Fótbolti

Mörkin í Meistara­deild: Gleymdur Kane og full­komin vippa

Sindri Sverrisson skrifar
Michael Olise skoraði fyrra mark Bayern í gærkvöld og Harry Kane, sem hér faðmar Olise, skoraði seinna markið.
Michael Olise skoraði fyrra mark Bayern í gærkvöld og Harry Kane, sem hér faðmar Olise, skoraði seinna markið. Getty/Sven Hoppe

Bayern München og Benfica eru í góðum málum eftir fyrri leiki í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Öll mörkin úr leikjunum fjórum í gær má nú sjá á Vísi.

Bayern fer með 2-1 forskot heim til Þýskalands eftir sigur gegn Celtic í gær en Skotarnir gáfu sér von með marki Daizen Maeda tíu mínútum fyrir leikslok.

Áður hafði Michael Olise skorað með þrumuskoti fyrir Bayern og einhvern veginn tókst leikmönnum Celtic að steingleyma markahróknum Harry Kane í hornspyrnu í byrjun seinni hálfleiks. Fullkomin útfærsla hjá Bayern og Kane skoraði af öryggi.

Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í gærkvöld en úrslitin í þessum einvígum ráðast svo næsta þriðjudag.

Club Brugge vann Atalanta 2-1 eftir umdeildan vítaspyrnudóm í lokin. Benfica vann 1-0 á útivelli gegn Monaco, þar sem Grikkinn Vangelis Pavlidis skoraði með stórkostlegri vippu en hann hefur verið sjóðheitur í síðustu leikjum. Monaco missti Moatasem Al Musrati af velli með rautt spjald skömmu eftir markið, á 52. mínútu. Feyenoord vann svo AC Milan 1-0 eftir að Igor Paixao skoraði strax á 3. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×