íþróttir barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira