Fótbolti

Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson og Moise Kean fagna hér marki saman í einum af mörgum sigurleikjum Fiorentina á leiktíðinni.
Albert Guðmundsson og Moise Kean fagna hér marki saman í einum af mörgum sigurleikjum Fiorentina á leiktíðinni. Getty/Gabriele Maltinti

Fótboltamaðurinn Moise Kean hefur farið á kostum innan vallar að undanförnu og nú ætlar hann einnig að slá í gegn utan vallar.

Framherji Fiorentina tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hann væri að gefa út sína fyrstu rappplötu. Platan fékk nafnið „Chosen“ og á henni eru ellefu lög.

Fyrsta lag plötunnar heitir „I was born a winner“ en það er ekki hægt að lesa annað úr því en að kappinn sé að senda þarna smá skilaboð.

Platan þykir ekki við hæfi viðkvæmra og er með aðvörun fyrir börn eitthvað sem er eiginlega nauðsynlegt fyrir góða rappplötu.

Hinn 24 ára gamli Kean flutti lög af plötunni í partý í Mílanó um síðustu helgi en í því voru  mættir bæði fyrrum og núverandi liðsfélagar.

Ekki fylgir sögunni hvort íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson hafi verið meðal gesta en hann er að koma til baka hjá Fiorentina eftir meiðsli.

Kean er ekki fyrsti leikmaðurinn í Seríu A til að gefa út rappplötu því það gerði einnig AC Milan leikmaðurinn Rafael Leao.

Kean hefur átt gott tímabil með Fiorentina en hann er þriðji markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar með níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×