Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Gunnar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 22:39 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, mun ekki dvelja lengi við tap kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hefði óneitanlega verið til í að sjá meira frá sínu liði þegar það tapaði 99-95 fyrir Hetti, sem var fallið úr úrvalsdeildinni, í lokaumferðinni í kvöld. Einbeitingin eftir leik fór strax á úrslitakeppnina sem er framundan. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það er bara þannig. Við komum hingað í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Hattarmenn voru orkumiklir í kvöld. Mér fannst það sem vera það sem stendur upp úr eftir leikinn. Þetta var erfiður leikur við að eiga, sá leikur sem minnst gat hreyft við stöðu liðanna og ég held hann hafi borið þess merki. Spennustigið var frekar skrýtið. Þetta var vissulega jafn leikur. Hattarmenn settu í fjórða leikhlutanum stór þriggja stiga skot sem slitu leikinn aðeins í sundur. Okkur tókst að gera þetta að leik í lokin með að pressa þá stíft en þessi stóru skot gerðu útslagið.“ Álftanes mætir Njarðvík Úrslit kvöldsins gera það að verkum að Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta og mætir Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni. Njarðvíkingar hafa spilað mjög vel í vetur. Undirbúningurinn byrjar strax í kvöld. Við þjálfarateymið horfum á leikinn þeirra frá í kvöld uppi á hóteli til að greina þá. Við erum með einhverjar hugmyndir um hvað við viljum gera. Við vitum ekki hvorn leikdaginn við fáum enn, það kemur í ljós. Núna verður spilað þéttar og þá snýst undirbúningurinn mikið um að halda skrokknum góðum. Sjúkraþjálfarnir byrja strax að meðhöndla leikmennina. Það þarf líka að halda sálinni góðri og spennustiginu réttu.“ Loks fullskipað lið Álftanes hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum að undanförnu og engin ný gerðu vart við sig í kvöld. „Það voru alla veganna allir heilir inni í klefa þegar ég gáði áðan. Við höfum verið í smá meiðslabrasi í vetur. Í rauninni er þetta annar leikurinn þar sem við erum með fullskipað lið í þessari mynd. Við náðum flokkum takti í seinni umferðinni og komum með hann inn í úrslitakeppnina.“ Justin James missti af leikjum í febrúar en var stigahæstur hjá Álftanesi í kvöld og leiddi stigaskorið algjörlega framan af. „Hann fann taktinn snemma í leiknum. Þegar á leið fóru aðrir að draga vagninn. Stigaskorið hefur dreifst mjög vel og við höfum fundið gott jafnvægi í því sem við viljum gera. Við höldum því áfram.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það er bara þannig. Við komum hingað í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Hattarmenn voru orkumiklir í kvöld. Mér fannst það sem vera það sem stendur upp úr eftir leikinn. Þetta var erfiður leikur við að eiga, sá leikur sem minnst gat hreyft við stöðu liðanna og ég held hann hafi borið þess merki. Spennustigið var frekar skrýtið. Þetta var vissulega jafn leikur. Hattarmenn settu í fjórða leikhlutanum stór þriggja stiga skot sem slitu leikinn aðeins í sundur. Okkur tókst að gera þetta að leik í lokin með að pressa þá stíft en þessi stóru skot gerðu útslagið.“ Álftanes mætir Njarðvík Úrslit kvöldsins gera það að verkum að Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta og mætir Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni. Njarðvíkingar hafa spilað mjög vel í vetur. Undirbúningurinn byrjar strax í kvöld. Við þjálfarateymið horfum á leikinn þeirra frá í kvöld uppi á hóteli til að greina þá. Við erum með einhverjar hugmyndir um hvað við viljum gera. Við vitum ekki hvorn leikdaginn við fáum enn, það kemur í ljós. Núna verður spilað þéttar og þá snýst undirbúningurinn mikið um að halda skrokknum góðum. Sjúkraþjálfarnir byrja strax að meðhöndla leikmennina. Það þarf líka að halda sálinni góðri og spennustiginu réttu.“ Loks fullskipað lið Álftanes hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum að undanförnu og engin ný gerðu vart við sig í kvöld. „Það voru alla veganna allir heilir inni í klefa þegar ég gáði áðan. Við höfum verið í smá meiðslabrasi í vetur. Í rauninni er þetta annar leikurinn þar sem við erum með fullskipað lið í þessari mynd. Við náðum flokkum takti í seinni umferðinni og komum með hann inn í úrslitakeppnina.“ Justin James missti af leikjum í febrúar en var stigahæstur hjá Álftanesi í kvöld og leiddi stigaskorið algjörlega framan af. „Hann fann taktinn snemma í leiknum. Þegar á leið fóru aðrir að draga vagninn. Stigaskorið hefur dreifst mjög vel og við höfum fundið gott jafnvægi í því sem við viljum gera. Við höldum því áfram.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira