Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Andri Már Eggertsson skrifar 6. febrúar 2025 22:50 vísir/Jón Gautur Hörmulegt gengi Keflavíkur ætlar engan endi að taka. ÍR-ingar gerður góða ferð í Blue-höllina og unnu sannfærandi níu stiga sigur 81-90. Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum. Eftir síðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði og Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu. Það var ekki að sjá til að byrja með að það hafi létt eitthvað á liðinu heldur var þetta sama hörmungin og hafði aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum á árinu. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. Remu Emil Raitanen, leikmaður Keflavíkur, átti fína innkomu og gerði sex stig á stuttum tíma en varnarleikur Keflavíkur var enginn líkt og verið hefur allt tímabilið. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 21-29. Annar leikhluti fór af stað nákvæmlega eins og fyrsti leikhluti þróaðist. ÍR-ingar spiluðu frábærlega og settu stig á töfluna þegar þeir vildu. Eftir því sem leið á seinni hálfleik fór að ganga betur hjá Keflvíkingum sem unnu leikhlutann og komu muninum undir tíu stig í hálfleik. Staðan í hálfleik var 42-49. Það var allt annað að sjá Keflvíkinga í upphafi síðari hálfleiks. Liðið gerði fyrstu sjö stigin og Magnús Þór Gunnarsson, þjálfari Keflvíkinga hefur greinilega sagt eitthvað við sína menn í hálfleik. Igor Maric setti síðan niður þrist um miðjan þriðja leikhluta og kom Keflavík yfir í fyrsta skipti í leiknum og þá tók Borce Ilievski, þjálfari ÍR, leikhlé. Góður taktur í leik Keflavíkur var þó ekki lengi að breytast og um miðjan þriðja leikhluta gerðu ÍR-ingar tíu stig í röð og voru fimm stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung 64-69. ÍR-ingar stýrðu ferðinni í fjórða leikhluta og gáfu Keflvíkingum aldrei tækifæri á að koma til baka og gera þetta að spennandi leik. ÍR vann á endanum níu stiga sigur 81-90. Atvik leiksins Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var smá augnablik með Keflvíkingum sem voru að reyna koma til baka átta stigum undir. Sóknin fór þó ekki betur en það að Ty-Shon Alexander henti boltanum í fótinn á Igor Maric og heimamenn töpuðu boltanum. Saga leiksins hjá Keflvíkingum. Stjörnur og skúrkar Jacob Falko steig upp og var frábær eins og margir aðrir í liði ÍR-inga. Falko var stigahæstur með 28 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar. Það voru margir skúrkar í liði Keflavíkur og liðið lítur út eins og bútasaumsteppi. Nigel Pruitt á ennþá eftir að sýna fólki af hverju hann var fenginn aftur til að spila körfubolta á Íslandi. Dómararnir [6] Dómarar kvöldsins voru Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Það er orðið þema í dómgæslu í Bónus deildinni að dómarar sé farnir að taka sér meiri tíma í að hugsa og flauta seinna í flautuna. Sem skiptir svo sem engu máli þegar komist er að réttri niðurstöðu. Það var eitt og eitt sérstakt atvik í kvöld en ekkert sem hafði áhrif á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Umgjörðin er alltaf til fyrirmyndar í Keflavík og þá sérstaklega núna þegar það er komið ansi veglegt háborð fyrir fjölmiðlamenn. Undirritaður er ennþá að halda í vonina um að vaxa í 170 sentímetra en á meðan beðið er eftir því er svona háborð ansi kærkomið. ÍR-ingar héldu stemningunni á lofti eins og alltaf. Það skiptir engu máli hvort það sé heima eða útileikur þeir mæta alltaf og láta vel í sér heyra. Bónus-deild karla Keflavík ÍF ÍR
Hörmulegt gengi Keflavíkur ætlar engan endi að taka. ÍR-ingar gerður góða ferð í Blue-höllina og unnu sannfærandi níu stiga sigur 81-90. Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum. Eftir síðasta leik gegn KR steig Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, frá borði og Magnús Þór Gunnarsson stýrði liðinu. Það var ekki að sjá til að byrja með að það hafi létt eitthvað á liðinu heldur var þetta sama hörmungin og hafði aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum á árinu. ÍR byrjaði töluvert betur og komst þrettán stigum yfir 2-15. Remu Emil Raitanen, leikmaður Keflavíkur, átti fína innkomu og gerði sex stig á stuttum tíma en varnarleikur Keflavíkur var enginn líkt og verið hefur allt tímabilið. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 21-29. Annar leikhluti fór af stað nákvæmlega eins og fyrsti leikhluti þróaðist. ÍR-ingar spiluðu frábærlega og settu stig á töfluna þegar þeir vildu. Eftir því sem leið á seinni hálfleik fór að ganga betur hjá Keflvíkingum sem unnu leikhlutann og komu muninum undir tíu stig í hálfleik. Staðan í hálfleik var 42-49. Það var allt annað að sjá Keflvíkinga í upphafi síðari hálfleiks. Liðið gerði fyrstu sjö stigin og Magnús Þór Gunnarsson, þjálfari Keflvíkinga hefur greinilega sagt eitthvað við sína menn í hálfleik. Igor Maric setti síðan niður þrist um miðjan þriðja leikhluta og kom Keflavík yfir í fyrsta skipti í leiknum og þá tók Borce Ilievski, þjálfari ÍR, leikhlé. Góður taktur í leik Keflavíkur var þó ekki lengi að breytast og um miðjan þriðja leikhluta gerðu ÍR-ingar tíu stig í röð og voru fimm stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung 64-69. ÍR-ingar stýrðu ferðinni í fjórða leikhluta og gáfu Keflvíkingum aldrei tækifæri á að koma til baka og gera þetta að spennandi leik. ÍR vann á endanum níu stiga sigur 81-90. Atvik leiksins Þegar tæplega tvær mínútur voru eftir var smá augnablik með Keflvíkingum sem voru að reyna koma til baka átta stigum undir. Sóknin fór þó ekki betur en það að Ty-Shon Alexander henti boltanum í fótinn á Igor Maric og heimamenn töpuðu boltanum. Saga leiksins hjá Keflvíkingum. Stjörnur og skúrkar Jacob Falko steig upp og var frábær eins og margir aðrir í liði ÍR-inga. Falko var stigahæstur með 28 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar. Það voru margir skúrkar í liði Keflavíkur og liðið lítur út eins og bútasaumsteppi. Nigel Pruitt á ennþá eftir að sýna fólki af hverju hann var fenginn aftur til að spila körfubolta á Íslandi. Dómararnir [6] Dómarar kvöldsins voru Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Það er orðið þema í dómgæslu í Bónus deildinni að dómarar sé farnir að taka sér meiri tíma í að hugsa og flauta seinna í flautuna. Sem skiptir svo sem engu máli þegar komist er að réttri niðurstöðu. Það var eitt og eitt sérstakt atvik í kvöld en ekkert sem hafði áhrif á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Umgjörðin er alltaf til fyrirmyndar í Keflavík og þá sérstaklega núna þegar það er komið ansi veglegt háborð fyrir fjölmiðlamenn. Undirritaður er ennþá að halda í vonina um að vaxa í 170 sentímetra en á meðan beðið er eftir því er svona háborð ansi kærkomið. ÍR-ingar héldu stemningunni á lofti eins og alltaf. Það skiptir engu máli hvort það sé heima eða útileikur þeir mæta alltaf og láta vel í sér heyra.