„Þetta drepur fólk á endanum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. desember 2024 07:02 Elín Hall segist hafa þroskast með listinni frekar en að hafa þroskast upp úr henni. Vísir/Vilhelm „Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var mjög auðmýkjandi að geta bókstaflega ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt,“ segir rísandi stórstjarnan, leikkonan og söngkonan Elín Hall sem hefur átt risastórt ár en lenti á vegg eftir að hafa verið á ofsahraða að láta draumana rætast. Blaðamaður ræddi við Elínu um uppbygginguna, listina, lífið og tilveruna. Elín Hall skaust upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum síðan og hefur komið víða að í listalífinu. Hún hefur gefið út fjöldann allan af lögum, lék aðalhlutverkið í verðlaunamyndinni Ljósbroti og fer með eitt af aðalhlutverkum í væntanlegri þáttaröð um Vigdísi forseta svo eitthvað sé nefnt. Ógeðslega erfitt að læra fara hægt „Maður er auðvitað alltaf að breytast en ég held að það stærsta fyrir mig hafi verið að læra að finna harmoníu. Ég var að gera mikið af hlutum samtímis og endaði á vegg með það, að geta ekki verið að reyna að eiga farsælan feril í bíói, leikhúsi og að vera að gefa út tónlist. Ég er pínu ofvirk og ég set mér stór markmið. Ég held undanfarið hafi ég verið að læra að trappa mig niður, sem er ógeðslega erfitt,“ segir Elín og bætir við að hún hafi meðal annars eytt tíma í útlöndum til þess að ná ró. „Ég er búin að eyða mjög miklum tíma ekki á Íslandi, þó ég sé að vinna erlendis þá er ég bara að fókusera á einhvern einn hlut. Það er frí fyrir mig. Þegar maður er á Íslandi þá er alveg sama hvað maður segir sjálfri sér, til dæmis að næsta vika muni vera róleg, en það fyllist alltaf allt. Það er stórmerkilegt.“ Elín Hall stórglæsileg á dreglinum í Cannes þegar hún fylgdi kvikmyndinni Ljósbrot. Mustafa Yalcin/Anadolu via Getty Images Enginn í sjokki að hún klessti á vegg Hún segist enn vera að læra að segja nei við hlutum. „Ég er nýfarin að geta beitt því. Það er ekkert mál að segja nei við hlutum sem mann langar ekki að gera, en að segja nei við tækifærum sem mann langar í, það er erfitt en mikilvægt. Það sem hefur helst breytt mér er líka að ég er með minni þolinmæði fyrir rugli. Ég held það komi frá öllu suðinu á síðustu tveimur árum sérstaklega, þar sem ég var að jöggla öllu. Á einu ári tókst mér einhvern veginn að vera í keyrslu söngleik í Borgarleikhúsinu, taka upp þrjár bíómyndir og gefa út plötu. Það er enginn í lífi mínu í sjokki að ég hafi klesst á vegg. Í langan tíma var fólk búið að reyna að segja mér að hægja á mér og að ég gæti ekki verið að vinna í átján tíma á dag í marga mánuði. En ég trúði því eiginlega ekki. Þegar þú ert 25 ára finnst þér þú geta gert allt og þú getur eiginlega gert allt. Ef viljinn er fyrir hendi held ég að manneskjan geti gert magnaða hluti. En ég bara þurfti að fara í veikindaleyfi. Þetta lýsir sér á alls konar hátt og heitir alls konar orðum, ég á alveg ennþá erfitt með að kalla þetta einhverjum ákveðnum orðum sjálf. Fyrir mig þá var þetta rosalega líkamlegt, miklu meira en eitthvað andlegt. Auðvitað tengist það en líkaminn minn bara hætti að virka, á allan hátt sem þú getur ímyndað þér. Einkennin eru langur listi, að missa hár, geta ekki borðað, gat ekki sofið í næstum ár, var alltaf að svitna og á endanum segir líkaminn stopp. Þetta drepur fólk á endanum.“ Auðmýkjandi að geta ekki hreyft sig Elín og kærasti hennar Máni Huginsson festu kaup á íbúð í Þingholtunum fyrir tæpu ári síðan. „Þegar við vorum nýflutt inn á Þingholtsstræti var ég að sýna lokasýninguna á 9 líf fyrir sýningarpásu. Ég kom ég heim af sýningunni og þetta var fyrsta nóttin í fyrstu íbúðinni. Það er erfitt að kaupa fyrstu íbúð og ákveðið spennufall að klára þessa törn. Ég fór að sofa og næsta dag gat ég ekki staðið upp. Og ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var bara ótrúlega auðmýkjandi að bókstaflega geta ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt. Það var ekki einu sinni ég sem ákvað að stoppa, það var bara líkaminn.“ Elín segist hafa lært að setja súrefniskútinn fyrst á sjálfa sig og sömuleiðis að geta sagt nei, þó að það sé við tækifærum sem hana langar í.Vísir/Vilhelm Symbólískt að ná að sjá í ströndina Hún segir að það hafi verið flókið að þurfa að segja nei ekki á sínum eigin forsendum. „Ég hætti í söngleiknum Eitruð lítil pilla rétt fyrir frumsýningu út af heilsu. Ástæðan var bara að ég komst ekki upp úr rúminu. Ég gat ekki einu sinni farið á klósettið. Ég var svo mikið með hugann við það sem ég átti að vera að gera. Ég hugsaði bara ég á að vera uppi í leikhúsi, ég á að vera að fara upp á svið, ég á að vera að fara í tökur eftir þrjá mánuði. Mamma endaði á að taka mig til Spánar, sagði bara: Elín mín nú förum við út.“ Elín eyddi mánuði úti og segir að dvölin hafi gert mikið fyrir sig. „Þetta var mjög áhugavert. Fyrst komst ég ekki niður á strönd, svo hægt og rólega liðu dagarnir og þá komst ég alltaf nær og nær. Það var eitthvað symbólískt að geta gengið hálfa leið niður á strönd og sjá ströndina. En ég var alveg búin á því, þurfti að fara aftur til baka og svo bara svaf ég. „Svo að lokum komst ég niður á strönd og þá bara lág ég á ströndinni. Fólk hélt að ég væri bara í einhverju geðveiku fríi sem ég var alveg kannski að einhverju leyti. Þannig að það var eitt af þessum verkefnum sem maður velur sér ekki en það hefur verið stærsti hluturinn sem hefur mótað mig á þessu ári. Það litar sömuleiðis rosalega hvernig ég hef tekið öllum sigrum. Því ég veit að þegar allt kemur til alls skiptir máli að hugsa um sjálfa sig. Það eru allir þessir hundleiðinlegu hlutir, að borða, sofa, fara út og anda og hreyfa sig, þessir hlutir eru svo ógeðslega mikilvægir.“ View this post on Instagram A post shared by Elín Hall (@elinsifhall) Verðmætt að geta bráðnað inn í Vigdísar hlutverkið Hún segir að 24 ára gömul hafi þetta verið það síðasta sem hún var að pæla í. „Það var alveg sama hversu margir reyndu að hrista mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í kulnun og ég heyrði svo oft frá fólki í kringum mig að ég væri að sýna öll merkin og þetta væri að fara að gerast við mig. Ég bara nei, nei ekki séns. Ég hélt að kulnun væri bara eitthvað sem gerðist við miðaldra fólk.“ Elínu finnst hún sömuleiðis hafa verið heppin að lenda ekki verr í þessu. „Því ég tók þessu mjög alvarlega, hvernig gat ég ekki gert það? Ég fékk rosa góða aðstoð og mikinn skilning og stuðning frá kærastanum mínum og fjölskyldunni. Það olli því að ég gat farið í tökur á endanum og tók upp Vigdísi, í rauninni frekar fersk frá öllu saman. Það hjálpaði að þó að þetta hafi verið krefjandi hlutverk en þetta var engin æsimynd. Ég gat bráðnað inn í þennan karakter og fékk að taka öllu með stóískri ró, sem ég held að einkenni líka Vigdísi svolítið sem karakter. Þetta var fullkomið fyrir mig eiginlega og sýndi mér að líf mitt var ekki búið. Maður getur verið svolítið dramatískur.“ Hér má sjá stiklu úr Vigdísar þáttunum: „Versti yfirmaðurinn var ég sjálf“ Aðspurð hvort hún hafi um tíma upplifað að lífið væri búið segir Elín: „Að hluta til hélt ég það, ég var bara hrædd við að fara aftur af stað og maður heyrir hræðilegar sögur af fólki sem lendir mjög illa í þessu og er mörg ár að jafna sig. Ég er ennþá alltaf að verða betri, enn í dag þó að það sé ár liðið síðan. Þetta opnaði augun mín. Mér fannst eins og ég gæti ekki kennt neinum um þetta nema sjálfri mér því ég setti mig í þetta. Það var enginn einn brúðumeistari sem sagði: Þú verður að gera plötu, taka upp þrjár bíómyndir og vera í leikhúsinu. Ég var með yfirmenn á öllum stöðum en versti yfirmaðurinn var ég sjálf. Þannig að upplifunin var að þetta væri mér að kenna en ég veit að það er flóknara en það. Þess vegna var svo gott að geta leitað aðstoðar og það eru mjög góð samtök sem hjálpa. Þó að ég hafi ótrúlega lengi hægt og rólega verið að brotlenda inn í vegginn þá leitaði ég mér aðstoðar um leið og það gerðist, stoppaði allt og náði bata mjög hratt. Mér finnst ég mjög heppin. Ég veit núna að ég get ekki haldið áfram að njóta einhverra sigra nema ég hugsi um sjálfa mig, setji súrefniskútinn fyrst á mig.“ Allt breytist en ekkert breytist Elín fer sem áður segir með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ljósbrot sem hefur unnið til verðlauna um allan heim og hlotið mikla athygli. Hún hefur komið víða að í bransanum og náð mikilli velgengni á stuttum tíma. Hún segir að stundum nái hún að vera stolt af sér en það geti líka verið flókið. „Það er allt öðruvísi að vera í bílstjórasætinu. Þessi bransi er fullur af paranoju og það er kannski líka mitt eðli að hugsa þetta er örugglega síðasti hluturinn sem ég geri, þetta er síðasta utanlandsferðin, þetta er síðasta hlutverkið sem ég fæ. Það er eitthvað sem ég hef ekki alveg getað hrist af mér, það er eitthvað sem maður þarf alltaf að vera að minna sig á og ég finn þetta á listafólki í kringum mig og líka fólki sem er í sjálfstæðu starfi og eru sjálf ábyrg fyrir sinni framvindu.“ Hún segir sömuleiðis ómögulegt að lifa í mikilli eftirsjá. „Það er ótrúlega erfitt að segja að ég sjái eftir því að hafa gert allt sem ég gerði því ég er að uppskera svo svakalega mikið. Það breytist samt í raun ekkert í mínu eigin lífi. Það er þessi tvíræðni í þessu, það er svo skrítið að allt er breytt en ekkert er breytt á sama tíma. Maður þarf smá rými til að geta stigið til baka úr hringiðunni til að sjá hlutina í réttu ljósi.“ Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni Ljósbrot: „Systurdóttir mín er heimurinn minn“ Elín reynir eftir bestu getu að fara vel með sjálfa sig og sækir í rólegar stundir með sínu nánasta fólki. Hún á gott samband við ömmu sína sem hún heimsækir reglulega og hún verður að hitta systurdóttur sína að minnsta kosti vikulega en samveran gefur Elínu fallega jarðtengingu. „Systurdóttir mín er heimurinn minn og kærastinn minn líka. Sambandið mitt er eitthvað sem ég vil ekki fá neinar athugasemdir á, ég pósta ekki mikið um það og það er mjög mikið bara fyrir mig. Mínir vinir líka. Við Máni erum ein af fyrstu úr okkar vinahóp til að vera með íbúð og fólk kemur mikið heim til okkar.“ Elín er sem áður segir í sambúð með framleiðslustjóranum Mána Huginssyni og þau kynntust upphaflega í Borgarleikhúsinu en Máni starfar nú sem framleiðslustjóri í Þjóðleikhúsinu. „Hann setur upp Excel skjölin, við erum mjög gott yin og yang þar. Hann er akkerið mitt.“ Ómetanlegir vinir Sömuleiðis segir Elín að vinir hennar séu ómetanlegur hluti af hennar lífi. Hún og Katla Njálsdóttir hafa sem dæmi verið áberandi tvíeyki að undanförnu, léku saman í Ljósbroti og standa saman að tónlistarverkefninu Mammaðín. „Við Katla kynntumst þegar við vorum að taka upp Ljósbrot fyrir einu og hálfu ári og við bara klikkuðum strax. Hún er svolítið yngri en ég, henni finnst reyndar mjög pirrandi þegar ég tala um það, hún er fjórum árum yngri en ég,“ segir Elín kímin og bætir við að þær geti tengt að mörgu leyti. „Hún er í leiklistarskólanum, að feta veg sem ég er nýbúin að feta. Það er ótrúlega dýrmætt að eiga einhvern að sem er að ganga í gegnum hluti sem ég gekk í gegnum, ég held það sé dýrmætt fyrir okkur báðar.“ View this post on Instagram A post shared by Elín Hall (@elinsifhall) Vináttan er Elínu augljóslega mjög kær. „Katla er náttúrulega bara eilíf jákvæð orka. Það er ótrúlega fyndið að vera með henni, meira að segja þegar ég hitti fólk með henni sem ég er búin að þekkja í mörg ár, allir sogast að henni. Og hún hefur einstakt lag á fólki, sem sleppir öllum vörnum í kringum hana. Það er enginn óöruggur í kringum hana því hún er bara þannig ljós. Ég fór alveg að hugsa ætti ég að fara að vinna eitthvað í mér, þarf ég ekki að vera meira eins og hún? Svo fattaði ég að það bara er ekki ég,“ segir Elín hlæjandi og bætir við: „Hún veitir mér mjög mikinn innblástur, hún er ótrúlega mikið hjarta. Það er svo dýrmætt að eiga vini sem eru í þessum bransa og það er svo gott að geta átt öll þessi samtöl. Ég finn líka að mér finnst rosalega gott að geta haldið góðu sambandi við vini mína sem eru í tónlist, eins og Una Torfa og Kiddi Óli og fleiri.“ Leikarahópurinn úr Ljósbroti. Elín Hall, Katla Njáls, Gunnar Hrafn, Ágúst Wiigum og Mikael Kaaber.Arnar Freyr hjá Eldeyfilms Útsendarar frá mæðraveldinu Sömuleiðis eru Elín og Katla að vinna hörðum höndum að tónlistarverkefninu Mammaðín. „Mammaðín eru útsendarar frá mæðraveldinu. Þessir útsendarar koma með ákveðin skilaboð út í samfélagið og munu halda því áfram þangað til hlutirnir róast og þá láta þær sig hverfa. Þannig að við erum í raun bara starfsmenn á plani að standa okkar plikt, við höfum ekkert um þetta að segja. Í hvert sinn sem einhver ungur maður segir eitthvað heimskulegt í hlaðvarpi þá þurfum við að mæta upp í stúdíó. Eftir þessa kosningabaráttu skulum við segja að eldmóðurinn hafi sexfaldast að minnsta kosti hjá okkur,“ segir Elín kímin. „Við þurfum eiginlega bara að vanda okkur að vera ekki of grimmar og ná andanum. Þetta er ákveðin tegund af femínisma sem notar kaldhæðni sem tól. Við erum að rannsaka þessa tegund og sjá hvaða áhrif þetta hefur. Við eigum helling inni og erum spenntar að vinna með fjölbreyttum pródúserum að framhaldinu. Það er svolítið að blása lífinu í mann núna.“ Grjótharður leikstjóri í grunnskóla Elín segist alltaf hafa haft einhverja listræna stefnu. „Ég var klárlega ekki mikið á útopnu en ég var sem dæmi mikið að búa til stuttmyndir og setja krakka í bekknum í hlutverk þegar ég var í grunnskóla. Ef þeir hlýddu mér ekki þá skipti ég þeim út fyrir nýja. Svo heimtaði ég að fá að sýna stuttmyndirnar mínar. Ég var í Hlíðaskóla og það var mikið listalíf þar. Þar var ég í mínu elementi og örugglega ógeðslega pirrandi fyrir einhverjum.“ Hún segir þó mjög fallegt að horfa til baka á sjálfa sig. „Mér finnst ég ekki hafa verið eitthvað öruggust í heimi en mér var samt innilega alveg sama hvað strákunum eða fótboltastelpunum fannst ég asnaleg. Ég er svo ánægð að ég hélt samt áfram, þó ég væri fullkomlega meðvituð um að ég færi í taugarnar á þeim með þessum verkefnum. Því þessi ástríða var alltaf sterkari en útskúfunin. Ekki það að ég hafi verið eitthvað útskúfuð, ég átti alltaf vini. Elín Hall ræddi við blaðamann um listina, lífið, tilveruna, kulnun og uppbyggingu.Vísir/Vilhelm Kærastinn minn sagði við mig um daginn: Ég á svo erfitt með að skilja hvaðan drifkrafturinn þinn kemur. Af því þessum bransa fylgja náttúrulega alls konar flóknar tilfinningar líka. Ég skil alveg frá hans sjónarhorni að þá geti þær verið plássfrekari, þessar krefjandi tilfinningar. En þetta er bara þessi ástríða sem ég get ekkert gert í og hef alltaf verið með. Ég get ekki losað mig undan því. Það að vera listamaður fyrir mér var kannski meira það að ég breyttist bara aldrei. Það var engin ákvörðun sem ég tók. Ég þroskaðist aldrei upp úr þessu, ég þroskaðist bara með því.“ Óhrædd við berskjöldun tónlistarinnar Ferill Elínar hófst í gegnum tónlistina og hefur hún verið að gefa út lög í árabil. Hún leyfir sér gjarnan að vera berskjölduð í textasmíðinni og segist ekki mikla það neitt fyrir sér. „Það er rosa skrýtið því ég er mjög kvíðin að eðlisfari en þetta veldur mér ekki kvíða. Maður felur sig á bak við rýmið. Þetta hjálpar mér meira en nokkuð annað, ég geri þetta svo mikið fyrir mig. Ég fæ jákvæð viðbrögð frá fólki því það hefur upplifað eitthvað svipað og það skiptir mig öllu máli. Það kemur mér stundum í opna skjöldu þegar fólk segir að ég sé hugrökk að þora að segja svona hluti. Ég upplifi það ekki sem hugrekki því ég fattaði ekki að þetta væri eitthvað sem væri skrýtið að segja,“ segir Elín og hlær. „Ég er mjög blátt áfram sem karakter í mínu persónulega lífi. Það hefur alveg stuðað fólk því ég á stundum erfitt með að skynja hvað maður á ekki að segja. Það er klárlega líka þannig tónlistarkona sem ég er. Það eru líka mínar fyrirmyndir í tónlist, þessi frásagnar lagasmíði er eitthvað sem ég hef alltaf verið hrifin af og hef grasserað í.“ View this post on Instagram A post shared by Elín Hall (@elinsifhall) Óviðeigandi að „Instagram stalk-a“ Hún segist þó draga línuna þegar fólk fer að lesa of mikið í textana og skipta sér að hennar persónulega lífi. „Einu skiptin sem mér finnst þetta erfitt er þegar fólk reynir að láta lögin mín snúast um eitthvað annað. Ég skil alveg tilhneiginguna, en mér finnst það taka of mikið pláss í einhverju sem ég bjó til. Þetta er mitt lag og þetta er mín upplifun, mín hlið af sögu. Það er svo mikill misskilningur fyrir mér að reyna að gefa einhverjum gaur kredit sem kom ekki með neitt inn í þetta lag, hann á örugglega einhverja allt aðra hlið og allt aðra sögu. Það hefur ekkert gerst oft en það er svona eitthvað sem böggar mig. Markmiðið með tónlistinni er bara að fólk finni sjálft sig í lögunum og geti tengt þau við eigin reynslu. Ég vil ekki að fólk fari að Instagram stalka einhverja fyrrverandi kærasta, það er ekki gott fyrir neinn.“ View this post on Instagram A post shared by mammaðín (@mammadin_) Nauðsynleg harmonía Talið berst að lokum að framtíðinni sem Elín horfir björtum augum til. „Allt sem ég vil í lífinu er harmonía. Mig langar að gera meiri tónlist og meira bíó. Akkúrat núna finnst mér ég eiga svo margt inni þar og þá stígur maður úr vegi í leikhúsinu, mér fannst ég ekki geta tekið pláss frá einhverjum þar. Ég er líka búin að vera að vinna að tónlist erlendis, er að reyna að fikra mig áfram á ensku sem er smá ástríðuverkefni hjá mér. Ég passa samt vel að halda í það hver ég er sem tónlistarkona og mín einkenni. Ég er alls ekki hætt að gefa út tónlist á íslensku og er að fara nýjar leiðir. Það var mikið myrkur og alvara í síðustu plötu og ég fékk mjög mikla þörf til að hrista upp í því. Ég hef eiginlega aldrei spilað á standandi giggi og þaðan kemur Mammaðín verkefnið okkar Kötlu og við erum að vinna að plötu. Mér hefur aldrei fundist eins mikil þörf fyrir það og núna,“ segir Elín brosandi og ákveðin að lokum. Bíó og sjónvarp Tónlist Geðheilbrigði Menning Helgarviðtal Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Elín Hall skaust upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum síðan og hefur komið víða að í listalífinu. Hún hefur gefið út fjöldann allan af lögum, lék aðalhlutverkið í verðlaunamyndinni Ljósbroti og fer með eitt af aðalhlutverkum í væntanlegri þáttaröð um Vigdísi forseta svo eitthvað sé nefnt. Ógeðslega erfitt að læra fara hægt „Maður er auðvitað alltaf að breytast en ég held að það stærsta fyrir mig hafi verið að læra að finna harmoníu. Ég var að gera mikið af hlutum samtímis og endaði á vegg með það, að geta ekki verið að reyna að eiga farsælan feril í bíói, leikhúsi og að vera að gefa út tónlist. Ég er pínu ofvirk og ég set mér stór markmið. Ég held undanfarið hafi ég verið að læra að trappa mig niður, sem er ógeðslega erfitt,“ segir Elín og bætir við að hún hafi meðal annars eytt tíma í útlöndum til þess að ná ró. „Ég er búin að eyða mjög miklum tíma ekki á Íslandi, þó ég sé að vinna erlendis þá er ég bara að fókusera á einhvern einn hlut. Það er frí fyrir mig. Þegar maður er á Íslandi þá er alveg sama hvað maður segir sjálfri sér, til dæmis að næsta vika muni vera róleg, en það fyllist alltaf allt. Það er stórmerkilegt.“ Elín Hall stórglæsileg á dreglinum í Cannes þegar hún fylgdi kvikmyndinni Ljósbrot. Mustafa Yalcin/Anadolu via Getty Images Enginn í sjokki að hún klessti á vegg Hún segist enn vera að læra að segja nei við hlutum. „Ég er nýfarin að geta beitt því. Það er ekkert mál að segja nei við hlutum sem mann langar ekki að gera, en að segja nei við tækifærum sem mann langar í, það er erfitt en mikilvægt. Það sem hefur helst breytt mér er líka að ég er með minni þolinmæði fyrir rugli. Ég held það komi frá öllu suðinu á síðustu tveimur árum sérstaklega, þar sem ég var að jöggla öllu. Á einu ári tókst mér einhvern veginn að vera í keyrslu söngleik í Borgarleikhúsinu, taka upp þrjár bíómyndir og gefa út plötu. Það er enginn í lífi mínu í sjokki að ég hafi klesst á vegg. Í langan tíma var fólk búið að reyna að segja mér að hægja á mér og að ég gæti ekki verið að vinna í átján tíma á dag í marga mánuði. En ég trúði því eiginlega ekki. Þegar þú ert 25 ára finnst þér þú geta gert allt og þú getur eiginlega gert allt. Ef viljinn er fyrir hendi held ég að manneskjan geti gert magnaða hluti. En ég bara þurfti að fara í veikindaleyfi. Þetta lýsir sér á alls konar hátt og heitir alls konar orðum, ég á alveg ennþá erfitt með að kalla þetta einhverjum ákveðnum orðum sjálf. Fyrir mig þá var þetta rosalega líkamlegt, miklu meira en eitthvað andlegt. Auðvitað tengist það en líkaminn minn bara hætti að virka, á allan hátt sem þú getur ímyndað þér. Einkennin eru langur listi, að missa hár, geta ekki borðað, gat ekki sofið í næstum ár, var alltaf að svitna og á endanum segir líkaminn stopp. Þetta drepur fólk á endanum.“ Auðmýkjandi að geta ekki hreyft sig Elín og kærasti hennar Máni Huginsson festu kaup á íbúð í Þingholtunum fyrir tæpu ári síðan. „Þegar við vorum nýflutt inn á Þingholtsstræti var ég að sýna lokasýninguna á 9 líf fyrir sýningarpásu. Ég kom ég heim af sýningunni og þetta var fyrsta nóttin í fyrstu íbúðinni. Það er erfitt að kaupa fyrstu íbúð og ákveðið spennufall að klára þessa törn. Ég fór að sofa og næsta dag gat ég ekki staðið upp. Og ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var bara ótrúlega auðmýkjandi að bókstaflega geta ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt. Það var ekki einu sinni ég sem ákvað að stoppa, það var bara líkaminn.“ Elín segist hafa lært að setja súrefniskútinn fyrst á sjálfa sig og sömuleiðis að geta sagt nei, þó að það sé við tækifærum sem hana langar í.Vísir/Vilhelm Symbólískt að ná að sjá í ströndina Hún segir að það hafi verið flókið að þurfa að segja nei ekki á sínum eigin forsendum. „Ég hætti í söngleiknum Eitruð lítil pilla rétt fyrir frumsýningu út af heilsu. Ástæðan var bara að ég komst ekki upp úr rúminu. Ég gat ekki einu sinni farið á klósettið. Ég var svo mikið með hugann við það sem ég átti að vera að gera. Ég hugsaði bara ég á að vera uppi í leikhúsi, ég á að vera að fara upp á svið, ég á að vera að fara í tökur eftir þrjá mánuði. Mamma endaði á að taka mig til Spánar, sagði bara: Elín mín nú förum við út.“ Elín eyddi mánuði úti og segir að dvölin hafi gert mikið fyrir sig. „Þetta var mjög áhugavert. Fyrst komst ég ekki niður á strönd, svo hægt og rólega liðu dagarnir og þá komst ég alltaf nær og nær. Það var eitthvað symbólískt að geta gengið hálfa leið niður á strönd og sjá ströndina. En ég var alveg búin á því, þurfti að fara aftur til baka og svo bara svaf ég. „Svo að lokum komst ég niður á strönd og þá bara lág ég á ströndinni. Fólk hélt að ég væri bara í einhverju geðveiku fríi sem ég var alveg kannski að einhverju leyti. Þannig að það var eitt af þessum verkefnum sem maður velur sér ekki en það hefur verið stærsti hluturinn sem hefur mótað mig á þessu ári. Það litar sömuleiðis rosalega hvernig ég hef tekið öllum sigrum. Því ég veit að þegar allt kemur til alls skiptir máli að hugsa um sjálfa sig. Það eru allir þessir hundleiðinlegu hlutir, að borða, sofa, fara út og anda og hreyfa sig, þessir hlutir eru svo ógeðslega mikilvægir.“ View this post on Instagram A post shared by Elín Hall (@elinsifhall) Verðmætt að geta bráðnað inn í Vigdísar hlutverkið Hún segir að 24 ára gömul hafi þetta verið það síðasta sem hún var að pæla í. „Það var alveg sama hversu margir reyndu að hrista mig. Ég þekki fólk sem hefur farið í kulnun og ég heyrði svo oft frá fólki í kringum mig að ég væri að sýna öll merkin og þetta væri að fara að gerast við mig. Ég bara nei, nei ekki séns. Ég hélt að kulnun væri bara eitthvað sem gerðist við miðaldra fólk.“ Elínu finnst hún sömuleiðis hafa verið heppin að lenda ekki verr í þessu. „Því ég tók þessu mjög alvarlega, hvernig gat ég ekki gert það? Ég fékk rosa góða aðstoð og mikinn skilning og stuðning frá kærastanum mínum og fjölskyldunni. Það olli því að ég gat farið í tökur á endanum og tók upp Vigdísi, í rauninni frekar fersk frá öllu saman. Það hjálpaði að þó að þetta hafi verið krefjandi hlutverk en þetta var engin æsimynd. Ég gat bráðnað inn í þennan karakter og fékk að taka öllu með stóískri ró, sem ég held að einkenni líka Vigdísi svolítið sem karakter. Þetta var fullkomið fyrir mig eiginlega og sýndi mér að líf mitt var ekki búið. Maður getur verið svolítið dramatískur.“ Hér má sjá stiklu úr Vigdísar þáttunum: „Versti yfirmaðurinn var ég sjálf“ Aðspurð hvort hún hafi um tíma upplifað að lífið væri búið segir Elín: „Að hluta til hélt ég það, ég var bara hrædd við að fara aftur af stað og maður heyrir hræðilegar sögur af fólki sem lendir mjög illa í þessu og er mörg ár að jafna sig. Ég er ennþá alltaf að verða betri, enn í dag þó að það sé ár liðið síðan. Þetta opnaði augun mín. Mér fannst eins og ég gæti ekki kennt neinum um þetta nema sjálfri mér því ég setti mig í þetta. Það var enginn einn brúðumeistari sem sagði: Þú verður að gera plötu, taka upp þrjár bíómyndir og vera í leikhúsinu. Ég var með yfirmenn á öllum stöðum en versti yfirmaðurinn var ég sjálf. Þannig að upplifunin var að þetta væri mér að kenna en ég veit að það er flóknara en það. Þess vegna var svo gott að geta leitað aðstoðar og það eru mjög góð samtök sem hjálpa. Þó að ég hafi ótrúlega lengi hægt og rólega verið að brotlenda inn í vegginn þá leitaði ég mér aðstoðar um leið og það gerðist, stoppaði allt og náði bata mjög hratt. Mér finnst ég mjög heppin. Ég veit núna að ég get ekki haldið áfram að njóta einhverra sigra nema ég hugsi um sjálfa mig, setji súrefniskútinn fyrst á mig.“ Allt breytist en ekkert breytist Elín fer sem áður segir með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ljósbrot sem hefur unnið til verðlauna um allan heim og hlotið mikla athygli. Hún hefur komið víða að í bransanum og náð mikilli velgengni á stuttum tíma. Hún segir að stundum nái hún að vera stolt af sér en það geti líka verið flókið. „Það er allt öðruvísi að vera í bílstjórasætinu. Þessi bransi er fullur af paranoju og það er kannski líka mitt eðli að hugsa þetta er örugglega síðasti hluturinn sem ég geri, þetta er síðasta utanlandsferðin, þetta er síðasta hlutverkið sem ég fæ. Það er eitthvað sem ég hef ekki alveg getað hrist af mér, það er eitthvað sem maður þarf alltaf að vera að minna sig á og ég finn þetta á listafólki í kringum mig og líka fólki sem er í sjálfstæðu starfi og eru sjálf ábyrg fyrir sinni framvindu.“ Hún segir sömuleiðis ómögulegt að lifa í mikilli eftirsjá. „Það er ótrúlega erfitt að segja að ég sjái eftir því að hafa gert allt sem ég gerði því ég er að uppskera svo svakalega mikið. Það breytist samt í raun ekkert í mínu eigin lífi. Það er þessi tvíræðni í þessu, það er svo skrítið að allt er breytt en ekkert er breytt á sama tíma. Maður þarf smá rými til að geta stigið til baka úr hringiðunni til að sjá hlutina í réttu ljósi.“ Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni Ljósbrot: „Systurdóttir mín er heimurinn minn“ Elín reynir eftir bestu getu að fara vel með sjálfa sig og sækir í rólegar stundir með sínu nánasta fólki. Hún á gott samband við ömmu sína sem hún heimsækir reglulega og hún verður að hitta systurdóttur sína að minnsta kosti vikulega en samveran gefur Elínu fallega jarðtengingu. „Systurdóttir mín er heimurinn minn og kærastinn minn líka. Sambandið mitt er eitthvað sem ég vil ekki fá neinar athugasemdir á, ég pósta ekki mikið um það og það er mjög mikið bara fyrir mig. Mínir vinir líka. Við Máni erum ein af fyrstu úr okkar vinahóp til að vera með íbúð og fólk kemur mikið heim til okkar.“ Elín er sem áður segir í sambúð með framleiðslustjóranum Mána Huginssyni og þau kynntust upphaflega í Borgarleikhúsinu en Máni starfar nú sem framleiðslustjóri í Þjóðleikhúsinu. „Hann setur upp Excel skjölin, við erum mjög gott yin og yang þar. Hann er akkerið mitt.“ Ómetanlegir vinir Sömuleiðis segir Elín að vinir hennar séu ómetanlegur hluti af hennar lífi. Hún og Katla Njálsdóttir hafa sem dæmi verið áberandi tvíeyki að undanförnu, léku saman í Ljósbroti og standa saman að tónlistarverkefninu Mammaðín. „Við Katla kynntumst þegar við vorum að taka upp Ljósbrot fyrir einu og hálfu ári og við bara klikkuðum strax. Hún er svolítið yngri en ég, henni finnst reyndar mjög pirrandi þegar ég tala um það, hún er fjórum árum yngri en ég,“ segir Elín kímin og bætir við að þær geti tengt að mörgu leyti. „Hún er í leiklistarskólanum, að feta veg sem ég er nýbúin að feta. Það er ótrúlega dýrmætt að eiga einhvern að sem er að ganga í gegnum hluti sem ég gekk í gegnum, ég held það sé dýrmætt fyrir okkur báðar.“ View this post on Instagram A post shared by Elín Hall (@elinsifhall) Vináttan er Elínu augljóslega mjög kær. „Katla er náttúrulega bara eilíf jákvæð orka. Það er ótrúlega fyndið að vera með henni, meira að segja þegar ég hitti fólk með henni sem ég er búin að þekkja í mörg ár, allir sogast að henni. Og hún hefur einstakt lag á fólki, sem sleppir öllum vörnum í kringum hana. Það er enginn óöruggur í kringum hana því hún er bara þannig ljós. Ég fór alveg að hugsa ætti ég að fara að vinna eitthvað í mér, þarf ég ekki að vera meira eins og hún? Svo fattaði ég að það bara er ekki ég,“ segir Elín hlæjandi og bætir við: „Hún veitir mér mjög mikinn innblástur, hún er ótrúlega mikið hjarta. Það er svo dýrmætt að eiga vini sem eru í þessum bransa og það er svo gott að geta átt öll þessi samtöl. Ég finn líka að mér finnst rosalega gott að geta haldið góðu sambandi við vini mína sem eru í tónlist, eins og Una Torfa og Kiddi Óli og fleiri.“ Leikarahópurinn úr Ljósbroti. Elín Hall, Katla Njáls, Gunnar Hrafn, Ágúst Wiigum og Mikael Kaaber.Arnar Freyr hjá Eldeyfilms Útsendarar frá mæðraveldinu Sömuleiðis eru Elín og Katla að vinna hörðum höndum að tónlistarverkefninu Mammaðín. „Mammaðín eru útsendarar frá mæðraveldinu. Þessir útsendarar koma með ákveðin skilaboð út í samfélagið og munu halda því áfram þangað til hlutirnir róast og þá láta þær sig hverfa. Þannig að við erum í raun bara starfsmenn á plani að standa okkar plikt, við höfum ekkert um þetta að segja. Í hvert sinn sem einhver ungur maður segir eitthvað heimskulegt í hlaðvarpi þá þurfum við að mæta upp í stúdíó. Eftir þessa kosningabaráttu skulum við segja að eldmóðurinn hafi sexfaldast að minnsta kosti hjá okkur,“ segir Elín kímin. „Við þurfum eiginlega bara að vanda okkur að vera ekki of grimmar og ná andanum. Þetta er ákveðin tegund af femínisma sem notar kaldhæðni sem tól. Við erum að rannsaka þessa tegund og sjá hvaða áhrif þetta hefur. Við eigum helling inni og erum spenntar að vinna með fjölbreyttum pródúserum að framhaldinu. Það er svolítið að blása lífinu í mann núna.“ Grjótharður leikstjóri í grunnskóla Elín segist alltaf hafa haft einhverja listræna stefnu. „Ég var klárlega ekki mikið á útopnu en ég var sem dæmi mikið að búa til stuttmyndir og setja krakka í bekknum í hlutverk þegar ég var í grunnskóla. Ef þeir hlýddu mér ekki þá skipti ég þeim út fyrir nýja. Svo heimtaði ég að fá að sýna stuttmyndirnar mínar. Ég var í Hlíðaskóla og það var mikið listalíf þar. Þar var ég í mínu elementi og örugglega ógeðslega pirrandi fyrir einhverjum.“ Hún segir þó mjög fallegt að horfa til baka á sjálfa sig. „Mér finnst ég ekki hafa verið eitthvað öruggust í heimi en mér var samt innilega alveg sama hvað strákunum eða fótboltastelpunum fannst ég asnaleg. Ég er svo ánægð að ég hélt samt áfram, þó ég væri fullkomlega meðvituð um að ég færi í taugarnar á þeim með þessum verkefnum. Því þessi ástríða var alltaf sterkari en útskúfunin. Ekki það að ég hafi verið eitthvað útskúfuð, ég átti alltaf vini. Elín Hall ræddi við blaðamann um listina, lífið, tilveruna, kulnun og uppbyggingu.Vísir/Vilhelm Kærastinn minn sagði við mig um daginn: Ég á svo erfitt með að skilja hvaðan drifkrafturinn þinn kemur. Af því þessum bransa fylgja náttúrulega alls konar flóknar tilfinningar líka. Ég skil alveg frá hans sjónarhorni að þá geti þær verið plássfrekari, þessar krefjandi tilfinningar. En þetta er bara þessi ástríða sem ég get ekkert gert í og hef alltaf verið með. Ég get ekki losað mig undan því. Það að vera listamaður fyrir mér var kannski meira það að ég breyttist bara aldrei. Það var engin ákvörðun sem ég tók. Ég þroskaðist aldrei upp úr þessu, ég þroskaðist bara með því.“ Óhrædd við berskjöldun tónlistarinnar Ferill Elínar hófst í gegnum tónlistina og hefur hún verið að gefa út lög í árabil. Hún leyfir sér gjarnan að vera berskjölduð í textasmíðinni og segist ekki mikla það neitt fyrir sér. „Það er rosa skrýtið því ég er mjög kvíðin að eðlisfari en þetta veldur mér ekki kvíða. Maður felur sig á bak við rýmið. Þetta hjálpar mér meira en nokkuð annað, ég geri þetta svo mikið fyrir mig. Ég fæ jákvæð viðbrögð frá fólki því það hefur upplifað eitthvað svipað og það skiptir mig öllu máli. Það kemur mér stundum í opna skjöldu þegar fólk segir að ég sé hugrökk að þora að segja svona hluti. Ég upplifi það ekki sem hugrekki því ég fattaði ekki að þetta væri eitthvað sem væri skrýtið að segja,“ segir Elín og hlær. „Ég er mjög blátt áfram sem karakter í mínu persónulega lífi. Það hefur alveg stuðað fólk því ég á stundum erfitt með að skynja hvað maður á ekki að segja. Það er klárlega líka þannig tónlistarkona sem ég er. Það eru líka mínar fyrirmyndir í tónlist, þessi frásagnar lagasmíði er eitthvað sem ég hef alltaf verið hrifin af og hef grasserað í.“ View this post on Instagram A post shared by Elín Hall (@elinsifhall) Óviðeigandi að „Instagram stalk-a“ Hún segist þó draga línuna þegar fólk fer að lesa of mikið í textana og skipta sér að hennar persónulega lífi. „Einu skiptin sem mér finnst þetta erfitt er þegar fólk reynir að láta lögin mín snúast um eitthvað annað. Ég skil alveg tilhneiginguna, en mér finnst það taka of mikið pláss í einhverju sem ég bjó til. Þetta er mitt lag og þetta er mín upplifun, mín hlið af sögu. Það er svo mikill misskilningur fyrir mér að reyna að gefa einhverjum gaur kredit sem kom ekki með neitt inn í þetta lag, hann á örugglega einhverja allt aðra hlið og allt aðra sögu. Það hefur ekkert gerst oft en það er svona eitthvað sem böggar mig. Markmiðið með tónlistinni er bara að fólk finni sjálft sig í lögunum og geti tengt þau við eigin reynslu. Ég vil ekki að fólk fari að Instagram stalka einhverja fyrrverandi kærasta, það er ekki gott fyrir neinn.“ View this post on Instagram A post shared by mammaðín (@mammadin_) Nauðsynleg harmonía Talið berst að lokum að framtíðinni sem Elín horfir björtum augum til. „Allt sem ég vil í lífinu er harmonía. Mig langar að gera meiri tónlist og meira bíó. Akkúrat núna finnst mér ég eiga svo margt inni þar og þá stígur maður úr vegi í leikhúsinu, mér fannst ég ekki geta tekið pláss frá einhverjum þar. Ég er líka búin að vera að vinna að tónlist erlendis, er að reyna að fikra mig áfram á ensku sem er smá ástríðuverkefni hjá mér. Ég passa samt vel að halda í það hver ég er sem tónlistarkona og mín einkenni. Ég er alls ekki hætt að gefa út tónlist á íslensku og er að fara nýjar leiðir. Það var mikið myrkur og alvara í síðustu plötu og ég fékk mjög mikla þörf til að hrista upp í því. Ég hef eiginlega aldrei spilað á standandi giggi og þaðan kemur Mammaðín verkefnið okkar Kötlu og við erum að vinna að plötu. Mér hefur aldrei fundist eins mikil þörf fyrir það og núna,“ segir Elín brosandi og ákveðin að lokum.
Bíó og sjónvarp Tónlist Geðheilbrigði Menning Helgarviðtal Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira