Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 22:31 Áhugasamur einstaklingur heldur á síma og horfir á kynningu Sádi-Araba á HM 2034. Getty/Mahmoud Khaled Nú er endanlega orðið staðfest að heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu fer fram í Sádi-Arabíu árið 2034. FIFA staðfesti þetta formlega á ársþingi sínu í dag. Það er hins vegar langt síðan að það kom í ljós að ekkert annað framboð var i boði og FIFA hafði því þegar ákveðið að keppnin yrði haldin aftur á Arabíuskaganum með öllum þeim vandamálum sem því fylgir. Mikill hiti yfir sumartímann þýðir að keppnin fer líklegast fram í janúar 2034. Sádí-Arabarnir eru með mjög metnaðarfull markmið fyrir mótið og þar á meðal er gríðarleg uppbygging leikvanga í landinu. @Sportbladet Alls á að byggja ellefu glænýja fótboltaleikvanga í landinu og sumir þeirra verða í hópi stórbrotnustu leikvanga heims. Aftonbladet segir frá. Keppnin eftir tíu ár mun fara fram á fimmtán leikvöngum í fimm borgum en átta af leikvöngunum eru í höfuðborginni Riyadh. Krónprinsinn Mohammed bin Salman er einnig með plön um að byggja upp nýja borg við strönd Rauðahafsins. Þetta er svokölluð Línuborg en öll borgin verður í beinni línu sem er tvö hundruð metrar á breidd og 170 kílómetra löng. Þessi lína verður þannig jafnhá og Empire State byggingin í New York. Ef hún verður þá byggð. Í þessari nýstárlegu borg, sem er vissulega óbyggð, verður einn leikvanganna á HM 2034, samkvæmt áætlun stjórnvalda í Sádí Arabíu. Sá leikvangur sker sig vissulega úr meðal annarra fótboltaleikvanga heims því hann verður í 350 metra hæð frá jörðu. Neom leikvangurinn er ekki sá eini sem er byggður í mikilli hæð frá jörðu því annar leikvangur, Prince Mohammed bin Salman Stadium, verður byggður á tvö hundruð metra hárri fjallsbrún í nágrenni Riyadh. Roshn leikvangurinn í Riyadh verður síðan eins og grænir kristallar í fjalllendi. Það eru líka fleiri glæsilegir leikvangar í byggingu. Það eru því margir mjög sérstakir leikvangar á leiðinni en auðvitað á eftir að byggja þá og þessi tíu ár geta verið fljót að líða fyrir Sádi-Araba. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikvangana sem hýsa heimsmeistaramótið 2034. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=p2EkUBcEHFM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h8_J08U0LLE">watch on YouTube</a> HM 2034 í fótbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Það er hins vegar langt síðan að það kom í ljós að ekkert annað framboð var i boði og FIFA hafði því þegar ákveðið að keppnin yrði haldin aftur á Arabíuskaganum með öllum þeim vandamálum sem því fylgir. Mikill hiti yfir sumartímann þýðir að keppnin fer líklegast fram í janúar 2034. Sádí-Arabarnir eru með mjög metnaðarfull markmið fyrir mótið og þar á meðal er gríðarleg uppbygging leikvanga í landinu. @Sportbladet Alls á að byggja ellefu glænýja fótboltaleikvanga í landinu og sumir þeirra verða í hópi stórbrotnustu leikvanga heims. Aftonbladet segir frá. Keppnin eftir tíu ár mun fara fram á fimmtán leikvöngum í fimm borgum en átta af leikvöngunum eru í höfuðborginni Riyadh. Krónprinsinn Mohammed bin Salman er einnig með plön um að byggja upp nýja borg við strönd Rauðahafsins. Þetta er svokölluð Línuborg en öll borgin verður í beinni línu sem er tvö hundruð metrar á breidd og 170 kílómetra löng. Þessi lína verður þannig jafnhá og Empire State byggingin í New York. Ef hún verður þá byggð. Í þessari nýstárlegu borg, sem er vissulega óbyggð, verður einn leikvanganna á HM 2034, samkvæmt áætlun stjórnvalda í Sádí Arabíu. Sá leikvangur sker sig vissulega úr meðal annarra fótboltaleikvanga heims því hann verður í 350 metra hæð frá jörðu. Neom leikvangurinn er ekki sá eini sem er byggður í mikilli hæð frá jörðu því annar leikvangur, Prince Mohammed bin Salman Stadium, verður byggður á tvö hundruð metra hárri fjallsbrún í nágrenni Riyadh. Roshn leikvangurinn í Riyadh verður síðan eins og grænir kristallar í fjalllendi. Það eru líka fleiri glæsilegir leikvangar í byggingu. Það eru því margir mjög sérstakir leikvangar á leiðinni en auðvitað á eftir að byggja þá og þessi tíu ár geta verið fljót að líða fyrir Sádi-Araba. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikvangana sem hýsa heimsmeistaramótið 2034. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=p2EkUBcEHFM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h8_J08U0LLE">watch on YouTube</a>
HM 2034 í fótbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira