Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 23:03 Magnus Carlsen er af mörgum talinn sterkasti skákmaður allra tíma. EPA Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen hefur snúið aftur til leiks á heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í New York. Hann dró sig úr keppni á föstudag eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum. Frá þessu greindi Carlsen sjálfur í viðtali á YouTube rásinni Take Take Take í dag. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur á þriðjudag. Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. „Til að gera langa sögu stutta mun ég spila að minnsta kosti einn dag til viðbótar hér í New York. Ef vel gengur mun ég líka taka annan dag,“ sagði Carlsen í viðtalinu fyrr í dag. Hann hyggst keppa í atskák en hann er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Hann sagðist hafa átt samtal við Arkady Dvorkovich forseta Alþjóðlega skáksambandsins, Fide, og í kjölfarið ákveðið að skrá sig í keppnina á ný. Í viðtalinu sagðist hann tvímælalaust ætla að klæðast gallabuxum í næstu viðureignum. „Auk þess þá dýrka ég að spila atskák. Mig langar til að gefa aðdáendum mínum tækifæri til að sjá mig spila. Þetta gæti orðið mitt síðasta skipti, hver veit,“ sagði Carlsen. Í færslu á X reikningi Fide sagðist Dvorkovich harma það fjaðrafok sem atburðarás síðustu daga skapaði. Í framhaldinu hygðust samtökin vera sveigjanlegri í tengslum við klæðaburðarreglur og leyfa smávægileg frávik frá þeim. Skák Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Sjá meira
Frá þessu greindi Carlsen sjálfur í viðtali á YouTube rásinni Take Take Take í dag. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák stendur nú yfir í New York, en mótið hófst 26. desember og lýkur á þriðjudag. Carlsen tefldi fyrstu tvær skákir mótsins í gallabuxum, en skömmu eftir seinni leikinn fékk hann sekt upp á 200 Bandaríkjadali frá dómara fyrir að brjóta reglur mótsins um klæðaburð. Þá tilkynnti hann að hann ætlaði að hætta keppni. „Til að gera langa sögu stutta mun ég spila að minnsta kosti einn dag til viðbótar hér í New York. Ef vel gengur mun ég líka taka annan dag,“ sagði Carlsen í viðtalinu fyrr í dag. Hann hyggst keppa í atskák en hann er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Hann sagðist hafa átt samtal við Arkady Dvorkovich forseta Alþjóðlega skáksambandsins, Fide, og í kjölfarið ákveðið að skrá sig í keppnina á ný. Í viðtalinu sagðist hann tvímælalaust ætla að klæðast gallabuxum í næstu viðureignum. „Auk þess þá dýrka ég að spila atskák. Mig langar til að gefa aðdáendum mínum tækifæri til að sjá mig spila. Þetta gæti orðið mitt síðasta skipti, hver veit,“ sagði Carlsen. Í færslu á X reikningi Fide sagðist Dvorkovich harma það fjaðrafok sem atburðarás síðustu daga skapaði. Í framhaldinu hygðust samtökin vera sveigjanlegri í tengslum við klæðaburðarreglur og leyfa smávægileg frávik frá þeim.
Skák Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Sjá meira