Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 22:59 Þorgerður Katrín á fundi varnarmálaráðherranna í dag. Vísir/EPA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og fælingarmátt bandalagsins og stuðning bandalagsríkja við Úkraínu á ráðherrafundi sem lauk í Brussel í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum hafi verið farið yfir helstu aðgerðir og áætlanir sem miði að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins, meðal annars aukin framlög til varnarmála, eflingu herstjórnarkerfisins, ítarlegri áætlanagerð og samstarf ríkjanna á sviði hergagnaframleiðslu og tækniþróunar. „Það er ljóst að öll bandalagsríki eru að efla sinn varnarviðbúnað og getu. Það þurfum við líka að gera í þéttu samstarfi við okkar nánustu bandamenn. Þá kom það skýrt fram á fundinum að krafan á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar mun aðeins aukast. Á sama tíma er brýnt að styðja við Úkraínu til að styrkja stöðu þeirra og tryggja að Úkraína og Evrópa taki þátt í öllum viðræðum um framtíðarskipan mála til að tryggja varanlegan og réttlátan frið. Eins og ég hef áður sagt, ekkert um Úkraínu án Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í tilkynningunni. Ráðherrarnir allir saman á mynd.Stjórnarráðið Þar segir einnig að ráðherrarnir hafi rætt stöðu Úkraínu og Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu hafi gert grein fyrir stöðu mála. Á fundinum var tilkynnt um áframhaldandi stuðning Íslands við varnir Úkraínu en lagðar verða 400 milljónir í sjóð fyrir sprengjuleit og eyðingu, sem Ísland og Litáen leiða, og aðrar 400 milljónir í verkefni sem Danir leiða til stuðnings varnartengdum iðnaði í Úkraínu. Þá kemur fram að í tengslum við varnarmálaráðherrafundinn hafi utanríkisráðherra fundað með Christopher G. Cavoli, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins [e. SACEUR] sem jafnframt er yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Þau hafi rætt varnarviðbúnað bandalagsins, framlag Íslands til sameiginlegra varna og þróun mála á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum. Í gær fór einnig fram ráðherrafundur ríkjahóps til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu [e. Ukraine Defence Contact Group, UDCG] þar sem rætt var um skipulag og framkvæmd stuðnings ríkjanna við Úkraínu meðal annars þjálfunarverkefni, fjárfestingar og útvegun hergagna. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Belgía NATO Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu aukinn varnarviðbúnað og fælingarmátt bandalagsins og stuðning bandalagsríkja við Úkraínu á ráðherrafundi sem lauk í Brussel í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum hafi verið farið yfir helstu aðgerðir og áætlanir sem miði að því að styrkja fælingar- og varnargetu bandalagsins, meðal annars aukin framlög til varnarmála, eflingu herstjórnarkerfisins, ítarlegri áætlanagerð og samstarf ríkjanna á sviði hergagnaframleiðslu og tækniþróunar. „Það er ljóst að öll bandalagsríki eru að efla sinn varnarviðbúnað og getu. Það þurfum við líka að gera í þéttu samstarfi við okkar nánustu bandamenn. Þá kom það skýrt fram á fundinum að krafan á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar mun aðeins aukast. Á sama tíma er brýnt að styðja við Úkraínu til að styrkja stöðu þeirra og tryggja að Úkraína og Evrópa taki þátt í öllum viðræðum um framtíðarskipan mála til að tryggja varanlegan og réttlátan frið. Eins og ég hef áður sagt, ekkert um Úkraínu án Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í tilkynningunni. Ráðherrarnir allir saman á mynd.Stjórnarráðið Þar segir einnig að ráðherrarnir hafi rætt stöðu Úkraínu og Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu hafi gert grein fyrir stöðu mála. Á fundinum var tilkynnt um áframhaldandi stuðning Íslands við varnir Úkraínu en lagðar verða 400 milljónir í sjóð fyrir sprengjuleit og eyðingu, sem Ísland og Litáen leiða, og aðrar 400 milljónir í verkefni sem Danir leiða til stuðnings varnartengdum iðnaði í Úkraínu. Þá kemur fram að í tengslum við varnarmálaráðherrafundinn hafi utanríkisráðherra fundað með Christopher G. Cavoli, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins [e. SACEUR] sem jafnframt er yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu. Þau hafi rætt varnarviðbúnað bandalagsins, framlag Íslands til sameiginlegra varna og þróun mála á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum. Í gær fór einnig fram ráðherrafundur ríkjahóps til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu [e. Ukraine Defence Contact Group, UDCG] þar sem rætt var um skipulag og framkvæmd stuðnings ríkjanna við Úkraínu meðal annars þjálfunarverkefni, fjárfestingar og útvegun hergagna.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Innrás Rússa í Úkraínu Belgía NATO Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira