„Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 22:31 Vinicius Junior sést hér með verðlaun sín frá FIFA en fyrir aftan má sjá Gianni Infantino, forseta FIFA með Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid. Nú bætti allt Real fólkið á hófið. Getty/Christopher Pike Vinícius Júnior lét gagnrýnendur sína heyra það eftir að hann fékk verðlaunin sem besti fótboltamaður ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. „Veni, vidi, vici,“ byrjaði kappinn færslu sína eftir að verðlaunin voru orðin hans en á íslensku er það „ég kom, ég sá, ég sigraði“ Vinícius hélt samt áfram að leika hlutverk sitt sem fórnarlamb og sakaði þá, sem kusu hann ekki í kosningu um Gullknöttinn, um að reyna að lítillækka sig. Hann skrópaði eins og flestir vita á verðlaunahátíð Ballon d'Or þegar hann vissi að hann væri ekki að fara að vinna. Vinícius átti vissulega frábært ár með Real Madrid en aftur á móti skelfilegt ár með brasilíska landsliðinu. Hann var frábær þegar Real Madrid vann Meistaradeildina og sýndi í mörgum leikjum hversu stórkostlegur leikmaður hann er á deginum sínum. Rodri fékk Gullknöttinn en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu og varð Englandsmeistari með Manchester City. Í kosningu FIFA fékk Vinícius 48 stig á móti 43 stigum frá Rodri. Jude Bellingham varð síðan þriðji með 37 stig. „Í dag skrifa ég til barnsins sem í gegnum tíðina hefur séð svo mörg átrúnaðargoð sín lyfta þessum bikar. Tími þess er runninn upp eða miklu frekar tími minn er runninn upp. Það er tími til að segja að, já, ég er besti leikmaður heims og ég hef haft mikið fyrir því að ná þangað,“ skrifaði Vinícius Júnior á samfélagsmiðla sína. „Þeir reyndu að gera lítið úr mér og lítillækka mig. Draga úr afrekum mínum. Enginn getur sagt við mig hvað ég á eða á ekki að berjast fyrir eða hvernig ég á að haga mér. Þegar ég var hjá São Gonçalo þá var kerfinu skítsama um mig og var nálægt því að gleypa mig,“ skrifaði Vinícius. „Ég vann þessi verðlaun fyrir mig og fyrir fjölskyldu mína. Ég hef fengið mikinn stuðning á leiðinni, frá Flamengo, Real Madrid og brasilíska landsliðinu. Frá hundruðum liðsfélaga í gegnum árin. Fólk sem hjálpar mér á hverjum degi og þau sem dást að mér... besta leikmanni heims,“ skrifaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr) Spænski boltinn FIFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
„Veni, vidi, vici,“ byrjaði kappinn færslu sína eftir að verðlaunin voru orðin hans en á íslensku er það „ég kom, ég sá, ég sigraði“ Vinícius hélt samt áfram að leika hlutverk sitt sem fórnarlamb og sakaði þá, sem kusu hann ekki í kosningu um Gullknöttinn, um að reyna að lítillækka sig. Hann skrópaði eins og flestir vita á verðlaunahátíð Ballon d'Or þegar hann vissi að hann væri ekki að fara að vinna. Vinícius átti vissulega frábært ár með Real Madrid en aftur á móti skelfilegt ár með brasilíska landsliðinu. Hann var frábær þegar Real Madrid vann Meistaradeildina og sýndi í mörgum leikjum hversu stórkostlegur leikmaður hann er á deginum sínum. Rodri fékk Gullknöttinn en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu og varð Englandsmeistari með Manchester City. Í kosningu FIFA fékk Vinícius 48 stig á móti 43 stigum frá Rodri. Jude Bellingham varð síðan þriðji með 37 stig. „Í dag skrifa ég til barnsins sem í gegnum tíðina hefur séð svo mörg átrúnaðargoð sín lyfta þessum bikar. Tími þess er runninn upp eða miklu frekar tími minn er runninn upp. Það er tími til að segja að, já, ég er besti leikmaður heims og ég hef haft mikið fyrir því að ná þangað,“ skrifaði Vinícius Júnior á samfélagsmiðla sína. „Þeir reyndu að gera lítið úr mér og lítillækka mig. Draga úr afrekum mínum. Enginn getur sagt við mig hvað ég á eða á ekki að berjast fyrir eða hvernig ég á að haga mér. Þegar ég var hjá São Gonçalo þá var kerfinu skítsama um mig og var nálægt því að gleypa mig,“ skrifaði Vinícius. „Ég vann þessi verðlaun fyrir mig og fyrir fjölskyldu mína. Ég hef fengið mikinn stuðning á leiðinni, frá Flamengo, Real Madrid og brasilíska landsliðinu. Frá hundruðum liðsfélaga í gegnum árin. Fólk sem hjálpar mér á hverjum degi og þau sem dást að mér... besta leikmanni heims,“ skrifaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr)
Spænski boltinn FIFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira