Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 09:02 Pavel Ermolinskij fagnar því að ÍR-ingar séu komnir inn í deildina af krafti eftir erfiða byrjun. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij er kominn aftur á stjá eftir landsleikjahlé en hann ætlar áfram að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Nú er komið að leik í KR og ÍR í níundu umferð Bónus deildarinnar en ÍR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru til alls líklegir eftir erfiða byrjun. Þeir Pavel og Helgi Már Magnússon hituðu upp fyrir Reykjavíkurslaginn. Pavel mun svo lýsa leiknum ásamt Helga á Bónus deildar rásinni í kvöld. „Við erum komnir til baka eftir landsleikjahlé. Við erum komnir aftur,“ sagði Pavel. „Ég vil að áhorfendur taki eftir því hvað þú ert rámur eftir að þú þurftir að taka síðasta Gaz-leik einn. Hvað þetta eru mikil átök fyrir raddböndin,“ sagði Helgi Már í léttum tón. „Ég er meiddur en ég harka í gegnum það,“ sagði Pavel. Klippa: Gaz-leikur vikunnar er leikur KR og ÍR „Rétt fyrir hlé þá tókum við leik KR og Vals og byggðum hann upp sem stóra Reykjavíkurslaginn. Baráttuna um borgina og allt þetta. ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast yfir þessu. Að það sé verið að gleyma þeim, að það sé verið að tala þá niður og að þeir séu ekki einu sinni með í jöfnunni,“ sagði Pavel. „Síðan þá hafa þeir ekki tapað leik. Reyndar bara tveir leikir en fyrir þá sex tapleikir á undan því. Tveir sigurleikir í röð núna og þeir eru komnir aftur inn í jöfnuna,“ sagði Pavel. „Þú heldur að þetta sé upp á töflu einhvers staðar í klefanum,“ sagði Helgi. „Það er örugglega mynd af okkur: Þessir menn trúðu ekki á okkur,“ sagði Pavel. „Í fyllstu alvöru þá er þetta frábært fyrir okkur og frábært fyrir deildina að ÍR-ingar séu búnir að vinna. Þeir eru orðnir þátttakendur í þessari deild. Búnir að vinna Njarðvík, Val og núna eru það KR-ingar. KR-ingar eru búnir að spila þrjá leiki á heimavelli en hafa aðeins unnið einn,“ sagði Pavel. „Borce Ilievski er kominn aftur,“ sagði Pavel og Helgi tók við orðinu. „Borce er mikill stemningsmaður og ÍR-maður. Eins og þú komst réttilega inn á í Körfuboltakvöldi þá tengja ÍR-ingar einhverja jákvæðni við hann. Hann fór með þá í úrslit síðast sem ‚underdogs'. Ég held að hann sé mjög góður í að búa til þessa stemningu: Það trúir enginn á okkur en við erum miklu betri en taflan sýnir,“ sagði Helgi. Pavel og Helgi fóru nánar yfir liðin tvö sem mætast í Frostaskjólinu í kvöld en upphitunarþáttinn má sjá hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla KR ÍR Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Sjá meira
Nú er komið að leik í KR og ÍR í níundu umferð Bónus deildarinnar en ÍR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru til alls líklegir eftir erfiða byrjun. Þeir Pavel og Helgi Már Magnússon hituðu upp fyrir Reykjavíkurslaginn. Pavel mun svo lýsa leiknum ásamt Helga á Bónus deildar rásinni í kvöld. „Við erum komnir til baka eftir landsleikjahlé. Við erum komnir aftur,“ sagði Pavel. „Ég vil að áhorfendur taki eftir því hvað þú ert rámur eftir að þú þurftir að taka síðasta Gaz-leik einn. Hvað þetta eru mikil átök fyrir raddböndin,“ sagði Helgi Már í léttum tón. „Ég er meiddur en ég harka í gegnum það,“ sagði Pavel. Klippa: Gaz-leikur vikunnar er leikur KR og ÍR „Rétt fyrir hlé þá tókum við leik KR og Vals og byggðum hann upp sem stóra Reykjavíkurslaginn. Baráttuna um borgina og allt þetta. ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast yfir þessu. Að það sé verið að gleyma þeim, að það sé verið að tala þá niður og að þeir séu ekki einu sinni með í jöfnunni,“ sagði Pavel. „Síðan þá hafa þeir ekki tapað leik. Reyndar bara tveir leikir en fyrir þá sex tapleikir á undan því. Tveir sigurleikir í röð núna og þeir eru komnir aftur inn í jöfnuna,“ sagði Pavel. „Þú heldur að þetta sé upp á töflu einhvers staðar í klefanum,“ sagði Helgi. „Það er örugglega mynd af okkur: Þessir menn trúðu ekki á okkur,“ sagði Pavel. „Í fyllstu alvöru þá er þetta frábært fyrir okkur og frábært fyrir deildina að ÍR-ingar séu búnir að vinna. Þeir eru orðnir þátttakendur í þessari deild. Búnir að vinna Njarðvík, Val og núna eru það KR-ingar. KR-ingar eru búnir að spila þrjá leiki á heimavelli en hafa aðeins unnið einn,“ sagði Pavel. „Borce Ilievski er kominn aftur,“ sagði Pavel og Helgi tók við orðinu. „Borce er mikill stemningsmaður og ÍR-maður. Eins og þú komst réttilega inn á í Körfuboltakvöldi þá tengja ÍR-ingar einhverja jákvæðni við hann. Hann fór með þá í úrslit síðast sem ‚underdogs'. Ég held að hann sé mjög góður í að búa til þessa stemningu: Það trúir enginn á okkur en við erum miklu betri en taflan sýnir,“ sagði Helgi. Pavel og Helgi fóru nánar yfir liðin tvö sem mætast í Frostaskjólinu í kvöld en upphitunarþáttinn má sjá hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla KR ÍR Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum