Innlent

Tveggja bíla á­rekstur við Holta­garða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi á tíunda tímanum í morgun.
Frá vettvangi á tíunda tímanum í morgun. Vísir

Betur fór en á horfðist þegar sendibíll og fólksbíll rákust á við gatnamót Sæbrautar og Holtavegar í austurhluta Reykjavíkur á tíunda tímanum. Enginn slasaðist alvarlega í árekstrinum.

Töluverðar umferðartafir urðu á Sæbraut vegna árekstursins og voru tækjabíll slökkviliðs, sjúkrabílar og fulltrúar lögreglu mættir á vettvang innan skamms tíma.

Þær upplýsingar fengust frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að ekki hefði þurft að flytja neinn slasaðan af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×