„Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. mars 2025 22:10 Hulda Björk er fyrirliði Grindavíkur og fór fyrir stigaskorinu í kvöld Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, steig mikinn sigurdans á vellinum í leikslok í kvöld þegar Grindavík tryggði sig inn í úrslitakeppni Bónus-deildar kvenna með eins stigs sigri á Hamar/Þór í miklum spennuleik, 91-90. Hulda fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöld, skoraði 26 stig og var kampakát með úrslit kvöldsins eins og gefur að skilja. „Ég er ótrúlega kát og virkilega sátt að vera að fara í úrslitakeppnina. Bara kátína!“ - sagði Hulda og hló og gat augljóslega ekki leynt gleði sinni með úrslit leiksins. Leikurinn virtist vera að hlaupa frá Grindvíkingum þegar gestirnir settu þrjá þrista í röð og komu muninum upp í tólf stig og svo kom galinn þristur frá Abby Beeman þegar sex mínútur voru eftir og kom muninum í níu stig. Tilfinningin á vellinum þá var ekkert sérstök sagði Hulda en þær héldu augunum á markmiðinu. „Þetta var alveg stressandi en snérist bara um að halda sig í augnablikinu. Ein sókn og ein vörn og það einhvern veginn kom okkur til baka.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um fyrir leik að hans konur yrðu að vilja sigurinn meira, það virtist gerast undir lokin. „Klárlega. Kannski til að byrja með voru þær að „outhustle-a“ okkur þannig að við reyndum að jafna þær í ákefðinni og það skilaði sér.“ Hulda fékk nokkrum sinnum það hlutverk að reyna að halda aftur að Abby Beeman en það virtist ekki skipta neinu máli hversu stíft hún dekkaði hana. „Þetta er náttúrulega bara galinn leikmaður. Ég var nokkrum sinnum í grillinu á henni og hún setti hann beint í smettið á mér. Virkilega erfitt að stoppa hana og mjög flottur leikmaður.“ Hulda segir að komandi úrslitakeppni leggist vel í hana en Grindvíkingar mæta toppliði Hauka í 8-liða úrslitum. „Bara mjög vel. Við þurfum bara að fara yfir okkar mál, „scout-a“ liðin sem við erum að mæta og mætum tilbúnar í úrslitakeppnina!“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Hulda fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöld, skoraði 26 stig og var kampakát með úrslit kvöldsins eins og gefur að skilja. „Ég er ótrúlega kát og virkilega sátt að vera að fara í úrslitakeppnina. Bara kátína!“ - sagði Hulda og hló og gat augljóslega ekki leynt gleði sinni með úrslit leiksins. Leikurinn virtist vera að hlaupa frá Grindvíkingum þegar gestirnir settu þrjá þrista í röð og komu muninum upp í tólf stig og svo kom galinn þristur frá Abby Beeman þegar sex mínútur voru eftir og kom muninum í níu stig. Tilfinningin á vellinum þá var ekkert sérstök sagði Hulda en þær héldu augunum á markmiðinu. „Þetta var alveg stressandi en snérist bara um að halda sig í augnablikinu. Ein sókn og ein vörn og það einhvern veginn kom okkur til baka.“ Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur talaði um fyrir leik að hans konur yrðu að vilja sigurinn meira, það virtist gerast undir lokin. „Klárlega. Kannski til að byrja með voru þær að „outhustle-a“ okkur þannig að við reyndum að jafna þær í ákefðinni og það skilaði sér.“ Hulda fékk nokkrum sinnum það hlutverk að reyna að halda aftur að Abby Beeman en það virtist ekki skipta neinu máli hversu stíft hún dekkaði hana. „Þetta er náttúrulega bara galinn leikmaður. Ég var nokkrum sinnum í grillinu á henni og hún setti hann beint í smettið á mér. Virkilega erfitt að stoppa hana og mjög flottur leikmaður.“ Hulda segir að komandi úrslitakeppni leggist vel í hana en Grindvíkingar mæta toppliði Hauka í 8-liða úrslitum. „Bara mjög vel. Við þurfum bara að fara yfir okkar mál, „scout-a“ liðin sem við erum að mæta og mætum tilbúnar í úrslitakeppnina!“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira