Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. febrúar 2025 20:51 Khalil Shabazz og Dominykas Milka fóru fyrir jöfnu liði Njarðvíkur í kvöld. Vísir/Diego Njarðvík tók á mót KR í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar Bónus deild karla fór fram í kvöld. Njarðvíkingar sitja í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig á meðan KR sitja sæti neðar í þéttum pakka með 16 stig. Njarðvíkingar mættu mun grimmari til leiks og höfðu 24 stiga sigur 103-79. Njarðvíkingar ruku af stað í fyrstu sókn leiksins og settu tóninn strax með þrist frá Mario Matasovic. Það var mikill kraftur og áræðni í heimamönnum strax frá fyrstu mínútu og mátti skynja að bikarleikurinn sæti mögulega ennþá í þeim þar sem þeir töpuðu með 49 stigum gegn KR. Njarðvíkingar spiluðu eins og þeir hefðu eitthvað að sanna. Dwayne Lautier-Ogunleye var mættur aftur í lið Njarðvíkinga hann átti frábæra troðslu í fyrsta leikhluta til að stimpla sig aftur til leiks en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðustu mánuði. Njarðvíkingar leiddu sannfærandi og sanngjarnt eftir fyrsta leikhluta 28-16. KR náði fínni rispu í upphafi annars leikhluta og saxaði niður forskot Njarðvíkinga en náði þó ekki að komast nógu nálægt áður en Njarðvíkingar hrukku í gang aftur. Njarðvíkingar spiluðu flotta vörn og þvinguðu KR oft í erfiðar sóknir. KR endaði fyrri hálfleikinn með tíu tapaða bolta og Njarðvíkingar voru grimmir að refsa og leiddu nokkuð sannfærandi með tuttugu stiga mun 54-34 í hálfleik. Þriðji leikhluti var öllu jafnari. Njarðvík opnaði seinni hálfleikinn á sama hátt og þeir opnuðu leikinn nema núna var það Khalil Shabazz sem setti þrist eftir flottan undirbúning frá Mario Matasovic. KR var mun öflugri í þriðja leikhluta og náðu að halda vel í við Njarðvíkinga. Sóknarleikur KR var betri en gestirnir náðu þó ekki að koma stoppi á fríska Njarðvíkinga sem leiddu eftir þriðja leikhluta með átján stigum 78-60. Það var kraftur í gestunum í fjórða leikhluta og þeir byrjuðu snemma að saxa niður forskot heimamanna. Vlatko Granic minnkaði muninn í ellefu stig þegar rétt um fjórar mínútur voru búnar af fjórða leikhluta og tók Rúnar Ingi leikhlé til að skerpa á sínum mönnum. Þetta leikhlé hjá Rúnari virðist hafa náð að endurstilla heimamenn sem náðu aftur tökum á leiknum og fóru að lokum með nokkuð sannfærandi 24 stiga sigur 103-79. Atvik leiksins Erfitt að nefna eitthvað eitt atvik. Njarðvík setti tóninn snemma og sýndi hvað var í vændum. KR nær flottri rispu í fjórða leikhluta þar sem þeir hóta endurkomu og minnka muninn niður í ellefu stig en Rúnar Ingi tekur leikhlé og endurstillir sína menn. Mikilvægt stopp á heitum KR-ingum sem snögg kólnuðu svo þegar þetta fór af stað aftur. Stjörnur og skúrkar Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæra endurkomu í kvöld. Endar stigahæstur með 24 stig og spilar tæpar 28 mínútur. Mario Matasovic var einnig virkilega öflugur í liði Njarðvíkur og var með 20 stig. Khalil Shabazz, Veigar Páll, Evans Ganapamo og Milka fóru líka í tveggja stafa tölur. Hjá KR var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson stigahæstur með 18 stig. Dómarinn Allt í lagi ekki gott sagði góður maður eitt sinn. Ég hugsa að það eigi bara ágætlega við frammistöðuna hjá dómurum leiksins í dag. Furðulegir dómar féllu á bæði lið en þegar uppi er staðið þá voru þeir engir örlagavaldar um það hvernig fór. Stemingin og umgjörð Umgjörðin í Njarðvík er alltaf til fyrirmyndar. Það var ágætlega mætt í stúkuna í kvöld. Rúnar Ingi Erlingsson.Vísir/Hulda Margrét „Væri illa svikinn ef ég væri ekki með fullan klefa af stíðsmönnum“ „Ótrúlega ánægður. Sérstaklega ánægður með varnarleikinn í fyrri hálfleik sem að skapaði þetta forskot. Það var lykilatriði, auðvitað hleypa þeir þessu aðeins upp og þeir koma með smá run hérna í seinni hálfleik. Við fengum á okkur fleiri stig og allt það en heilt yfir varnarleikurinn og fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Það var tilfinning blaðamanns að Njarðvíkingar hefðu mætt í leikinn eins og þeir hefðu eitthvað að sanna eftir að hafa tapað stórt gegn KR í bikarnum fyrir nokkrum vikum og var Rúnar Ingi sammála því. „Ég væri illa svikinn ef að ég væri ekki með fullan klefa af stríðsmönnum sem að væru með mjög sært stolt eftir að hafa tapað með 50 stigum í bikarleik sem að var bara úrslitaleikur. Við vorum auðvitað mjög svekktir með það. Ég var ekkert mikið að nota þetta í einhverja mótiveringu en við töluðum um það samt sem áður smá bara fyrir okkar stolt. Auka hefnd en það er auka atriði. Lykilatriðið var að vinna hérna heima sigur og ná í tvö stig og halda áfram að reyna ná þessu þriðja sæti,“ sagði Rúnar Ingi. Dwayne Lautier-Ogunleye snéri aftur í liði Njarðvíkinga í kvöld eftir meiðsli og átti frábæran leik. „Það er eitt af þessu sem að þetta íþróttahús er búið að gefa okkur. Þó hann hafi ekki verið með okkur í fimm á fimm allan þennan tíma þá gat hann verið hérna að hlaupa, við það að æla hérna þegar hann mátti ekki vera í „contact“. Þá mátti hann samt vera með bolta og skjóta. Þannig við náðum svona aðeins að koma honum í gang eftir jólafríið. Við sjáum líka bara hvað hann gefur okkur með „presence“ og árásargjarn á hringinn. Frábær endurkoma hjá honum en líka á löngum köflum erum við að spila virkilega góðan liðs sóknarleik. Erum með fullt af gæjum í tíu stigum plús í dag og það er það sem ég vill sjá,“ sagði Rúnar Ingi. Jakob Örn Sigurðarson fer yfir málin.Vísir/Anton Brink „Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að læra af“ „Gríðarleg svekktur með leikinn í heild sinni. Mér fannst við koma mjög „soft“ inn í leikinn þrátt fyrir að við hefðum talað um annað. Þeir bara svolítið tóku yfir leikinn í byrjun og við vorum alltaf að elta og áttum í erfiðleikum bæði sóknarlega og varnarlega,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR svekktur eftir tapið í kvöld. Njarðvíkinga mættu virkilega grimmir til leiks og sagði Jakob Örn að það hefði ekki átt að koma sínum mönnum á óvart. „Það átti ekki að gera það. Við vorum búnir að tala um það síðustu daga fyrir leik að þeir myndu koma svona inn í leik, þeir myndu koma mjög aggressívir og mjög „physical“ að reyna keyra yfir okkur. Við áttum að vera tilbúnir í það en vorum það greinilega ekki. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að læra af. Það koma fleiri svona leikir,“ sagði Jakob Örn. KR átti í basli með Njarðvíkinga í kvöld og hrósaði Jakob Örn heimamönnum fyrir flottan varnarleik. „Þeir gerðu mjög vel varnarlega sem við áttum erfitt með að finna lausnir við. Þeir plöntuðu Milka inni í teig og við áttum svolítið erfitt með að finna opin skot. Stóri munurinn kannski frá bikarleiknum og þessum leik er að í bikarleiknum þá fundum við alltaf skot. Við gátum farið inn og við gátum fundið skot fyrir utan. Núna var allt einhvern veginn þrengra og við áttum erfitt með að finna lausnir. Það var bara mjög vel gert hjá Njarðvík og eitthvað sem við þurfum að skoða vel. Það var ekkert bara að þeir voru eitthvað orkumeiri og þannig, þeir voru með sitt „gameplan“ sem að við áttum í erfiðleikum með. Við fundum aðeins lausnir í fjórða leikhluta þar sem við vorum aðeins að ná að opna gólfið og vorum með fleiri skotmenn inn á og náðum aðeins að draga þá út og finna skot en mest allan tíman þá áttum við í erfiðleikum með þá sóknarlega,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR. Bónus-deild karla UMF Njarðvík KR
Njarðvík tók á mót KR í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar Bónus deild karla fór fram í kvöld. Njarðvíkingar sitja í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig á meðan KR sitja sæti neðar í þéttum pakka með 16 stig. Njarðvíkingar mættu mun grimmari til leiks og höfðu 24 stiga sigur 103-79. Njarðvíkingar ruku af stað í fyrstu sókn leiksins og settu tóninn strax með þrist frá Mario Matasovic. Það var mikill kraftur og áræðni í heimamönnum strax frá fyrstu mínútu og mátti skynja að bikarleikurinn sæti mögulega ennþá í þeim þar sem þeir töpuðu með 49 stigum gegn KR. Njarðvíkingar spiluðu eins og þeir hefðu eitthvað að sanna. Dwayne Lautier-Ogunleye var mættur aftur í lið Njarðvíkinga hann átti frábæra troðslu í fyrsta leikhluta til að stimpla sig aftur til leiks en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðustu mánuði. Njarðvíkingar leiddu sannfærandi og sanngjarnt eftir fyrsta leikhluta 28-16. KR náði fínni rispu í upphafi annars leikhluta og saxaði niður forskot Njarðvíkinga en náði þó ekki að komast nógu nálægt áður en Njarðvíkingar hrukku í gang aftur. Njarðvíkingar spiluðu flotta vörn og þvinguðu KR oft í erfiðar sóknir. KR endaði fyrri hálfleikinn með tíu tapaða bolta og Njarðvíkingar voru grimmir að refsa og leiddu nokkuð sannfærandi með tuttugu stiga mun 54-34 í hálfleik. Þriðji leikhluti var öllu jafnari. Njarðvík opnaði seinni hálfleikinn á sama hátt og þeir opnuðu leikinn nema núna var það Khalil Shabazz sem setti þrist eftir flottan undirbúning frá Mario Matasovic. KR var mun öflugri í þriðja leikhluta og náðu að halda vel í við Njarðvíkinga. Sóknarleikur KR var betri en gestirnir náðu þó ekki að koma stoppi á fríska Njarðvíkinga sem leiddu eftir þriðja leikhluta með átján stigum 78-60. Það var kraftur í gestunum í fjórða leikhluta og þeir byrjuðu snemma að saxa niður forskot heimamanna. Vlatko Granic minnkaði muninn í ellefu stig þegar rétt um fjórar mínútur voru búnar af fjórða leikhluta og tók Rúnar Ingi leikhlé til að skerpa á sínum mönnum. Þetta leikhlé hjá Rúnari virðist hafa náð að endurstilla heimamenn sem náðu aftur tökum á leiknum og fóru að lokum með nokkuð sannfærandi 24 stiga sigur 103-79. Atvik leiksins Erfitt að nefna eitthvað eitt atvik. Njarðvík setti tóninn snemma og sýndi hvað var í vændum. KR nær flottri rispu í fjórða leikhluta þar sem þeir hóta endurkomu og minnka muninn niður í ellefu stig en Rúnar Ingi tekur leikhlé og endurstillir sína menn. Mikilvægt stopp á heitum KR-ingum sem snögg kólnuðu svo þegar þetta fór af stað aftur. Stjörnur og skúrkar Dwayne Lautier-Ogunleye átti frábæra endurkomu í kvöld. Endar stigahæstur með 24 stig og spilar tæpar 28 mínútur. Mario Matasovic var einnig virkilega öflugur í liði Njarðvíkur og var með 20 stig. Khalil Shabazz, Veigar Páll, Evans Ganapamo og Milka fóru líka í tveggja stafa tölur. Hjá KR var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson stigahæstur með 18 stig. Dómarinn Allt í lagi ekki gott sagði góður maður eitt sinn. Ég hugsa að það eigi bara ágætlega við frammistöðuna hjá dómurum leiksins í dag. Furðulegir dómar féllu á bæði lið en þegar uppi er staðið þá voru þeir engir örlagavaldar um það hvernig fór. Stemingin og umgjörð Umgjörðin í Njarðvík er alltaf til fyrirmyndar. Það var ágætlega mætt í stúkuna í kvöld. Rúnar Ingi Erlingsson.Vísir/Hulda Margrét „Væri illa svikinn ef ég væri ekki með fullan klefa af stíðsmönnum“ „Ótrúlega ánægður. Sérstaklega ánægður með varnarleikinn í fyrri hálfleik sem að skapaði þetta forskot. Það var lykilatriði, auðvitað hleypa þeir þessu aðeins upp og þeir koma með smá run hérna í seinni hálfleik. Við fengum á okkur fleiri stig og allt það en heilt yfir varnarleikurinn og fyrstu tuttugu mínúturnar. Það er það sem ég er virkilega ánægður með,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Það var tilfinning blaðamanns að Njarðvíkingar hefðu mætt í leikinn eins og þeir hefðu eitthvað að sanna eftir að hafa tapað stórt gegn KR í bikarnum fyrir nokkrum vikum og var Rúnar Ingi sammála því. „Ég væri illa svikinn ef að ég væri ekki með fullan klefa af stríðsmönnum sem að væru með mjög sært stolt eftir að hafa tapað með 50 stigum í bikarleik sem að var bara úrslitaleikur. Við vorum auðvitað mjög svekktir með það. Ég var ekkert mikið að nota þetta í einhverja mótiveringu en við töluðum um það samt sem áður smá bara fyrir okkar stolt. Auka hefnd en það er auka atriði. Lykilatriðið var að vinna hérna heima sigur og ná í tvö stig og halda áfram að reyna ná þessu þriðja sæti,“ sagði Rúnar Ingi. Dwayne Lautier-Ogunleye snéri aftur í liði Njarðvíkinga í kvöld eftir meiðsli og átti frábæran leik. „Það er eitt af þessu sem að þetta íþróttahús er búið að gefa okkur. Þó hann hafi ekki verið með okkur í fimm á fimm allan þennan tíma þá gat hann verið hérna að hlaupa, við það að æla hérna þegar hann mátti ekki vera í „contact“. Þá mátti hann samt vera með bolta og skjóta. Þannig við náðum svona aðeins að koma honum í gang eftir jólafríið. Við sjáum líka bara hvað hann gefur okkur með „presence“ og árásargjarn á hringinn. Frábær endurkoma hjá honum en líka á löngum köflum erum við að spila virkilega góðan liðs sóknarleik. Erum með fullt af gæjum í tíu stigum plús í dag og það er það sem ég vill sjá,“ sagði Rúnar Ingi. Jakob Örn Sigurðarson fer yfir málin.Vísir/Anton Brink „Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að læra af“ „Gríðarleg svekktur með leikinn í heild sinni. Mér fannst við koma mjög „soft“ inn í leikinn þrátt fyrir að við hefðum talað um annað. Þeir bara svolítið tóku yfir leikinn í byrjun og við vorum alltaf að elta og áttum í erfiðleikum bæði sóknarlega og varnarlega,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR svekktur eftir tapið í kvöld. Njarðvíkinga mættu virkilega grimmir til leiks og sagði Jakob Örn að það hefði ekki átt að koma sínum mönnum á óvart. „Það átti ekki að gera það. Við vorum búnir að tala um það síðustu daga fyrir leik að þeir myndu koma svona inn í leik, þeir myndu koma mjög aggressívir og mjög „physical“ að reyna keyra yfir okkur. Við áttum að vera tilbúnir í það en vorum það greinilega ekki. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að læra af. Það koma fleiri svona leikir,“ sagði Jakob Örn. KR átti í basli með Njarðvíkinga í kvöld og hrósaði Jakob Örn heimamönnum fyrir flottan varnarleik. „Þeir gerðu mjög vel varnarlega sem við áttum erfitt með að finna lausnir við. Þeir plöntuðu Milka inni í teig og við áttum svolítið erfitt með að finna opin skot. Stóri munurinn kannski frá bikarleiknum og þessum leik er að í bikarleiknum þá fundum við alltaf skot. Við gátum farið inn og við gátum fundið skot fyrir utan. Núna var allt einhvern veginn þrengra og við áttum erfitt með að finna lausnir. Það var bara mjög vel gert hjá Njarðvík og eitthvað sem við þurfum að skoða vel. Það var ekkert bara að þeir voru eitthvað orkumeiri og þannig, þeir voru með sitt „gameplan“ sem að við áttum í erfiðleikum með. Við fundum aðeins lausnir í fjórða leikhluta þar sem við vorum aðeins að ná að opna gólfið og vorum með fleiri skotmenn inn á og náðum aðeins að draga þá út og finna skot en mest allan tíman þá áttum við í erfiðleikum með þá sóknarlega,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR.