„Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2024 13:54 Svipurinn gefur það kannski ekki til kynna en Þórir Hergeirsson hefur verið óhemju sigursæll sem þjálfari Noregs. Getty/Igor Soban Þórir Hergeirsson tekur lífinu rólega eftir að hafa hampað enn einum Evróputitlinum með norska kvennalandsliðinu í handbolta á sunnudaginn var. Tímapunktur mótsins sé góður, nú taki við jólaundirbúningur. Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn er liðið vann Danmörku í úrslitaleik EM á sunnudaginn var. Noregur vann þar sjötta Evróputitil liðsins undir stjórn Þóris sem hefur stýrt landsliðinu frá 2009, eftir að hafa áður verið aðstoðarþjálfari frá 2001. Aðspurður hvort það sé sokkið inn að starfi hans með norska liðið sé lokið segir Þórir: „Já og nei. Þetta er svolítið skrýtið. Það er einhvern veginn allt á fullu, svo er leikurinn búinn og margt sem gerist beint eftir leik. Svo fer fólk heim og maður er varla búinn að ná áttum ennþá. Það kemur af alvöru einhvern tímann á nýja árinu þegar maður er vanur því að fara í eftirvinnu. Þá kemur sjálfsagt einhver tilfinning sem er öðruvísi,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. En hvað hefurðu verið að gera þessa daga eftir mót? „Það er nú mest lítið. Ég er eiginlega bara búinn að vera að jafna mig, þessa tvo daga. Hef tekið því rólega, slappað af og náð áttum, það er aðallega það,“ segir Þórir. Leikið er knappt, á tveggja daga fresti, á stórmótunum og sinna öllu sem þeim fylgja. Mikið álag fylgi en Þórir segir mótin á góðum tíma, gott sé að koma heim í jólaundirbúning eftir álagstíð. „Ég hef alltaf sagt það að þetta er fullkominn tími að hafa þessi mót rétt fyrir jól. Þegar jólin koma fara allir í smá frí og kúpla sig út. Þetta er mjög góður tímapunktur og geta komið heim í rólegheit eftir mót, að slappa af með vinum og fjölskyldu,“ segir Þórir. Nánar verður rætt við Þóri í Sportpakkanum sem er klukkan 18:45 á Stöð 2 í kvöld. Handbolti Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Þórir stýrði Noregi í síðasta sinn er liðið vann Danmörku í úrslitaleik EM á sunnudaginn var. Noregur vann þar sjötta Evróputitil liðsins undir stjórn Þóris sem hefur stýrt landsliðinu frá 2009, eftir að hafa áður verið aðstoðarþjálfari frá 2001. Aðspurður hvort það sé sokkið inn að starfi hans með norska liðið sé lokið segir Þórir: „Já og nei. Þetta er svolítið skrýtið. Það er einhvern veginn allt á fullu, svo er leikurinn búinn og margt sem gerist beint eftir leik. Svo fer fólk heim og maður er varla búinn að ná áttum ennþá. Það kemur af alvöru einhvern tímann á nýja árinu þegar maður er vanur því að fara í eftirvinnu. Þá kemur sjálfsagt einhver tilfinning sem er öðruvísi,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild. En hvað hefurðu verið að gera þessa daga eftir mót? „Það er nú mest lítið. Ég er eiginlega bara búinn að vera að jafna mig, þessa tvo daga. Hef tekið því rólega, slappað af og náð áttum, það er aðallega það,“ segir Þórir. Leikið er knappt, á tveggja daga fresti, á stórmótunum og sinna öllu sem þeim fylgja. Mikið álag fylgi en Þórir segir mótin á góðum tíma, gott sé að koma heim í jólaundirbúning eftir álagstíð. „Ég hef alltaf sagt það að þetta er fullkominn tími að hafa þessi mót rétt fyrir jól. Þegar jólin koma fara allir í smá frí og kúpla sig út. Þetta er mjög góður tímapunktur og geta komið heim í rólegheit eftir mót, að slappa af með vinum og fjölskyldu,“ segir Þórir. Nánar verður rætt við Þóri í Sportpakkanum sem er klukkan 18:45 á Stöð 2 í kvöld.
Handbolti Norski handboltinn EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti