Albert og félagar töpuðu í fjarveru þjálfarans Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 16:00 Albert Guðmundsson var sprækur í byrjunarliði Fiorentina en náði ekki að skora. Getty/Gabriele Maltinti Eftir átta sigra í röð í ítölsku A-deildinni í fótbolta urðu Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina að sætta sig við tap í dag, 1-0, á útivelli gegn Bologna. Albert er farinn að spila að nýju með Fiorentina eftir meiðsli, og eftir að hafa skorað í 7-0 sigrinum gegn LASK í síðustu viku var hann í byrjunarliði liðsins í dag, í fyrsta sinn í tvo mánuði. Albert náði þó ekki frekar en aðrir leikmenn Fiorentina að finna leiðina í mark Bologna og eina markið kom úr smiðju heimamanna, þegar Daninn Jens Odgaard skoraði eftir tæplega klukkutíma leik. Fiorentina var án þjálfarans Raffaele Palladino í dag en hann missti móður sína í morgun. Tapið í dag þýðir að Fiorentina er með 31 stig eftir 15 leiki, sex stigum á eftir toppliði Atalanta en með leik til góða. Bologna er í 7. sæti með 25 stig. Ítalski boltinn
Eftir átta sigra í röð í ítölsku A-deildinni í fótbolta urðu Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina að sætta sig við tap í dag, 1-0, á útivelli gegn Bologna. Albert er farinn að spila að nýju með Fiorentina eftir meiðsli, og eftir að hafa skorað í 7-0 sigrinum gegn LASK í síðustu viku var hann í byrjunarliði liðsins í dag, í fyrsta sinn í tvo mánuði. Albert náði þó ekki frekar en aðrir leikmenn Fiorentina að finna leiðina í mark Bologna og eina markið kom úr smiðju heimamanna, þegar Daninn Jens Odgaard skoraði eftir tæplega klukkutíma leik. Fiorentina var án þjálfarans Raffaele Palladino í dag en hann missti móður sína í morgun. Tapið í dag þýðir að Fiorentina er með 31 stig eftir 15 leiki, sex stigum á eftir toppliði Atalanta en með leik til góða. Bologna er í 7. sæti með 25 stig.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“