Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2024 12:24 Víkingar unnu tvo sigra, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum í Sambandsdeildinni. Það skilaði þeim 19. sæti og áfram í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. vísir/Anton Það skýrðist í dag hverjir verða mótherjar Víkings í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu hér á Vísi. Víkingar mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Sverrir er í stóru hlutverki hjá gríska liðinu en Hörður hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Panathinaikos er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar en aðeins tveimur stigum frá toppnum. Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Víkingar enduðu í 19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildarinnar en liðin í 9.-24. sæti eru með í drættinum í dag. Efstu átta liðin komust beint áfram í 16-liða úrslit og liðin í 25.-36. sæti eru fallin úr keppni. Víkingar gátu dregist gegn annað hvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Liðunum var nefnilega raðað í styrkleikaflokka eftir lokastöðu sinni í deildinni, og gátu þannig liðin sem enduðu í 9.-10. sæti aðeins mætt liðunum sem enduðu í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti mætt 21.-22. sæti, og svo framvegis. Andri Lucas til Spánar Til viðbótar við Víkinga og Panathinaikos eru tvö Íslendingalið í umspilinu. Andri Lucas Guðjohnsen leikur með belgíska liðinu Gent og Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Gent mætir spænska liðinu Real Betis en FCK dróst gegn þýska liðinu Heidenheim. Einvígin í umspili Sambandsdeildar Evrópu.UEFA Gætu mögulega mætt Alberti Ef Víkingar komast áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að mótherji þeirra þar yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín. Dregið verður í 16-liða úrslitin 21. febrúar, eftir umspilsleikina sem fara fram 13. og 20. febrúar. Liðin átta sem eru þegar komin áfram í 16-liða úrslit eru Chelsea, Vitoria, Fiorentina, Rapid Vín, Djurgården, Lugano, Legia Varsjá og Cercle Brugge. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01 Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02 Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28 Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Víkingar mæta Panathinaikos, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Sverrir er í stóru hlutverki hjá gríska liðinu en Hörður hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla. Panathinaikos er í 4. sæti grísku úrvalsdeildarinnar en aðeins tveimur stigum frá toppnum. Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Víkingar enduðu í 19. sæti af 36 liðum Sambandsdeildarinnar en liðin í 9.-24. sæti eru með í drættinum í dag. Efstu átta liðin komust beint áfram í 16-liða úrslit og liðin í 25.-36. sæti eru fallin úr keppni. Víkingar gátu dregist gegn annað hvort Olimpija Ljubljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi, liði Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Liðunum var nefnilega raðað í styrkleikaflokka eftir lokastöðu sinni í deildinni, og gátu þannig liðin sem enduðu í 9.-10. sæti aðeins mætt liðunum sem enduðu í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti mætt 21.-22. sæti, og svo framvegis. Andri Lucas til Spánar Til viðbótar við Víkinga og Panathinaikos eru tvö Íslendingalið í umspilinu. Andri Lucas Guðjohnsen leikur með belgíska liðinu Gent og Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Gent mætir spænska liðinu Real Betis en FCK dróst gegn þýska liðinu Heidenheim. Einvígin í umspili Sambandsdeildar Evrópu.UEFA Gætu mögulega mætt Alberti Ef Víkingar komast áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að mótherji þeirra þar yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín. Dregið verður í 16-liða úrslitin 21. febrúar, eftir umspilsleikina sem fara fram 13. og 20. febrúar. Liðin átta sem eru þegar komin áfram í 16-liða úrslit eru Chelsea, Vitoria, Fiorentina, Rapid Vín, Djurgården, Lugano, Legia Varsjá og Cercle Brugge.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01 Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02 Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28 Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20. desember 2024 11:01
Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. 20. desember 2024 10:02
Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19. desember 2024 22:28
Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Víkingur sótti stig gegn LASK úti í Austurríki og mun spila umspilseinvígi eftir áramót upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leiknum í kvöld lauk með 1-1 jafntefli eftir að Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir af vítapunktinum. 19. desember 2024 22:00