Körfubolti

Lillard með blóð­tappa í kálfa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lillard hefur spilað vel á leiktíðinni.
Lillard hefur spilað vel á leiktíðinni. Thearon W. Henderson/Getty Images

Damian Lillard, ein af stjörnum Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, er með blóðtappa í hægri kálfa og verður frá keppni í einhvern tíma.

Ekki er langt síðan greint frá því að hinn franski Victor Wembanyama, leikmaður San Antonio Spurs, væri með blóðtappa í öxl og yrði að öllum líkindum frá það sem eftir lifði leiktíðar.

Nú hefur NBA-deildin greint frá því að Lillard sé einnig með blóðtappa. Hann er kominn á blóðþynningar lyf til að geta snúið aftur á parketið sem fyrst. Hann verður þó frá í einhvern tíma.

Hinn 34 ára gamli Lillard hefur sjö sinnum tekið þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar. Hann hefur spilað vel á leiktíðinni og skorað 25 stig að meðaltali í leik. Þá hefur hann gefið sjö stoðsendingar og tekið fimm fráköst.

Milwaukee er í 5. sæti Austurdeildar sem stendur en þó ekki langt á eftir Indiana Pacers í 4. sætinu þegar flest lið eiga um tíu leiki eftir í deildarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×