ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar 5. desember 2024 20:31 Þegar hátíðarnar nálgast finna margir með ADHD fyrir aukinni áskorun í að halda jafnvægi milli gleði, skipulags og lífsstíls. Hátíðin getur orðið óviðráðanleg; við höfum öll séð það gerast, en það er samt hægt að búa til yndislegar stundir án þess að láta ADHD yfirtaka upplifunina. Hér deili ég nokkrum hugleiðingum um hvernig bæði þeir sem lifa með ADHD og aðstandendur þeirra geta notið jólanna á meðvitaðri og skemmtilegri hátt. ADHD og jólin – hvað er það sem skapar streituna? Einstaklingar með ADHD glíma oft við einkenni eins og skort á athygli, skipulagsleysi, og hvatvísi. Öll þessi atriði verða sérstaklega áberandi á stressandi tímabilum eins og um jólin. Að halda utan um gjafakaup, jólaboð, og það að vilja skapa fullkomna upplifun getur orðið ótrúlega þrúgandi. Skynörvun er einnig mjög sterk um jólin; skær ljós, hátt hljóðstig og margir hittingar geta verið yfirþyrmandi fyrir okkur sem eigum erfitt með að halda einbeitingu. Jólin eru ekki keppni í fullkomnun Það mikilvægasta sem ég hef lært á leið minni er að jólin eru ekki keppni í fullkomnun. Þau eru tækifæri til að búa til fallegar minningar. Við þurfum ekki að mæta öllu og vera allt fyrir alla. Að setja sér einföld markmið, eins og að velja nokkra mikilvæga hittinga og njóta þeirra í stað þess að þreyta sig á að mæta í allt, getur skapað mun betri upplifun. Hugsaðu um hvað skiptir þig mestu máli – hvort sem það er að eyða tíma með fjölskyldu, fara í einn vel valinn hitting, eða einfaldlega hvíla þig. Aðstandendur – Hvernig getið þið stutt ástvini með ADHD? Fyrir aðstandendur er mikilvægt að sýna samkennd og vera til staðar. Að búa til stuðningsnet þar sem ekki er þrýstingur á „að vera fullkomin“ er gjöf sem hefur langvarandi áhrif. Það getur hjálpað að spyrja hagnýtra spurninga eins og: „Hvernig get ég aðstoðað við að létta undir?“ eða „Er eitthvað sem við getum skipulagt saman til að gera jólaundirbúninginn skemmtilegri og minna stressandi?“ Fyrirgefið sjálfum ykkur og gleymið ekki hvíldinni Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að gera ekki allt sem maður ætlar sér. Jólin eru fallegur tími en þau eru líka tímafrekar og þrúgandi. Að leyfa sér að hvíla sig á þessum tíma, að minnast á þörf fyrir hlé og að þekkja sín mörk eru mikilvægar aðferðir til að forðast kulnun. Hagnýt ráð til að nýta yfir jólin Skipulag er lykilatriði: Að setja upp dagatal með hittingum og gjafalista, forgangsraða og gera ekki of mikið. Byðja um hjálp: Að fá fjölskyldu og vini með í jólaundirbúninginn getur dregið úr álagi. Sveigjanleiki og sjálfsvitund: Að læra þekkja sín eigin mörk og hæfileikann til að breyta áætlunum ef streita fer yfir mörkin. Gefðu sjálfum þér góðvild: Fyrirgefið sjálfum ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis – þetta er ekki keppni. Jól fyrir alla Jólin eiga að vera tími gleði og friðar. Fyrir þá sem lifa með ADHD og fyrir þá sem elska þá er mikilvægt að muna að fullkomnun er aldrei markmiðið. Það sem skiptir máli er að taka eftir grænu flöggunum í lífinu og búa til minningar sem styrkja okkur. Með þessu vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þessar pælingar hjálpi einhverjum að sigla betur í gegnum hátíðirnar.Höfundur er ICE viðurkenndur markþjálfi, rithöfundur og markaðsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Jól Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar hátíðarnar nálgast finna margir með ADHD fyrir aukinni áskorun í að halda jafnvægi milli gleði, skipulags og lífsstíls. Hátíðin getur orðið óviðráðanleg; við höfum öll séð það gerast, en það er samt hægt að búa til yndislegar stundir án þess að láta ADHD yfirtaka upplifunina. Hér deili ég nokkrum hugleiðingum um hvernig bæði þeir sem lifa með ADHD og aðstandendur þeirra geta notið jólanna á meðvitaðri og skemmtilegri hátt. ADHD og jólin – hvað er það sem skapar streituna? Einstaklingar með ADHD glíma oft við einkenni eins og skort á athygli, skipulagsleysi, og hvatvísi. Öll þessi atriði verða sérstaklega áberandi á stressandi tímabilum eins og um jólin. Að halda utan um gjafakaup, jólaboð, og það að vilja skapa fullkomna upplifun getur orðið ótrúlega þrúgandi. Skynörvun er einnig mjög sterk um jólin; skær ljós, hátt hljóðstig og margir hittingar geta verið yfirþyrmandi fyrir okkur sem eigum erfitt með að halda einbeitingu. Jólin eru ekki keppni í fullkomnun Það mikilvægasta sem ég hef lært á leið minni er að jólin eru ekki keppni í fullkomnun. Þau eru tækifæri til að búa til fallegar minningar. Við þurfum ekki að mæta öllu og vera allt fyrir alla. Að setja sér einföld markmið, eins og að velja nokkra mikilvæga hittinga og njóta þeirra í stað þess að þreyta sig á að mæta í allt, getur skapað mun betri upplifun. Hugsaðu um hvað skiptir þig mestu máli – hvort sem það er að eyða tíma með fjölskyldu, fara í einn vel valinn hitting, eða einfaldlega hvíla þig. Aðstandendur – Hvernig getið þið stutt ástvini með ADHD? Fyrir aðstandendur er mikilvægt að sýna samkennd og vera til staðar. Að búa til stuðningsnet þar sem ekki er þrýstingur á „að vera fullkomin“ er gjöf sem hefur langvarandi áhrif. Það getur hjálpað að spyrja hagnýtra spurninga eins og: „Hvernig get ég aðstoðað við að létta undir?“ eða „Er eitthvað sem við getum skipulagt saman til að gera jólaundirbúninginn skemmtilegri og minna stressandi?“ Fyrirgefið sjálfum ykkur og gleymið ekki hvíldinni Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að gera ekki allt sem maður ætlar sér. Jólin eru fallegur tími en þau eru líka tímafrekar og þrúgandi. Að leyfa sér að hvíla sig á þessum tíma, að minnast á þörf fyrir hlé og að þekkja sín mörk eru mikilvægar aðferðir til að forðast kulnun. Hagnýt ráð til að nýta yfir jólin Skipulag er lykilatriði: Að setja upp dagatal með hittingum og gjafalista, forgangsraða og gera ekki of mikið. Byðja um hjálp: Að fá fjölskyldu og vini með í jólaundirbúninginn getur dregið úr álagi. Sveigjanleiki og sjálfsvitund: Að læra þekkja sín eigin mörk og hæfileikann til að breyta áætlunum ef streita fer yfir mörkin. Gefðu sjálfum þér góðvild: Fyrirgefið sjálfum ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis – þetta er ekki keppni. Jól fyrir alla Jólin eiga að vera tími gleði og friðar. Fyrir þá sem lifa með ADHD og fyrir þá sem elska þá er mikilvægt að muna að fullkomnun er aldrei markmiðið. Það sem skiptir máli er að taka eftir grænu flöggunum í lífinu og búa til minningar sem styrkja okkur. Með þessu vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þessar pælingar hjálpi einhverjum að sigla betur í gegnum hátíðirnar.Höfundur er ICE viðurkenndur markþjálfi, rithöfundur og markaðsráðgjafi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun